Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 28
Christina Baranski, Judy Cramer, Cher, Jessica Keenan Wynn, Alexa Davies, Meryl Streep, Amanda Seyfried og Lily James skörtuðu sínu fegursta þegar Mamma Mia! Here We Go Again var frumsýnd í London í síðustu viku. Lily James er vel þekkt leikkona úr bresku þáttunum Downton Abbey. Aðdáendur hennar þaðan þekkja hana undir nafninu Lady Rose MacClare. Lily fer með hlutverk Donnu á yngri árum en Meryl Streep leikur hana eldri. Það er á þeim tíma sem Donna kynnist grísku eyjunni og djammar á fullu blússi. Lily hefur sagt í viðtali að hún hafi alltaf haft gríðarlega mikið dálæti á Meryl Streep og táraðist þegar hún hitti hana í fyrsta skipti. Þar fyrir utan fannst henni ævintýri líkast að hitta höf- undana, þá Björn og Benny, í eigin persónu. Þeim bregður reyndar fyrir í myndinni, Benny sem píanó- leikara og Björn sem háskólapró- fessor. Lily segir að það hafi verið dásamlegt að fá tækifæri til að leika í Mamma Mia, fá að ferðast og starfa með svona mögnuðum Hollywood-stjörnum. Lily, sem er fædd 1989, hefur leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún vakti meðal annars athygli í myndinni Cinderella frá árinu 2015 þar sem hún lék aðalhlutverkið. Meðal annarra þekktra kvikmynda er Burnt þar sem Bradley Cooper fór með hlutverk matreiðslumanns. Lily fæddist í Surrey á Englandi. Faðir hennar, Jamie Thomson, er leikari og tónlistarmaður. Amma hennar var þekkt amerísk leik- kona, Helen Horton, sem lék meðal annars í Alien og Superman 3. Lily útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 2010. Það má með sanni segja að hún sé leikkona á uppleið. Samkvæmt gagnrýnanda CNN kemur Lily með ferskan andblæ inn í kvikmyndina ásamt Cher, sem leikur ömmu Sophie og Andy Garcia sem fer með hlutverk Fernando sem tengist auðvitað samnefndu lagi Abba. Leikarar úr fyrri kvikmyndinni eru þarna eins og Meryl Streep, Amanda Seyfried, Colin Firth, Stellan Skarsgård og Pierce Brosnan ásamt stórum hópi dansara. Mamma Mia! Here We Go Again er kannski ekki besta mynd í heimi en hún flytur okkur mikla hlýju, gleði og góða tónlist. Það er nægilegt til að gera sér ferð í bíó, segir gagnrýnandinn. Það eru liðin tíu ár frá því fyrri myndin var frumsýnd og eignaðist milljónir aðdáenda. Heil tíu ár frá því lögin Dancing Queen, Take a Chance on Me og Super Trouper lifnuðu við á hvíta tjaldinu. Í nýju myndinni syngur Cher hið þekkta lag Fernando til Andy Garcia og hann tekur undir. Þau þykja fara á kostum. Aðdáendur Abba fá að heyra mörg lög í þessari nýju mynd og margar minningar vakna hjá þeim hópi sem upplifði hljóm- sveitina á áttunda áratugnum. Úr Downton Abbey í Mamma Mia Kvikmyndin Mamma Mia! Here We Go Again hefur fengið góða dóma og helstu sérfræðingar segja að hún eigi fullan rétt á sér. Mörgum nýjum andlitum bregður fyrir í myndinni og meðal þeirra er leikkonan Lily James. Lily James fer með hlutverk Donnu á yngri árum og fær góða dóma. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Elizabeth McGovern og Lily James í partíi sem haldið var til heiðurs þátt- unum Downton Abbey. Þær eiga báðar ættir að rekja til Bandaríkjanna. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 36-56 VERÐHRUN Á ÚTSÖLUNNI ENN ER HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Ný sending af SHAPE gallabuxum stendur undir nafni 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 6 -0 6 5 0 2 0 7 6 -0 5 1 4 2 0 7 6 -0 3 D 8 2 0 7 6 -0 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.