Fréttablaðið - 09.07.2018, Síða 6
Berghlaup úr Fagraskógarfjalli í Hítardal
Mildi þykir að enginn var við veiðar þar sem skriðan féll en þar eru vinsælir veiðistaðir. Á svæðinu sem nú er hulið var áður að finna góða hrygningar- og uppeldisstaði laxa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Vísindamenn frá Veðurstofunni og Hafrannsóknastofnun voru við mælingar í Hítará um helgina.
NÁTTÚRUHAMFARIR Afleiðingar skrið-
unnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Híta-
rdal eru óljósar. Stærsta skriðan féll
aðfaranótt laugardags en enn eru
smærri skriður að falla.
Góðir veiðistaðir Hít-
arár voru á svæðinu þar sem
skriðan fór yfir. Skriðan
hindrar að áin renni
eftir sínum forna far-
vegi. Lón myndaðist
við jaðar skriðunnar
en í gær hafði vatns-
flaumurinn fundið
sér nýjan farveg og
rennur hann nú í
ána Tálma.
„Það vantar í ána á einhverjum tíu
kílómetra kafla. Það fór beitiland þarna
undir en stærsta málið er laxveiðin og
hvernig henni reiðir af. Það er einnig
óljóst með vatnsskemmdir þegar áin er
komin í Tálma. Farvegurinn ræður senni-
lega ekki við þetta. Þó það sé mikið vatn
í ánni núna þá er þetta ekki neitt miðað
við vorleysingar,“ segir Finnbogi Leifs-
son, bóndi í Hítardal.
„Ef haugurinn verður látinn kyrr þá
eru allavega þrír bæir sem missa ána.
Það er mögulega hægt að grafa ána í sinn
gamla farveg en það er gríðarleg vinna.
Það er ekki á færi eins veiðifélags að fara
í að moka þessu burt,“ segir Ólafur Sig-
valdason, formaður Veiðifélags Hítarár.
Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið en
afar ósennilegt er að nokkuð fáist bætt
þar sem um náttúruhamfarir er að ræða.
Vátryggingafélög undanskilja slík tjón í
skilmálum sínum.
„Eins lengi og það er ekkert tjón á
vátryggðum eignum þá er þetta atburður
sem kemur ekki inn á okkar borð. Sam-
kvæmt okkar bestu vitund, þá varð
ekkert slíkt tjón þarna,“ segir Hulda
Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Nátt-
úruhamfaratryggingar Íslands, áður Við-
lagatrygginga Íslands.
Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og
Hafrannsóknastofnun voru að störfum
á svæðinu um helgina. Of snemmt er að
segja til um endanleg áhrif hamfaranna.
„Við fórum í [fyrradag] og litum á þessi
ósköp. Þetta er atburður á skala sem við
höfum ekki séð fyrr. Það er náttúrulega
ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á líf-
ríki árinnar,“ segir Sigurður Már Einars-
son, líffræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun.
Sigurður segir að skriðan hafi farið yfir
góð hrygningar- og uppeldissvæði fyrir
laxa. Þá hafi fleiri slík svæði þornað upp.
Svæðið sem áin rennur nú um sé ekki
eins gott.
„Það á alveg eftir að meta það hvort
möguleiki sé að koma henni aftur í upp-
runalega farveginn. Það verður mjög
dýrt og spurning hvort það sé hægt yfir-
höfuð. Þetta kemur til með að hafa áhrif
á hlunnindi margra bæja,“ segir Sigurður.
„Við erum í góðu samstarfi við yfir-
völd og höfum verið í samskiptum við
bændur á svæðinu. Við munum funda
á morgun vegna þessa og fara vel yfir
stöðuna,“ segir Jón Þór Ólason, formaður
Stangveiðifélags Reykjavíkur, en félagið
er leigutaki Hítarár. Hann segir að hollið
sem hafi lokið veiðum í gær hafi veitt vel
en framhaldið sé óljóst.
„Við höfum átt í góðu sambandi við
veiðifélagið. Hugur okkar er hjá Veiði-
félagi Hítarár og bændum á svæðinu.
Hítardalur er algjör perla og þetta mun
hafa mikil áhrif á hann,“ segir Jón Þór.
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið
Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags.
Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg.
Jóhann Óli Eiðsson
joli@frettabladid.is
Sigtryggur Ari Jóhannson
sigtryggur@frettabladid.is
Stórt lón myndaðist þar sem Hítará mætti aurnum. Áin fann sér farveg framhjá niður í Tálma.
9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-C
D
B
C
2
0
5
6
-C
C
8
0
2
0
5
6
-C
B
4
4
2
0
5
6
-C
A
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K