Fréttablaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 29
Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land
KLEMENZ Hettupeysa Kr. 8.990.-
ÞÍN ÚTIVIST
ÞÍN ÁNÆGJA
REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • LAUGAVEGUR 1 • SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 38 • LAUGAVEGUR 89-91 OUTLET • FÁKAFEN 9 OUTLET
AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20 • VESTMANNAEYJAR BÁSASKERSBRYGGJA 2
VERSLANIR
ICEWEAR
dampi á sviðinu tónleika eftir tón-
leika.
„Við viljum bara allir gera okkar
besta fyrir aðdáendurna, hver
annan og krúið okkar. Hver og einn
hvetur hina áfram með einurð sinni
og sviðsframkomu,“ segir Axl.
Hafið þið upplifað einhverja sér-
staklega eftirminnilega hápunkta á
þessu langa tónleikaferðalagi?
„Hverjir tónleikar og sérhver
áhorfendahópur eru einstakir. Það
er alltaf eitthvað öðruvísi og eftir-
minnilegu augnablikin eru jafn ólík
og þau eru mörg.“
Það er síður en svo gefið og ekki
heiglum hent að spila á fullu í þrjár
og hálfa klukkustund á hverjum
tónleikum. Hvað gerið þið til þess
að geta haldið þetta út tónleika eftir
tónleika?
„Við erum ólíkir einstaklingar og
hver og einn hefur sínar aðferðir til
þess að halda sér í líkamlegu formi
fyrir þetta en þegar upp er staðið
þá verður maður bara að gera það
sem maður gerir til þess að geta gert
það sem við gerum,“ segir Axl um
þá einföldu heimspeki sem heldur
bandinu fersku.
Búnir að vera lengi á leiðinni
Með tónleikum ykkar í Reykjavík
rætist áratugagamall draumur fjöl-
margra íslenskra aðdáenda ykkar.
Hafið þið einhvern tímann áður
íhugað að spila á Íslandi og vissuð
þið yfirleitt af því að landið væri til
þegar vinsældir ykkar voru í algeru
hámarki í kringum 1990?
„Já. Okkur hefur lengi langað til
þess að halda tónleika á Íslandi og
auðvitað vissum við af því að þetta
land væri til!“
Fylgir því einhver sérstök tilfinn-
ing að stíga á svið á nýjum stað eftir
allan þennan tíma í bransanum?
„Við hugsum um það eitt að gefa
okkur alla í að standa undir vænt-
ingum aðdáenda okkar þannig að
þeir skemmti sér vel og fari ánægðir
af tónleikunum. Og kannski eignast
einhverja nýja aðdáendur í leiðinni
úr hópi þeirra sem mögulega mættu
bara til þess að sjá út af hverju öll
lætin og tilstandið eru.“
Óhætt er að segja að bæði aðdá-
endur ykkar og bransinn hafi tekið
endurkomu ykkar á Not in This
Lifetime-tónleikaferðinni gríðar-
lega vel. Hefur þetta kveikt í ykkur
löngun til þess að koma með nýtt
efni í nánustu framtíð?
„Akkúrat núna einbeitum við
okkur bara að túrnum og næstu
tónleikum en stemningin er góð og
þetta hefur gengið það vel að það er
aldrei að vita.“
Íslendingar eru dálítið sjálfmiðuð
þjóð og einhverra hluta vegna voða-
lega uppteknir af viðhorfum heims-
frægra gesta sinna til lands og þjóðar
þannig að ég verð að biðja þig að
virða það við mig að ég slengi á þig
nokkrum alíslenskum spurningum.
Eruð þið með eitthvað sérstakt
í huga sem ykkur langar að gera á
meðan þið eruð á Íslandi og eru ein-
hverjar líkur á því að þið staldrið við
og slakið á hérna eftir tónleikana
sem eru þeir síðustu á þessu langa
tónleikaferðalagi?
„Það væri mjög næs en satt best
að segja hef ég ekki hugsað svo
langt.“
Hafið þið heyrt í einhverjum
íslenskum tónlistarmönnum sem
hafa vakið sérstaka athygli ykkar?
Við hugsum um
það eitt að
gefa okkur alla í að
standa undir Vænt-
ingum aðdáenda
okkar þannig að þeir
skemmti sér Vel og
fari ánægðir af
tónleikunum.
Við erum
ólíkir ein-
staklingar og hVer og
einn hefur sínar
aðferðir til þess að
halda sér í líkamlegu
formi fyrir þetta en
þegar upp er staðið þá
Verður maður bara að
gera það sem maður
gerir til þess að geta
gert það sem Við gerum
„Ég held að Björk sé ein sú allra
þekktasta og ég er mikill aðdáandi
hennar.“
Er eitthvert ákveðið lag á dag-
skránni ykkar sem er í sérstöku
uppáhaldi hjá ykkur og kippir ykkur
alltaf í gírinn þegar þið leikið það á
sviði?
„Ég er ekki viss um að „kippa
okkur í gírinn“ sé rétta orðalagið
en um þessar mundir nýt ég þess í
botn að syngja Wichita Lineman,“
segir Axl en sveitin hefur tekið sína
útgáfu af þessu fornfræga lagi Glens
Campbell, sem lést í fyrra, á tón-
leikum sínum á þessum túr.
„Straumarnir frá þessu lagi eru svo
áleitnir, sérstaklega eftir að Glen féll
frá og fyrir mér minnir hljómburð-
urinn í okkar útgáfu mjög á gamla
Guns-sándið.“ thorarinn@frettabladid.isAxl Rose gerir einfaldlega það sem þarf að gera til að rokka eins og 1987.
L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 21Þ R i ð J U D A G U R 2 4 . J ú L í 2 0 1 8
2
4
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
7
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
2
-4
F
D
8
2
0
7
2
-4
E
9
C
2
0
7
2
-4
D
6
0
2
0
7
2
-4
C
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K