Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Þ
að voru vonbrigði þegar þátttaka í
borgarstjórnarkosningum hrundi nið-
ur í 60 prósent eftir kjörtímabil Besta
flokks og Samfylkingar.
Illa sviknir kjósendur
Samkrullið það var búið til svo afvegaleiða mætti kjós-
endur. Í öndvegi var aulabrandari um að öll kosningalof-
orð utan eitt yrðu svikin. Svik á því fengu kjósendur í
sinn hlut sem skammarverðlaun. Þessi langdregnasti
brandari stjórnmálanna varð mikil tímaeyðsla. Auk tíma
var miklum fjármunum fargað.
Stærsta sveitarfélagið mátti ekki við því að fara svona
illa með tíma og fjármuni borgarbúa. Skipulagsmál fóru
í óefni. Hinir nýju forystumenn borgarinnar töldu sig
hafa fundið upp þá galdraformúlu að með því að setja
skipulagsmál og þar með undirbúning nýrra lóða í pækil
mætti komast hjá að gera umbætur á umferðarkerfinu.
Því var logið að sjálfum sér að með því að greiða leið
fyrir þá sem hjóluðu í tómstundum, sem var ágætt,
mundi umferðarvandi þeirra 98% borgarbúa sem þurftu
að komast leiðar sinnar leysast sjálfkrafa. Kannski áttu
þeir að vera á bögglaberanum.
Hjal um að bæta úr lóðaskorti til að auðvelda ungu
fólki að koma þaki yfir höfuðið með því að skjóta einu og
einu húsi í gat sem fyndist í miðbænum reyndist óráðs-
hjal. Dýrkeypt óráðshjal.
Næst veruleika komst hjalið þegar það var orðið að
glærusýningu. Borgaryfirvöld virtust taka þá trú að ef
glærusýning færi reglubundið á svið, í bland við útskýr-
ingar langorðasta manns landsins, þá kynnu lóðir að
spretta, samferða kanínum, upp úr hatti hans. Eina sem
gerðist var að eftir óteljandi sýningar voru þeir borg-
arbúar sem þurftu að hlusta eftir lausn orðnir jafn glær-
ir og fyrirlesararnir.
Glærusjór með leikskóla
í loftköstulum
Borgarhverfið við Glærusjó er sjálfsagt ekki ósnoturt.
En það býr þar enginn enn og er mjög langt í það.
Glærusjóin um leikskóla út um allt hjálpa ungu fjöl-
skyldunum heldur ekki neitt. Þær slást um að fá pláss
hjá dagmömmunum og þær sem fá loksins hjálp skynja
að gjöldin hækka bratt. En þótt dagmömmurnar séu
góðar og bjargi miklu, hafa þær engin tök á að stoppa í
öll þau göt sem meirihlutinn hefur gert á stoðkerfi
barnafjölskyldna.
Ömurlegt aðgerðaleysi
Þetta himinhrópandi aðgerðaleysi tekst ekki að hylja
með langlokum borgarstjórans. Sá er reyndar hinn
fyrsti í því mikilvæga embætti sem hefur látið undir-
mann sinn útbúa vottorð handa sér um að stærstu hags-
munamál borgarbúa komi honum ekki við! Og hann má
eiga það að því vottorði er fylgt fast eftir því að venjuleg-
ir borgarar eiga enga aðkomu að borgarstjóranum í
Ráðhúsinu. Af hverju ekki?
Það var forðum aðalsmerki borgarinnar sem sveitar-
félags og fordæmi fyrir aðra hve góðan aðgang borg-
arbúar, þessir venjulegu útsvarsgreiðendur, hann Jón
og hún Gunna, áttu að borgarstjóranum sínum. Það er
liðin tíð.
Það stærsta sem situr eftir ónýtu kjörtímabilin tvö eru
vaxandi skuldasöfnun á meðan tekjur hafa verið í há-
marki og þrátt fyrir að allir gjaldstofnar hafi verið
keyrðir í topp og gjöld, eins og fasteignagjöld, með-
höndluð eins og eignaskattsstofn og ekki lagfærð til
lækkunar vegna útbólgins fasteignamats. Hækkun sem
á einkum rót í dugleysi í skipulags- og lóðamálum borg-
arinnar.
Kjósendur létu ekki sjá sig
Það er mjög neikvæð þróun þegar viðmót borgaryf-
irvalda leiðir til þess að íbúarnir telja gagnslaust að nota
atkvæðisrétt sinn.
Við síðustu kosningar tóku aðeins 58% kjósenda af-
stöðu við kjörkassann! Það var lýðræðislegur ósigur fyr-
ir alla, en ekki síst fyrir þá sem fengið höfðu umboð til að
stjórna í kosningunum þar á undan. Stundum er sagt að
almenn stjórnmálaleg sjónarmið eigi ekki við í sveit-
arstjórnum. Það segja þeir einir sem þekkja lítt til sveit-
arstjórna.
Meginsjónarmið um val fulltrúa á landsvísu eða í
sveitarstjórn eru áþekk. Þau sjónarmið segja að ganga
skuli af varúð um gjaldstofna og nýta þá af hófsemi og
svo hitt að það fé sem skilar sér „í kassann“ skuli nýtt af
útsjónarsemi. Það má aldrei gleyma því að það fé
myndu borgararnir ella geta notað sjálfir til að tryggja
hag sinn og fjölskyldunnar. Þessi leiðbeining er að sjálf-
sögðu stjórnmálalegs eðlis.
Vitlaus maður í öndvegi? Þar er sæti
kjósandans
Mikilvægt er að til valda í sveitarstjórn veljist fólk sem
áttar sig á því, að ákvörðun kjósenda snýst ekki um það
eða persónu þess („myndina“ af þeim), tildur eða annan
uppskafningshátt. Hún snýst um hagsmuni íbúanna.
Þjónustulund er lykilhugtakið í sveitarstjórnarmálum.
Ákvörðun kjósandans snýst ekki um þjónustu við for-
kólfana heldur borgarana. Þeir kjörnir fulltrúar sem ná
ekki utan um þennan einfalda sannleik, þeir flækjast
bara fyrir.
Sveitarfélög eru fyrst og síðast hugsuð sem þjón-
ustueining. Þeir, sem ekki átta sig á því, munu aldrei
reynast sínu sveitarfélagi vel, hvorki í bráð eða lengd.
Forsvarsmaður sveitarfélags er þá kominn næst því að
skynja sitt hlutverk rétt, þegar hann tekur að líta á sig
sem yfirþjón sveitarfélagsins en ekki sem yfirmann þess.
Sá sem nær því er ólíklegur til að gera stórmál úr
aukaatriðum eða ganga með vottorð upp á vasann um að
helstu hagsmunamál íbúanna séu honum óviðkomandi.
Kjósendur víðar að gefast upp
Auðvitað er ekkert að því að kjósendur hætti að mæta á
kjörstað þegar þeir átta sig á að kjörkassinn með gati er
bara í plati. Eða þegar markmiðið virðist það helst að
gera kjósandann hlægilegan og gefa honum langt nef.
Reyndar þætti 58% ákvörðunarþátttaka glæsileg í til-
viki sýndarþings ESB, en heildarþátttaka í kosningum
til þess er komin niður undir 40%. Og þó eru sumir kjós-
endur í ESB skyldugir að lögum að koma á kjörstað og
greiða atkvæði og það hækkar meðaltalið.
Í gamla sovét var kjósendum líka skylt að koma á kjör-
stað og merkja við eina listann sem um var að velja.
Frambjóðendur komu vissulega glæsilega frá þessum
kosningum í rúm 70 ár. Frábærasta árangri náði þó Stal-
ín þegar hann fékk óvænt 113% greiddra atkvæða í sínu
kjördæmi. Auðvitað hefur verið notalegt fyrir hann að
finna fyrir svo órofa stuðningi.
Illa farið með úrslit
En þótt kjósendur láti sig hafa það að tölta á kjörstað er
ekki þar með sagt að leiðtogarnir nái að búa til starfhæfa
Hann var glærusjómaður
dáður drengur
Reykjavíkurbréf04.05.18