Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það felst þó ákveðin frekja í kröfunni um að bílar eigi skilyrðislaust að eiga forgang í umferðinni. Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem sam- svarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðar- launum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is VAKÚMVÉLAR Mikið úrval af tækjum sem henta einstaklingum og fyrirtækjum ... og svo miklu meira HAKKAVÉLAR Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjár- hagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verð- tryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborg- uðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af náms- lánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinn- ingur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttar- félaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almanna- tryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Tólfti mánuðurinn Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM Meirihluti borgarstjórnar er skamm-aður fyrir margt enda ekki alveg syndlaus. Sannarlega er nauðsyn að veita meirihlutanum aðhald en það er samt ekki allt sem aflaga fer í borginni honum að kenna. Meirihlutinn ber til dæmis ekki ábyrgð á því hversu þung bílaumferð er orðin í borginni. Slík þróun er nánast óumflýjanleg í nútímasamfélagi þar sem fólki fjölgar stöðugt, vill eiga bíl og krefst þess að komast á honum nánast hvert sem er. Vissulega á fólk að fá að komast á flesta staði á þarfasta þjóninum, en það felst þó ákveðin frekja í kröfunni um að bílar eigi skilyrðis- laust að hafa forgang í umferðinni. Þessi krafa lýsir skilningsleysi á umhverfinu og ber jafnframt vott um skeytingarleysi gagnvart því. Ákveðin svæði bera vissulega mikla bílaumferð en verða fyrir vikið ansi ókræsileg. Miðbærinn ber slíka umferð alls ekki. Ýmsir vilja þó ekki horfast í augu við það og tala beinlínis eins og bílaumferð sé svipuð og hún var fyrir um hálfri öld. Það er hún engan veginn, hún er gríðarlega þung og jafnframt mengandi. Ekki verður heldur séð að hún stuðli að fjölbreyttu mann- lífi því fólk situr fast í bílum sínum og helsta hugsun þess að er að komast sem fyrst á áfangastað. Flest sem hindrar það skapar pirring. Það er yfirlýst stefna borgarstjórnarmeirihlutans að stuðla að fjölbreyttu mannlífi í aðlaðandi mið- borg. Þetta er hið fínasta markmið en því verður ekki náð með því að gera miðbæ Reykjavíkur að bílasvæði. Það eru göngugötur sem skapa stemningu og sjarma. Blessunarlega eru þó nokkrar götur í miðbænum göngugötur hluta ársins og þeim ætti að fjölga, eins og meirihluti borgarstjórnar hefur áhuga á. Meirihluti Reykvíkinga virðist vera sammála þessum áherslum eins og sýnir sig í nýlegri könnun Maskínu. Þar kemur fram að 77 prósent íbúa telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlífið í borginni. Einungis 8 prósent eru á því að þær hafi neikvæð áhrif og 5 pró- sent eru alfarið á móti göngugötum. Sá óánægjuhópur samanstendur sennilega aðallega af bílaeigendum sem fá ekki bílastæði nákvæmlega þar sem þeir vilja. Þeir þurfa því að hluta til að ganga á áfangastað, sem er bæði hollt og gott. Fólk ætti að gera meira af því að ganga, þannig er hægt að njóta umhverfisins mun betur en inni í læstum bíl. Svo skjóta góðar hugmyndir iðulega upp kollinum meðan fólk er á göngu. Þeir sem ergja sig yfir göngugötum og forðast þær jafnvel ættu að gera tilraun á sjálfum sér. Fara á göngu- götur, virða fyrir sér mannlífið sem þar er að finna og slaka örlítið á. Eftir það gæti nefnilega vel gerst að þeim þætti hlutskiptið að dúsa í bíl sínum hluta dags ekki jafn eftirsóknarvert og áður. Könnun Maskínu sýnir að nokkrar líkur eru einmitt á því að þetta gerist því þar kemur fram að jákvæðni fólks til göngugatna eykst eftir því sem það fer oftar þangað. Meirihluti borgarstjórnar ætti að lengja tímabil göngugatna og einhverjar götur ættu að vera göngu- götur allt árið. Einmitt þannig verður borgarsjarmi til. Borgarsjarmi alþingi til bjargar Það verður að viðurkennast að fulltrúar í sveitarstjórnum landsins hafa undanfarið verið ansi fyrirferðarmiklir á þessum vettvangi. Hæst ber þar auð- vitað hinar ýmsu furðulegu uppákomur sem átt hafa sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Því er iðulega haldið fram að fyrir stjórnmálamenn sé betra að fá athygli fyrir eitthvað nei- kvætt en að fá alls enga athygli. Þegar kemur að borgarstjórn Reykjavíkur má hins vegar efast um þau sannindi. Borgarfulltrúar eru beðnir um að sýna biðlund því það glittir í björgunarsveitina. Alþingi verður sett í næstu viku. Von fyrir bjarta framtíð? Lítið hefur spurst til Bjartrar framtíðar frá því að flokkurinn datt út af þingi fyrir tæpu ári. Þá bauð flokkurinn hvergi fram í eigin nafni í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Þau tíðindi berast nú að ESB leggi til að hætt verði að breyta klukkunni og sumartíminn gildi alfarið í ríkjum sambandsins. Eitt helsta stefnumál Bjartrar framtíðar fólst í því að klukk- unni á yrði seinkað. Nú hljóta forráðamenn Bjartrar framtíðar að vona að umræðan frá ESB skili sér til Íslands og flokkurinn endurheimti þar með erindi sitt í íslenskum stjórnmálum. sighvatur@frettabladid.is 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r8 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 8 -4 6 A 0 2 0 B 8 -4 5 6 4 2 0 B 8 -4 4 2 8 2 0 B 8 -4 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.