Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 28
FERÐALÖG Það er mögulegt að ferðast ódýrar með því að nota upp-safnaða flugpunkta. Passaðu þig að láta punktana ekki rennaút heldur notaðu þá í tíma. Stundum er hægt að fá ódýrari
ferðir með því að borga bæði í punktum og peningum.
Mundu eftir punktunum
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Patagónía er gríðarlegt land-flæmi sem tilheyrir bæði Síleog Argentínu og sá Una Sig-
hvatsdóttir fréttakona aðeins brot af
því en heillaðist algjörlega. „Fyrir ut-
an að kaupa flugmiða aðra leið til
Buenos Aires bókaði ég ekkert annað
fyrirfram í þessari ferð. Það eina sem
ég var alveg staðráðin í að gera var að
fara alla leiðina suður eftir álfunni „á
heimsenda“ til Patagóníu, til að
ganga. Ég veit ekki alveg hvenær eða
hvaðan þessi áhugi á Patagóníu
spratt en hugmyndin lét mig ekki í
friði fyrr en ég komst á staðinn og
samt eiginlega ekki þá heldur því
strax á leiðinni burt frá Patagóníu
langaði mig að snúa við og fara þang-
að aftur. Á endanum dvaldi ég þar í
þrjár vikur um mánaðamót mars/
apríl og hefði gjarnan viljað vera
lengur,“ segir Una, sem gekk mikið í
ferðinni.
Ferðafrelsi eftir Afganistan
„Það sem togaði mest í mig við Pata-
góníu var að ganga og áður en yfir
lauk hafði ég gengið þar rúma 200
kílómetra. Ég hef gengið mikið um
Ísland og veit því af reynslu að það er
mjög hreinsandi og endurnærandi
fyrir sál og líkama að ganga á milli
staða í fleiri daga í senn,“ segir hún
en það er ástæða fyrir því að hún
hafði sérstaklega mikla þörf til að
ferðast á þennan hátt nú.
„Ég hafði mikla þörf fyrir það ein-
mitt núna, eftir að hafa starfað í Afg-
anistan í rúmt ár þar sem ég bjó við
mjög skert ferðafrelsi. Ég lauk störf-
um í Kabúl í febrúar og hreinlega
þráði að komast út í óbyggðir,“ segir
Una, sem starfaði sem upplýsinga-
fulltrúi hjá NATO í Afganistan.
„Strax á fyrsta göngudegi í Pata-
góníu fann ég hvað það var góð
ákvörðun. Það er ólýsanlega mikið
frelsi og hugarró sem felst í því að
vakna við sólarupprás á morgnana og
hafa ekkert fram undan annað en að
pakka í bakpokann og ganga af stað
út í náttúruna.
Ég valdi að byrja í Torres del
Paine-þjóðgarðinum í Síle, á hinni
svokölluðu W-gönguleið. Þetta er lík-
lega vinsælasta gönguleiðin í Pata-
góníu, þeirra Laugavegur; um 80
kílómetra leið gengin á fjórum til
fimm dögum í stórkostlegu landslagi
þar sem gist er ýmist í tjöldum eða
skálum,“ segir Una, sem gerði hvort
tveggja.
„Frá Síle tók ég síðan rútu yfir
landamærin í argentínska hluta Pata-
góníu þar sem ég stoppaði stuttlega í
bænum Calafate, til að skoða Perito
Moreno, skriðjökulinn fræga, en
lengst af dvaldi ég í smábænum El
Chalten. Þessi bær er algjör paradís
fyrir útivistarfólk; þaðan liggja
gönguleiðir í allar áttir og fjallstind-
arnir eru dáleiðandi,“ segir hún.
Land vindsins
Strembnasta gangan sem hún fór í
var 55 kílómetrar á tveimur dögum
með allt á bakinu, þar sem seinni dag-
leiðin var 36 kílómetrar.
„Það er svona í það lengsta sem
maður kemst á tveimur jafnfljótum á
einum degi með miklum hæðarmun.
GettyImages/iStockphoto
Una og útsýnið yfir Valle el Frances.
Á kajak með þýskum ferðalangi að skoða ísjakana í návígi í Torres del Paine.
Heimurinn er fullur
af góðu fólki
Fréttakonan Una Sighvatsdóttir hefur ferðast nokkuð víða síðustu ár er nú er
hún stödd í Suður-Ameríku þar sem hún ferðaðist meðal annars um Pata-
góníu. Patagónía er í kjölfarið orðin algjör uppáhaldsstaður hjá henni og segir
hún þetta mögulega besta kaflann í allri ferðasögu sinni frá upphafi.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Náttúrufegurðin er mikil
við Perito Moreno-
skriðjökulinn í Argentínu.