Fréttablaðið - 09.07.2018, Side 11

Fréttablaðið - 09.07.2018, Side 11
Á Íslandi ríkir marghliða tor- tryggni. Fáir treysta nokkr- um. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjara-deilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðará- ætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljós- mæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfir- vinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekn- ingarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heil- brigðisstétta, kynbundnum launa- mun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftir- spurnar ræður launum og launaþró- un stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvenna- stéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðu- neytinu og Samtökum atvinnulífs- ins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upp- hafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en hug- lægt mat og gamlar hefðir um launa- setningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, vænt- anlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunar- fræðingar og fleiri heilbrigðismennt- aðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurð- læknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar pró- sentur og krónur, það sýna gögn fjár- málaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upp- hafspunkt sem ekki hefur verið not- aður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumark- aði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjara- deildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals. Kjaramál heilbrigðisstétta Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh Guðmundur Steingrímsson Í DAG VIÐURKENNDIR ÞJÓNUSTUAÐILAR HEKLU Verður þú á ferðinni í sumar? Fyrirbyggjandi skoðun á bílnum fyrir sumarið gæti bjargað fríinu. Kynnið ykkur þá þjónustu sem er í boði fyrir hvert merki hjá þeim þjónustuaðila HEKLU sem er næstur þér. Við erum til staðar fyrir þig! Bílaverkstæði Austurlands Miðás 2, 700 Egilsstaðir 470-5070 info@bva.is Bílaverkstæði K.S. Hesteyri 2 550 Sauðárkróki 455-4570 gunnar.valgardsson@ks.is Bílaverkstæði SB á Ísafirði Sindragötu 3 456-3033 verkstjori@bsb.is HEKLA Reykjanesbæ Njarðarbraut 13 260 Reykjanesbær 590-5090 fyrirspurnrnb@hekla.is Kletthálsi 9, 110 Reykjavík 568-1090 bilson@bilson.is Laugavegur 170, 105 Reykjavík 590-5030 thjonusta@hekla.is Þórsstíg 4, 600 Akureyri 461-6060 verk@holdur.is Hrísmýri 3 800 Selfossi 482-4012 bvklettur@selfoss.is  Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjar- lægt þetta markmið er. Kraftar sam- félagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar sam- félagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkom- lega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægj- unni án þess að kollvarpa efnahags- lífinu. Það er úr vöndu að ráða. Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskóla- nám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmál- unum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn. Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera alls- herjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heil- brigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjara- baráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastig- anum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóð- ir okkar gera þetta svona. Kjara- málin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skil- greina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu. Getur ekki einhver reddað því? Varðandi kjaramál S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 9 . J Ú L Í 2 0 1 8 0 9 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 6 -A B 2 C 2 0 5 6 -A 9 F 0 2 0 5 6 -A 8 B 4 2 0 5 6 -A 7 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.