Fréttablaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 12
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ágúst Jóhannsson
frá Teigi,
lést sunnudaginn 22. júlí á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Grund.
Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni
í Reykjavík mánudaginn 30. júlí kl. 13.
Sigrún Runólfsdóttir
Unnur Ágústsdóttir
Margrét Ágústsdóttir
Runólfur Ágústsson Áslaug Guðrúnardóttir
Jóhann Ágústsson Aðalheiður Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kári Sigurjónsson
fv. leigubifreiðastjóri,
andaðist þann 11. júlí sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar
þakkir til starfsfólks Skjóls fyrir hlýhug og umönnun.
Steinunn S. Káradóttir Hjörtur Hjartarson
Páll Kárason Málfríður Baldursdóttir
Sigurjón Kárason Vigdís Helga Eyjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
Þorsteins Leifssonar
bifreiðastjóra,
Birkilundi 19, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grenihlíðar
á dvalarheimilinu Hlíð.
F.h. aðstandenda,
Hrafnhildur Baldvinsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hrafnhildur Jónsdóttir
frá Stóru-Ávík, Árneshreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi sunnudaginn 15. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 27. júlí kl. 13.
Elías Ólafur Magnússon
Magnús Guðberg Elíasson
Guðmundur Elíasson
Unnar Aðalsteinn Elíasson Margrét Þórðardóttir
Ingibjörg Anna Elíasdóttir Þröstur Karlsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Kærar þakkir fyrir veitta samúð og
stuðning við andlát og útför
elskulegs bróður míns,
Héðins Heiðars
Baldurssonar
Útförin fór fram í kyrrþey.
Fyrir hönd ættingja,
Júlía Sigurgeirsdóttir
Ástkær móðir mín,
Helga Th. Laxdal
Mosarima 1, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
í Grafarholti þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Líney Lúðvíksdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
systir, amma og langamma,
Áslaug Bennie Þórhallsdóttir
fv. sjúkraliði,
Krókamýri 78, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi miðvikudaginn 18. júlí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.00.
Runólfur Sigurðsson
Anna Margrét Guðjónsdóttir
Þórhallur Biering Guðjónsson
Baldvin Guðjónsson
Þórhildur Þórhallsdóttir Donovan
Ingibjörg Erla Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bour-nemouth í Englandi sem byrjar
nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu
þau börnin opna ítalska mótið í sam-
kvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri
keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu
þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri
sig þannig að þau virðist geta dansað enda-
laust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur,
hvort þau verði aldrei þreytt.
„Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“
svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga
dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í
keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum
keppnum erlendis eru fimm dansar í
hvorum flokki, samkvæmisdönsum og
suðuramerískum dönsum.“
Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir
Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja
ára en hafa dansað saman í hálft annað ár,
eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn
æfa þau alla daga nema mánudaga og sum-
arið er ekki laust við æfingar þegar keppnir
eru fram undan, eins og nú.
„Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“
útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað
áfram að dansa en þá keppum við við eldri
krakka og verðum bara að miða við okkur
sjálf og gera betur og betur.“
„Þá verðum við í unglingaflokki I. Það
þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir
Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta
miklu máli, þeir verði að smellpassa, sér-
staklega í suðuramerísku dönsunum.
Fjórar keppnir eru fram undan á þessu
ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í
Hollandi og ein París í desember. „Parísar-
keppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram.
Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei
láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum
okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa
Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dans-
inn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita
og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og
hnífagaldri. Hann segir framtíðina alger-
lega óráðna en Ágústu Rut langar að verða
dansari og líka fatahönnuður sem saumar
danskjóla og dansföt. gun@frettabladid.is
Svífa um í enskum vals
Ágústa Rut Andradóttir og Sverrir Þór Ragnarsson eru bæði ellefu ára og í hópi bestu
dansara heims í sínum flokki. Þau eru á leið til Englands í keppni nú í vikunni.
Það er ekki bara fótaburðurinn sem skiptir máli í dansinum heldur líka danshaldið,
líkamsstaðan og fatnaðurinn, og skórnir verða að smellpassa. Fréttablaðið/anton brink
1896 Nunnur koma til Íslands í fyrsta sinn eftir siðaskipti.
Þær eru fjórar og setjast að til að vitja sjúkra og annast
hjúkrun. Koma nunnanna markar upphaf starfs St. Jósefs-
systra í Reykjavík og Hafnarfirði.
1933 Ferðafélag Íslands fer í sína fyrstu Þórsmerkurferð.
1956 Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks sest að völdum. Stjórnin sat í tvö ár undir forsæti
Hermanns Jónassonar.
1961 Júrí Gagarín, fyrsti geimfari sögunnar, kemur við á
Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir í fyrstu
geimferðina.
1966 Michael Pelkey stekkur fyrsta BASE-stökkið af fjall-
veggnum El Capitan í Bandaríkjunum, ásamt Brian Schubert.
Báðir beinbrotna.
1982 Gullleitarmenn á Skeiðarársandi telja sig hafa fundið
gullskipið Het Wapen von Amsterdam en þegar til kom
reyndist um að ræða flak af þýska togaranum Friedrich
Albert frá Getsemünde sem strandaði 19. janúar árið 1903.
Merkisatburðir
2 4 . J ú l í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R12 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð
tímamót
2
4
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
7
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
2
-5
9
B
8
2
0
7
2
-5
8
7
C
2
0
7
2
-5
7
4
0
2
0
7
2
-5
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K