Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 34
LESBÓK Kristín Reynisdóttir veitir leiðsögn á sunnudag kl. 17 um sýningusína í Hallgrímskirkju, Synjun, og Prodhi Manisha, flóttamaður sem
er nýkominn með landvistarleyfi, segir einnig frá reynslu sinni.
Kristín fjallar um Synjun
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Írski tónlistarmaðurinn Alexander Anyaeg-bunam, sem gengur undir listamannsnafn-inu Rejjie Snow, er einn þeirra erlendu tón-
listarmanna sem koma fram á Iceland
Airwaves-tónlistarhátíðinni í nóvember. Snow er
24 ára og gerði útgáfusamning við bandaríska
plötufyrirtækið 300 Entertainment fyrir tveim-
ur árum. Í febrúar síðastliðnum kom svo út
fyrsta breiðskífan hans, Dear Annie, sem hlotið
hefur lofsamlega dóma og þá m.a. fullt hús stiga
hjá tónlistartímaritinu NME og fjórar stjörnur
af fimm mögulegum í enska dagblaðinu Guardi-
an.
Snow er rappari og söngvari og ólst upp í
Drumcondra, úthverfi í norðurhluta Dyflinnar
á Írlandi. Spurður að því hvernig hafi verið að
alast upp þar segir hann að það hafi verið býsna
erfitt, mikið um slagsmál og vandræðageml-
inga. „En mér fannst mjög gaman í fótbolta
sem hélt mér frá vandræðum,“ segir hann.
Hann hafi dreymt um að verða atvinnumaður í
knattspyrnu og á átjánda aldursári hlaut hann
námsstyrk út á knattspyrnuhæfileika sína við
framhaldsskóla í Flórída í Bandaríkjunum.
Hann fluttist þangað og allt stefndi í að hann
yrði atvinnumaður en draumurinn rættist ekki
þar sem hann skorti nauðsynlegan aga og hæfi-
leika í atvinnumennskuna, að eigin sögn. Hann
valdi því tónlistina sem togaði æ meir í hann.
Snow segist hafa rappað og samið tónlist allt
frá 17 ára aldri. „Ég var að fíflast við að rappa,
pabbi minn var mjög hrifinn af hipphoppi og
var alltaf að rappa,“ segir hann.
Innblástur víða að
Snow er oftast sagður rappari en blaðamanni
þykir það fullmikil einföldun eftir að hafa
hlustað á plötuna Dear Annie. Snow er hipp-
hopp-tónlistarmaður, rappari og sálarsöngvari
með meiru. Eða hvernig lýsir hann tónlist
sinni sjálfur?
„Það er erfitt að setja hana í ákveðinn flokk
því ég sæki innblástur svo víða, t.d. í popp- og
sálartónlist og ég hef líklega alltaf flakkað milli
ólíkra stíla og búið til einhvers konar bræðing
úr þeim. Það sem skiptir mestu máli er að tón-
listin hreyfi við manni,“ svarar Snow.
En hver er þessi Annie sem vísað er til í titli
plötunnar og nokkrum lögum hennar?
„Hún er skálduð persóna, hugarburður minn
og sköpuð til að segja ákveðna sögu,“ svarar
Snow og spurður að því hvort rauðhærða stúlkan
á umslagi plötunnar sé Annie segir hann svo ekki
vera. Vinur hans hafi bent honum á þetta tiltekna
listaverk og honum hafi þótt áhugavert að nota
það á umslagið. Heyra má að Snow er áhuga-
maður um myndlist og hann segist hafa stundað
hana lengi vel, m.a. gert götulistaverk og teiknað
mikið. „Ég hef gaman af því að skapa og nýt þess
að teikna, geri það nánast daglega,“ segir hann.
Gott samstarf
Á Dear Annie starfaði Snow með framleiðand-
anum Rahki sem hlotið hefur Grammy-verð-
laun og vann m.a. með bandaríska Pulitzer-
verðlaunahafanum Kendrick Lamarr að
nokkrum lögum á plötunni To Pimp a Butt-
erfly. Snow er spurður að því hvernig hann
hafi landað svo þekktum og eftirsóttum fram-
leiðanda og segist hann hafa fengið lista með
nöfnum framleiðenda frá plötufyrirtækinu,
300 Entertainment, og strax sagst vilja starfa
með Rahki. „Ég átti ekki von á því að Rahki
myndi svara mér en hann gerði það og sagðist
gjarnan vilja vinna með mér,“ segir Snow.
–Hann hefur þá væntanlega komið með
margar góðar hugmyndir og bætt lögin þín?
„Já, mjög margar hugmyndir og þess vegna
gekk samstarfið upp, við höfðum það sameig-
inlega markmið að gera plötuna eins góða og
mögulegt væri og byggðum hana upp í samein-
ingu,“ svarar Snow.
Lítur til gamalla meistara
–Platan þín er róleg og falleg að stórum hluta,
rómantísk og það er meira að segja sungið á
frönsku í lögum sem minna á t.d. Serge Gains-
bourg og aðra rómantíska söngvara af gamla
skólanum. Hlustarðu mikið á slíka tónlist?
„Ekki mikið kannski en þetta er samt tónlist
sem ég hef hlustað á og sótt innblástur í. Þetta
er góð tónlist og Serge Gainsbourg er með
virtustu tónlistarmönnum. Ég lít upp til slíks
fólks, t.d. Michael Jackson, en þegar ég var að
gera plötuna vildi ég að hún væri þroskuð og
að fólk ætti líka auðvelt með að tengja við hana
og þá líka fólk á mínum aldri,“ segir Snow.
–Var einhver útgangspunktur eða ákveðið
þema sem þú hafðir í huga áður en þú hófst
upptökur á henni?
„Já, ég held að grunnþemað og -umfjöll-
unarefnið hafi alltaf verið ástin, að allt ætti að
snúast um hana. Ástin veitir mér innblástur í
tónlistarsköpuninni.“
Blaðamaður bendir hinum dimmraddaða
Snow á að eftir 15 ár eða svo verði hann líklega
kominn niður á radddýpi Barry White og hann
hlær við. „Ég vona það því mig langar eigin-
lega ekki að rappa lengur heldur syngja, að
verða söngvari. Mér finnst rappið hamla mér
og að ég geti tjáð mig betur með söng,“ segir
hann.
Slæm reynsla á Madonnu-túr
Þó vel gangi núna hjá Snow hefur það ekki allt-
af verið þannig á tónlistarferlinum. Popp-
drottningin Madonna fékk hann til að hita upp
fyrir sig á tónleikaferð hennar, Rebel Heart,
sem hófst í september 2015 og lauk í mars 2016
og hefur Snow sagt frá því að tónleikar hans
hafi verið algjörlega misheppnaðir. Hvað fór
úrskeiðis? „Eiginlega allt,“ svarar Snow. „Ég
átti bara fimm lög og þau voru ekki al-
mennilega hljóðblönduð, tróð upp
frammi fyrir 20 þúsund gestum á
stórum íþróttaleikvangi og rappaði
eins og ég ætti lífið að leysa og hélt að
ég væri að standa mig frábærlega. En
fólk tengdi ekki við þetta, púaði á mig
og henti í mig drasli og þetta var alveg
klikkað! Ég komst í tilfinningalegt upp-
nám á sviðinu en launin sem ég fékk fyrir þetta
urðu til þess að ég ákvað að klára verkefnið,“
segir Snow kíminn. Það hafi engu að síður ver-
ið mikill heiður að fá að hita upp fyrir sjálfa
Madonnu. „Mér finnst ennþá dálítið fyndið að
hún skyldi biðja mig um að gera þetta, af öllu
fólki í heiminum!“ segir hann og hlær.
Spenntur fyrir Airwaves
En verður Snow einn síns liðs eða með hljóm-
sveit á Iceland Airwaves? „Ég veit það ekki, ég
þarf að fá að vita meira um tónleikastaðinn en
kannski kem ég bara fram með plötusnúði. Ég
held að það myndi virka vel,“ segir hann.
Snow hefur aldrei komið til Íslands, segist
afar spenntur fyrir heimsókninni og hvetur
fólk til að mæta á tónleikana og skemmta sér
með honum. „Ég er Íri og hef því gaman af því
að skemmta mér,“ segir hann sposkur.
Einhvers konar bræðingur
Írski tónlistarmaðurinn Rejjie Snow kemur fram á Iceland Airwaves. Hann vann með Grammy-verðlaunahafanum
Rahki að fyrstu breiðskífu sinni, Dear Annie, sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
’Ég komst í til-finningalegt upp-nám á sviðinu enlaunin sem ég fékk
fyrir þetta urðu til
þess að ég ákvað að
klára verkefnið.
Írski tónlistarmaðurinn Rejjie
Snow, réttu nafni Alexander
Anyaegbunam, er ungur tón-
listarmaður á uppleið og hefur
hlotið mikið hrós fyrir fyrstu
breiðskífu sína, Dear Annie.