Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 6
Fæst í Olís um allt land. GLANSANDI HREINN BÍLL! Þegar þú vilt þvo bílinn að utan, bóna, pússa rúður, þrífa mælaborðið eða innréttinguna, jafnvel fríska upp á litinn á hjólbörðunum. Rekstrarland er hluti af OlísRekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfa­ umsýslu annars vegar og lánaum­ sýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Frétta­ blaðið. Sögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjár­ málamarkaðinn innan fyrirtækis­ ins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Soft­ ware til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árun­ um 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagn­ aður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 pró­ senta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður. Ætluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbún­ aðarlausnum fyrir banka og fjár­ málafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvu­ deildar hjá Landsbankanum í Lúx­ emborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Mar­ tijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evr­ ópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrir­ tæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxem­ borg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vett­ vangi. Hann segir kaupverðið trún­ aðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir Hollenskt fyrirtæki í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans hefur keypt fjártæknifyrirtækið Libra sem er leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Stofnuðu Five Degrees eftir fjármálahrunið og keyptu tölvukerfi Landsbankans í Lúxemborg af þrotabúinu. Kauphöllin seldi Libra árið 2009 til starfsfólks og fjárfesta. Libra selur hugbúnað sinn til fjármálafyrirtækja á Íslandi og hefur náð mjög stórri markaðshlutdeild. NoRdIcPhotoS/Getty Viðskipti Framtakssjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku, hagnaðist um 166 milljónir króna árið 2017 saman­ borið við 103 milljóna króna tap árið áður. Í fyrra var gengið frá sölu á óbeinum eignarhluta sem nam um 29 prósentum í Ölgerðinni. Sjóður­ inn átti útistandandi kröfu fyrir hluta kaupverðs upp á 726 milljónir króna við árslok. Þá var hlutur í 365 seldur og sjóðurinn fékk árangurstengda greiðslu vegna sölu á Ygg drasil árið 2016. Auður I keypti í Ölgerðinni 2010 en árið 2016 seldu hluthafar, sem fóru fyrir 69 prósentum, hlut sinn. Kaup­ endur voru Akur í stýringu Íslands­ sjóða og Horn III í stýringu Landsbréfa og einkafjárfestar. Sjóðurinn á meðal annars 81 prósents hlut í Já og helm­ ings hlut í Íslenska gámafélaginu. – hvj Viðsnúningur í rekstri Auðar I kjaramál Sjö ljósmæður höfðu dregið uppsagnir sína til baka á Landspítalanum í kjölfar þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í deilu ljósmæðra og ríkisins var sam­ þykkt í kosningu Ljósmæðrafélagsins í gær. Sömu sögu var ekki að segja af heilbrigðisstofnunum á landsbyggð­ inni þar sem engin ljósmóðir hefur dregið uppsögn sína til baka eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Páll Matthíasson, forstjóri spítal­ ans, segir að hann vonist til þess að þær ljósmæður sem þegar eru hættar snúi aftur. „Það er þó fagnaðarefni að ákveðinn hópur hefur þegar ákveðið að slíðra sverðin,“ segir Páll, sem telur að margir samverkandi þættir hafi orðið til þess að samningar náðust. „Þegar deila er komin í óefni þá leggja allir sitt af mörkum til að finna lausn.“ Þó að samningar hafi náðst er spítalinn enn á viðbragðsáætlun. „Við þurfum enn að reiða okkur á aðstoð annarra stofnana, en það gengur betur að manna vaktir.“ Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu með 95,1 prósenti atkvæða. Á kjörskrá voru 247 og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Miðlunartillagan felur í sér sambæri­ legar hækkanir og samningur sem gerður var 29. maí en sérstökum gerðardómi verður falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu. Gerðardómur mun ljúka störfum fyrir 1. september 2018. – ósk Sjö ljósmæður á Landspítalanum dregið uppsagnir sínar til baka Það er þó fagnaðar- efni að ákveðinn hópur hefur þegar ákveðið að slíðra sverðin. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans Mest lesið 1 Hátt í 200 lítrar af eldsneyti láku á vatnsverndarsvæði 2 Slash er ekkert að slóra: Mættur í Leifsstöð 3 Ríkissáttasemjari segir um leiðan misskilning að ræða 4 Segir „upphlaup“ stjórnar koma sér á óvart 2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F i m m t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 6 -1 5 2 0 2 0 7 6 -1 3 E 4 2 0 7 6 -1 2 A 8 2 0 7 6 -1 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.