Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Page 37
Guns N’ Roses árið 2014 á The
Joint í Hard Rock Hotel & Cas-
ino í Vegas. Axl Rose ásamt
gítarleikaranum DJ Ashba
sem var í sveitinni 2009-2015.
Slash hélt tónleika ásamt Myles Kennedy and the Conspirators í Laugar-
dalshöll árið 2014. Sveitin hefur sent frá sér hljóðversplöturnar Apocalyptic
Love og World on Fire. Þriðja platan er væntanleg í haust.
Morgunblaðið/Eggert
Á forsíðu tímaritsins Roll-
ing Stone í september
árið 1991. Matt Sorum
hefur tekið við trommu-
kjuðunum af Steven Adler
en Izzy Stradlin er enn
með.
Axl Rose á sviði
ásamt Guns N’
Roses á tónlist-
arhátíðinni Rock
in Rio 3 árið
2001 en þar spil-
aði hann m.a. lög
af plötunni Chi-
nese Democ-
racy sem þá var
sögð væntanleg
en kom ekki út
fyrr en 2008.
Reuters
Hljómsveitin Loaded hefur líka spilað undir nafninu Duff
McKagan’s Loaded enda stofnaði þessi bassaleikari frá
Seattle sveitina. Sveitin hefur sent frá sér þrjár breiðskífur,
Dark Days (2001), Sick (2009) og The Taking (2011).
AFP
Slash hefur spilað með mörgum
tónlistarmönnum, þeirra á meðal
er Michael Jackson.
AFP
KVIKMYNDIR Benedict Cumberbatch leikur aðal-
hlutverkið í væntanlegri njósnamynd sem ber nafnið
Ironbark. Leikstjóri myndarinnar er Dominic Cooke
(On Chesil Beach) og handritið skrifar Tom O’Connor
(The Hitman’s Bodyguard) en The Hollywood Reporter
greinir frá.
Myndin er byggð á sannri sögu um Greville
Wynne (Cumberbatch), breskan mann úr við-
skiptalífinu sem hjálpar CIA að afla upplýs-
inga um kjarnorkuáætlum Sovétmanna í kalda
stríðinu. Wynne og sovéskur uppljóstrari
hans, Oleg Penkovskí, öfluðu þeirra upplýs-
inga sem þurfti til að binda enda á Kúbudeil-
una.
Benedict
Cumberbatch. AFP
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Heimildarmynd um fyrrverandi
söngvara Oasis, Liam Gallagher, verður kynnt á
kvikmyndahátíðinni í Cannes síðar í mánuðinum.
Heimildarmyndin Oasis: Supersonic var frumsýnd
fyrir aðeins tveimur árum en hún sagði sögu rokk-
sveitarinnar frá Manchester. Væntanleg mynd, Liam
Gallagher: As It Was, mun hinsvegar segja sögu
söngvarans, allt frá því að hann var á hátindi ferils-
ins, niður á botninn og allt þar á milli. „As It Was er
heimildarmynd um hvernig ég sný aftur á tónlist-
arsviðið. Hún segir frá því þegar ég tók upp fyrstu
sólóplötu mína og þangað til ég spilaði lögin á henni á
tónleikum í fyrsta skipti í heimabæ mínum Manchest-
er,“ hefur The Hollywood Reporter eftir Gallagher.
Mynd um Gallagher kynnt í Cannes
Liam Gallagher
AFP
Línuborun er skrefinu framar í lagningu strengja og röra með afkastamikilli
SMC 500 Jarðlagnavél. Jarðlagnavélin sandar undir og á milli strengja með
stillanlegri skömmtun á sandi. Getur einnig tekið allt að 315 mm vatnslögn.
• Tímasparnaður fyrir verkkaupa
• Minna jarðrask á yfirborði
• Umhverfisvænn kostur
• Hagkvæmni í verki
• Ný lausn við lagningu strengja og röra
www.linuborun.is
linuborun@linuborun.is
Cumberbatch í njósnamynd