Fréttablaðið - 09.07.2018, Page 4

Fréttablaðið - 09.07.2018, Page 4
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR. – LISTAVERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. ÚTFÆRSLUR Í BOÐI: POP, LOUNGE, BEINSKIPTUR/SJÁLFSKIPTUR, BLÆJU OG 105 HESTAFLA TWINAIR (TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI) FIAT 500 Á FRÁBÆRU FIAT-SUMARTILBOÐI MAMMA MIA! ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF · UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI · WWW.FIAT.IS ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16 KJARAMÁL Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæð- ingu getur þýtt frekari inngrip í fæð- ingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á með- göngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikil- vægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rann- sóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar. Varar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verð- andi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á með- göngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkis- ins og hefur samningalotan nú stað- ið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkr- um þáttum og að æskilegt sé að ljós- móðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjósta- gjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við. sveinn@frettabladid.is Telur varhugavert að aðrir en ljósmæður sinni mæðravernd Þjónusta á meðgöngu sem stýrt er af ljósmæðrum hefur jákvæð áhrif á fæðingarþyngd og á nýbura- og ung- barnadauða. Þetta sýna rannsóknir, að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Há- skóla Íslands. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra við ríkið. Samningalotan hefur nú staðið í um fjörutíu vikur. Samningalota ljósmæðra við ríkið hefur nú tekið sem samsvarar meðal meðgöngutíma kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði SKIPULAGSMÁL Byggingarfulltrúi mun ekkert aðhafast vegna meintra óleyfisframkvæmda við bílaplan umdeildrar rútumiðstöðvar í Skóg- arhlíð 10. Þetta kemur fram í svari frá Jóni Halldóri Jónassyni, upplýs- ingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, við fyrirspurn Fréttablaðsins. „En það er niðurstaða skoðunar heilbrigðiseftirlitsins að þarna verði að sækja um starfsleyfi og því gert ráð fyrir að aðilar muni sækja um byggingarleyfi vegna þeirra breytinga sem eftir atvikum þarf að ráðast í og krefjast byggingarleyfis,“ segir í svari Jóns Halldórs. – gar Ekkert aðhafst vegna bílaplans Í Skógarhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR SAMFÉLAG Stjörnukokkurinn og þáttastjórnandinn Gordan Ramsay var staddur hér á landi um helgina ef marka má myndir sem hann birti á Instagram. Af þeim að dæma fór þessi heimsþekkti sjónvarpskokkur í laxveiði og út að borða á veitinga- staðinn Sumac á Laugavegi á föstu- dagskvöld. „Besti lax í heimi,“ skrifaði kokk- urinn, sem liggur vanalega ekki á skoðunum sínum, með mynd sem hann birti á Instagram og brosir sínu breiðasta. Þá sagði Ramsey matinn á Sumac með því betra sem maður fengi í Reykjavík. – dfb Ramsey sáttur við lax og mat Gordon Ramsey. MYND/AF INSTAGRAM LEIÐRÉTTING Í frétt á síðu 8 í Fréttablaðinu þann 5. júlí, undir fyrirsögninni Svana- söngur kjararáðs, var staðhæft að laun forstjóra Landmælinga Íslands hefðu ekki verið ákvörðuð síðan í tíð kjaranefndar. Hið rétta er að það var síðast gert árið 2012. Þá var Bergþóra Þorkelsdóttir titluð vega- málastjóri en hún mun ekki taka við embættinu fyrr en 1. ágúst. Hreinn gegnir embættinu áfram þangað til. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi synjun Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) á umsókn föður langveiks barns um tekju- tengdar greiðslur til foreldra á vinnu- markaði. Dómurinn taldi synjunina andstæða stjórnarskrá. Árið 2006 tóku gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Þau taka aðeins til barna sem fæddust 1. októ- ber 2007 eða síðar. Drengurinn sem um ræðir fædd- ist í október 2005. Föður hans var synjað um greiðslurnar í tvígang vegna þessa auk þess sem Hæsti- réttur vísaði máli hans frá árið 2016. Því var málið fært í nýjan búning, úr kröfu um greiðslu í ógildingarmál. Dómurinn taldi að það stæðist ekki málefnalega skoðun að gera greinarmun á rétti til félagslegrar aðstoðar til fjölskyldna barna sem eru fötluð eða alvarlega veik eftir því hvenær fötlun þeirra eða sjúkdómur er greindur. Synjunin var því felld úr gildi. Þá gerir dómurinn athuga- semdir við framgöngu ríkisins. „Við gæslu hagsmuna ríkisvaldsins eða einstakra þátta þess í skiptum við almenna borgara getur það ekki verið hlutverk stjórnvalda að leita allra leiða eða beita öllum brögðum til að fá sýknu fyrir hið opinbera eða til að fá málum vísað frá dómi. Þeim sem falið er að koma fram fyrir hönd ríkisvaldsins í dómsmáli er ekki tækt að verjast með öllum sömu ráðum og einkaaðilum. Þeim sem fara með opinbert vald eða sem falið er að gæta hagsmuna hins opinbera er trúað fyrir hlutverki sem þeir verða að sinna í almannaþágu og af virð- ingu fyrir skyldu sinni til að stuðla að réttmætri niðurstöðu,“ segir í niður- stöðukafla dómsins. „Við eigum eftir að sjá hvort TR unir dómnum. Krafan gæti verið fyrnd en þá gæti hafa myndast réttur til skaðabóta,“ segir Júlí Ósk Antons- dóttir, lögmaður föðurins. – jóe „Beitti öllum brögðum“ gegn föður langveiks drengs Við eigum eftir að sjá hvort TR unir dómnum. Krafan gæti verið fyrnd en þá gæti hafa mynd- ast réttur til skaðabóta. Júlí Ósk Antons dóttir, lögmaður föðursins 9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -B 9 F C 2 0 5 6 -B 8 C 0 2 0 5 6 -B 7 8 4 2 0 5 6 -B 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.