Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 12
Fjölnir - Stjarnan 1-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (17.), 1-1 Þórir Guðjónsson (25.), 1-2 Guðjón Bald- vinsson (64.), 1-3 Ævar Ingi Jóhannesson (88.). KA - Valur 3-3 0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (15.), 1-1 Hall- grímur Mar Steingrímsson (27.), 2-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (39.), 2-2 Kristinn Freyr (53.), 3-2 Callum Williams (64.), 3-3 Birkir Már Sævarsson (90+2.). ÍBV - Víkingur R. 1-1 0-1 Geoffrey Castillion (7.), 1-1 Sindri Snær Magnússon (26.). Breiðablik - Grindavík 1-1 1-0 Thomas Mikkelsen (33.), 1-1 Will Daniels (75.). FH - KR 4-0 1-0 Robbie Crawford (11.), 2-0 Jákup Thomsen (45.), 3-0 Crawford (55.), 4-0 Þórir Jóhann Helgason (86.). Efri Valur 40 Stjarnan 39 Breiðablik 35 KR 30 FH 30 Grindavík 25 Neðri KA 24 ÍBV 23 Fylkir 22 Víkingur R. 21 Fjölnir 16 Keflavík 4 Nýjast Pepsi-deild karla Magni - ÍA 2-3 0-1 Stefán Teitur Þórðarson (8.), 1-1 Lars Óli Jessen (14.), 1-2 Jeppe Hansen (15.), 1-3 Stefán Teitur (46.), 2-3 Kristinn Þór Rós- bergsson (48.). Víkingur Ó. - Þór 2-0 1-0 Gonzalo Zamorano Leon, víti (22.), 2-0 Zamorano (73.). Inkasso-deild karla Selfoss - Dragunas 34-28 Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Árni Steinn Steinþórsson 7, Hergeir Grímsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Haukur Þrastarson 5, Guðni Ingvarsson 2, Elvar Örn Jónsson 1. Varin skot: Pawel Kiepulski 14. Liðin mætast öðru sinni í Litháen laugar- daginn 8. september. Dubrava - FH 29-33 Mörk FH: Birgir Már Birgisson 7, Einar Rafn Eiðsson 7, Ágúst Birgisson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 5, Ásbjörn Friðriksson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1. Varin skot: Birkir Fannar Bragason 11. Liðin mætast öðru sinni í Kaplakrika laugar- daginn 8. september. EHF-bikar karla Handbolti FH og Selfoss eru í afar vænlegri stöðu fyrir seinni leikina í 1. umferð EHF-bikars karla í hand- bolta eftir góð úrslit í fyrri leikj- unum á laugardaginn. FH gerði góða ferð til Króatíu og vann fjögurra marka sigur á Dubrava, 29-33. Örvhentir leik- menn FH-inga voru í aðalhlutverki því bæði Einar Rafn Eiðsson og Birgir Már Birgisson skoruðu sjö mörk. Sá síðarnefndi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir FH á laugardaginn og hélt upp á það með sjö mörkum í jafn mörgum skottilraunum. Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék einn- ig sinn fyrsta keppnisleik fyrir FH á laugardaginn og skoraði fimm mörk, líkt og Ágúst Birgisson. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á laugardaginn. Sigurvegarinn úr ein- víginu mætir Benfica frá Portúgal í næstu umferð. FH komst í 3. umferð EHF-bikarsins á síðasta tímabili og var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppnina. Selfoss vann sex marka sigur á Klaipeda Dragunas frá Litháen, 34-28, á laugardaginn. Þetta var fyrsti Evrópuleikur Selfoss síðan 1994. Þetta var jafnframt fyrsti keppnisleikur Selfyssinga í Hleðslu- höllinni sem tekur við af Vallaskóla sem heimavöllur liðsins. Hleðslu- höllin, eða Iða, var áður heima- völlur körfuboltaliðsins FSu. Einar Sverrisson hélt uppteknum hætti frá því í úrslitakeppninni síð- asta vor og skoraði átta mörk fyrir Selfoss gegn Dragunas. Árni Steinn Steinþórsson skoraði sjö mörk, Her- geir Grímsson sex og þeir Atli Ævar Ingólfsson og Haukur Þrastarson fimm mörk hvor. Pawel Kiepulski, nýr markvörður í herbúðum Selfyss- inga, varði 14 skot. Selfoss og Dragunas mætast öðru sinni í Litháen á laugardaginn. Liðið sem fer áfram mætir Ribnica frá Slóv eníu í 2. umferð. ÍBV, þriðja íslenska liðið í EHF- bikarnum, hefur leik í 2. umferð. Þar mæta Eyjamenn Pays d’Aix frá Frakklandi. – iþs Komin með annan fótinn í 2. umferðina Einar Sverrisson skoraði átta mörk og var markahæstur Selfyssinga í sigrinum örugga á Klaipeda Dragunas frá Litháen á laugardaginn. FRéttABLAðIð/EyÞÓR Sindri - ÍA 0-6 0-1 Sigrún Eva Sigurðardóttir (4.), 0-2 Unnur Ýr Haraldsdóttir (13.), 0-3 Maren Leósdóttir (26.), 0-4 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir (44.), 0-5 Snædís Logadóttir (57.), 0-6 Eva María Jónsdóttir (85.). Hamrarnir - Þróttur R. 0-4 0-1 Gabriela Maria Mencotti (32.), 0-2 Men- cotti (68.), 0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir (79.), 0-4 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (88.). Inkasso-deild kvenna Sara Däbritz sækir að Fanndísi Friðriksdóttur í leik Íslands og Þýskalands. Þjóðverjar unnu leikinn 0-2 og eru svo gott sem komnir á HM. FRéttABLAðIð/SIGtRyGGuR ARI Fótbolti „Ég er svekktur því okkur langaði svo rosalega að vinna þær aftur. Á sama tíma er ég stoltur af liðinu og þjóðinni. Þetta var sér- stakur dagur. Ég er ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleik- urinn var góður en sóknarleikur- inn gekk erfiðlega,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið eftir 0-2 tapið fyrir Þýskalandi í undankeppni HM í fyrradag. Nýtt áhorfendamet var sett á laugardaginn en 9.636 manns lögðu leið sína í Laugardalinn. Freyr viðurkenndi að Þjóðverjar hefðu verið betri en Íslendingar í leiknum og sigur þeirra hafi verið sanngjarn. „Við töpuðum fyrir betra liði. Þær eru betri en við og eru góðar. Kant- spilið þeirra var framúrskarandi. Við stóðum það vel af okkur en samt náðu þær frábærum köflum inn á milli. Þetta er heimsklassa lið sem hitti á góðan dag. Það var engin tilviljun. Þær voru vel undirbúnar og báru virðingu fyrir okkur,“ sagði Freyr. Þjálfarinn hefði viljað sjá sitt lið þjarma aðeins meira að því þýska og láta gestina gera mistök eins og í fyrri leiknum sem Ísland vann, 2-3. „Ég er mest svekktur yfir því að hafa ekki ýtt þeim í að gera mistök, því það er hægt,“ sagði Freyr. „Við náðum því 3-4 sinnum á fyrsta hálf- tímanum.“ Eftir tapið á laugardaginn er ljóst að Ísland þarf að fara lengri leið- ina inn á heimsmeistaramótið. Á morgun mæta Íslendingar Tékkum og mega ekki tapa, og verða helst að vinna, til að tryggja sér sæti í fjögurra liða umspili um sæti á HM. „Upphaflega var markmiðið að komast í umspil. Við áttum mögu- leika á að fara bónusleiðina og komast beint á HM, reyndum það en betra liðið, það þýska, fer þá leið. En það er eins gott að við klárum Tékkana og náum í umspilssætið. Þar eru þjóðir sem við getum slegið út en það verður alltaf erfitt,“ sagði Freyr. Hann segir mikilvægt að leik- menn Íslands taki ekki tapið gegn Þýskalandi of mikið inn á sig. „Eins og ég sagði fyrir leikinn eru eðlileg úrslit að við töpum fyrir Þýskalandi. En við trúum svo mikið á okkur og það fær alltaf á mann að tapa. Við þurfum að losa það út.“ ingvithor@frettabladid.is Þær báru virðingu fyrir okkur Freyr Alexandersson hefði viljað sjá Ísland setja Þýskaland í meiri vandræði í leik þeirra í undankeppni HM á laugardaginn. Hann kvaðst samt stoltur af íslenska liðinu sem þarf núna að fara lengri leiðina á HM 2019. Þetta er heimsklassa lið sem hitti á góðan dag. Það var engin tilviljun. Þær voru vel undirbúnar og báru virðingu fyrir okkur. Freyr Alexand- ersson Noregur - Ísland 69-71 Stig Íslands: Ólafur Ólafsson 19, Haukur Óskarsson 13, Collin Pryor 10/11 fráköst, Danero Thomas 8, Kristinn Pálsson 8/5 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 5, Gunnar Ólafsson 4, Ragnar Nathanaelsson 2, Emil Barja 2/9 fráköst/6 stoðsendingar. Liðin mætast aftur klukkan 16:00 í dag. Vináttulandsleikur 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á n U d a G U r12 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 8 -1 F 2 0 2 0 B 8 -1 D E 4 2 0 B 8 -1 C A 8 2 0 B 8 -1 B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.