Fréttablaðið - 10.09.2018, Side 1

Fréttablaðið - 10.09.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 0 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 Ókeypis kynningartími 11. september Ármúli 11, 3. hæð Skráning á dale.is/ungtfolk eða í síma 555 7080 Segðu þína skoðun öflugur liðstyrkur OrkuMál Á næstu þremur ára- tugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofn- unar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefnd- ar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til sam- anburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræð- ingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun lands- manna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni tals- vert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orku- skipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 mega- vött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. sveinn@frettabladid.is Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Orkustofnun telur þörf á að virkja sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum á næstu þremur ára- tugum þó að engin ný stóriðja komi til. Orkuskipti í samgöngum og aukin rafnotkun auka eftirspurnina. 6-0 Allt um martröðina í Sviss á síðum 2, 16 og 17 2.800 gígavattstundir er heildar- aukning rafnotkunar til ársins 2050 samkvæmt spá. 464 megavött er áætluð aukning í afli næstu 30 árin. Fréttablaðið í dag skOðun Guðmundur Steingríms- son skrifar um það sem gerir okkur mennsk: vitleysuna. 11 spOrt Blikar eru hársbreidd frá 17. Íslandsmeistaratitlinum. 14 plús 2 sérblöð l Fólk l Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 dóMsMál Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands fyrir rúmum mánuði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum. Þetta er í annað sinn sem maður- inn er dæmdur fyrir brot gegn börn- um sínum en hann var árið 1991 í sakadómi Austur-Skaftafellssýslu dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir brot gegn elstu dóttur sinni. Ákæra á hendur manninum var í sjö liðum en hann var sýknaður af þremur þeirra þar sem framburður brotaþola þótti ekki duga til sönn- unar gegn eindreginni neitun hans. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin voru framin í skjóli trúnaðartrausts og að um einbeittan brotavilja var að ræða. Dómurinn frá 1991 hafði ekki áhrif á ákvörð- unina. – jóe / sjá síðu 6 Maður dæmdur í annað sinn fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum sVÍÞJóð Aðeins munar um hálfu prósentustigi á hægri- og vinstri- blokkinni í sænskum stjórnmálum að kosningum þar í landi loknum. Vinstriblokkin, sem setið hefur í minnihlutastjórn, var með 40,7 pró- sent þegar Fréttablaðið fór í prent- un og hægriblokkin, Alliansen, var með 40,2 prósent. – jóe / sjá síðu 8 Mjótt á munum í þingkosningum 1 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -F 1 5 4 2 0 C 4 -F 0 1 8 2 0 C 4 -E E D C 2 0 C 4 -E D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.