Fréttablaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
.
Á þessum
tæplega 30
árum dóu
544 börn á
burðarmáls-
skeiði. Við
getum gert
betur og
munum gera
betur.
En niður-
staðan er sú
að sænskir
lífeyrisþegar
fá sáralítið
greitt úr
sínum ríkis-
sjóði.
Í umræðu um eftirlaun aldraðra á Íslandi er oft vitnað í tölur frá velferðarríkjum Norðurlanda og frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Í
grein Finns Birgissonar, Ellilífeyrir – er tekjutengdur
persónuafsláttur lausnin? í Kjarnanum 1. júlí sl., er
vitnað í tölur frá OECD um að íslenska ríkið verji
2,6 prósentum af vergri lands fram leiðslu til líf eyris
aldr aðra. Svo er bætt við að sams konar tölur frá
Norðurlöndum séu 5,4-11 prósent.
En það þarf að rýna vel í þessar tölur frá OECD.
Tökum tölur frá Svíþjóð sem dæmi. Það eina sem
ríkið borgar beint til aldraðra er svokölluð „garanti
pension“ og er hún innan við 100 þúsund ISK á
mánuði. Þetta er hliðstætt grunnlífeyrinum íslenska
sem nú hefur verið aflagður.
Hins vegar sér sænska ríkið um að borga út
peninga til aldraðra úr „almän pension“ kerfinu.
Þetta eru hins vegar peningar sem innheimtir eru í
formi atvinnurekendagjalds og eru þeir ávaxtaðir
í sérstökum sjóðum, „AP fonder“. Þessir peningar
eru því í raun höfuðstóll og ávöxtun eigin sparnaðar
launþega og á því ekki telja sem framlag skattgreið-
enda. Miklar tekjuskerðingar gilda gagnvart „garanti
pension“.
Hins vegar má ekki gleyma því að það er ódýrara
að lifa í Svíþjóð en á Íslandi og gamla fólkið þar í
landi fær ýmsa neysluafslætti og opinbera styrki í
meira mæli en á Íslandi. Einnig ber að nefna við-
bótarlífeyrissjóði, t.d. „KPA“, sem atvinnurekendur
greiða í og svo eru til lífeyrissjóðir sem launþegar
geta valið og greitt sjálfir í, „Premiepension“.
Allur samanburður á lífskjörum á milli landa er
erfiður og þarf því að athuga vel hvað átt er við þegar
tölfræðileg gögn eru birt og dregnar áyktanir af þeim.
En niðurstaðan er sú að sænskir lífeyrisþegar fá
sáralítið greitt úr sínum ríkissjóði.
Nágrannalöndin og
OECD – Hinn eilífi
samanburður
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
leysir Xd Vg af í náttúruvernd?
Strandamenn hafa síðustu daga
fagnað ýmsum frægum gestum,
þar á meðal Bjarna Benediktssyni
fjármálaráðherra og Þóru Margréti
Baldvinsdóttur, konu hans, auk
Bjarna Ármannssonar kaupsýslu-
manns og Helgu Sverrisdóttur,
dóttur Guðrúnar Helgadóttur,
fyrrverandi þingkonu Alþýðu-
bandalagsins, forvera Vinstri
grænna, og fleiri áhrifamanna úr
stjórnmálum og viðskiptalífi. Í gær
fóru þau í útsýnisferð um Ófeigs-
fjörð, þar sem til stendur að skrúfa
fyrir fossaperlurnar með virkjun
Hvalár og hafi mannskapurinn
heillast upp við fossa gæti þetta
ferðalag dregið stórpólitískan
slóða á eftir sér.
Skriðdreka í stað dráttarvélar?
Guðmundur Ingi Guðmundsson,
umhverfisráðherra VG, hefur
verið ósýnilegur í umræðunni um
virkjun í Ófeigsfirði. Sama verður
ekki sagt um Davíð Oddsson, rit-
stjóra Morgunblaðsins, sem gerði
stólpagrín að virkjanaáformum í
Víkverjapistli í síðasta mánuði og
gaf tóninn fyrir nýjan og mögulega
umhverfisvænni Sjálfstæðisflokk.
Á Ströndum hefur að sögn ekki
sést Vinstri grænn frambjóðandi
misserum saman. Það skyldi þó
aldrei verða Sjálfstæðisflokkurinn
sem bjargar stærstu ósnortnu víð-
ernum Evrópu? Fari svo að Davíð
og Bjarni pakki saman í vörn fyrir
fossana í Ófeigsfirði er hætt við að
virkjunarsinnar þurfi að grípa til
stórtækari vinnuvéla en traktors-
gröfu í baráttunni.
thorarinn@frettabladid.is
Á síðustu áratugum hefur einstakur árangur náðst hér á landi í því að draga úr burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða. Fyrst og fremst má rekja þennan góða árangur til öflugrar mæðraverndar á vegum heilsugæsl-
unnar og til þeirrar óeigingjörnu vinnu sem unnin er
á Barnaspítala Hringsins.
Á dögunum birti Læknablaðið rannsókn sem tók
til burðarmálsdauða á tæplega þrjátíu ára tíma-
bili, eða milli áranna 1988 og 2017. Niðurstöðurnar
voru þær að tíðni burðarmálsdauða – sem tekur til
fæðingar andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7
dögum eftir fæðingu – lækkaði að meðaltali um 3,3
prósent á ári á tímabilinu. Að sama skapi lækkaði
dánartíðni barna af völdum meðfæddra galla um 4,8
prósent á ári.
Burðarmálstímabilið, sem nær frá tuttugustu
viku meðgöngu til og með fyrstu viku í lífi barnsins,
er viðkvæmasta tímabil í lífi hverrar manneskju.
Dánartíðni er hvergi hærri á lífsleið einstaklingsins
en á þessum örfáu mánuðum.
Eins og rannsóknarhöfundarnir benda á í rann-
sókn sinni er tíðni burðarmálsdauða hér á landi
með því lægsta sem þekkist í heiminum. „Ljóst er af
framanskráðu að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur
á valdi sínu tækni og þekkingu til að gera vel hvað
burðarmálsdauða varðar,“ rita höfundarnir í niður-
lagi sínu.
Í allri umræðu um kaup og kjör heilbrigðisstarfs-
fólks, aðbúnað þess og óskir, áhyggjur þess og okkar
af stöðu heilbrigðismála á Íslandi, þá er brýnt að við
séum meðvituð um þennan einstaka árangur. Því
hann er ekki sjálfgefinn.
Þar með er ekki sagt að orrustan sé unnin, þvert
á móti. Á þessum tæplega 30 árum dóu 544 börn á
burðarmálsskeiði. Við getum gert betur og munum
gera betur. En um leið taka við áskoranir af öðrum
toga. Höfundarnir undirstrika þá flóknu siðferðilegu
stöðu sem komið getur upp með notkun öndunar-
véla og annarrar nútímatækni og spyrja hvort rétt-
lætanlegt sé að halda lífi í börnum sem munu búa
við mikla fötlun og verulega skert lífsgæði. Þetta
eru erfiðar spurningar, en svör við þeim eru rökrétt
skref í þróun heilbrigðiskerfis sem náð hefur þessum
árangri.
Slíkt kerfi – stofnanirnar og fólkið sem skipa það
– verður um leið að horfa út á við. Þó svo að burðar-
málsdauði sé tiltölulega lítið vandamál hér á landi
þá er hann sannarlega hnattrænt vandamál. 98 pró-
sent slíkra tilfella eiga sér stað í lágtekjulöndum og í
heiminum öllum deyja tæplega 6 milljónir barna á
þessu tímabili í lífi sínu.
Á sama tíma og við íhugum næstu skref í eflingu
hins íslenska heilbrigðiskerfis og freistum þess að
svara þeim fjölmörgu flóknu siðferðisspurningum
sem þarfnast svara á næstu áratugum verðum við
einnig að horfast í augu við þá siðferðilegu skyldu
sem hvílir á okkur að miðla af reynslu okkar.
Burðarmál
2 4 . j ú l í 2 0 1 8 Þ R I Ð j U D A G U R8 s k o Ð U n ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð
SKOÐUN
2
4
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
7
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
2
-3
7
2
8
2
0
7
2
-3
5
E
C
2
0
7
2
-3
4
B
0
2
0
7
2
-3
3
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K