Fréttablaðið - 10.09.2018, Side 8
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Sparneytnari, hagkvæmari og hljóðlátari ISUZU D-MAX
Isuzu D-Max BASIC dísil, beinskiptur. Verð: 4.990.000 kr.
Isuzu D-Max PRO dísil, sjálfskiptur. Verð: 5.850.000 kr.
164 hestöfl – 3.500 kg dráttargeta. Eyðsla frá 7,0 l/100km* E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
3
0
1
I
s
u
z
u
D
m
a
x
5
x
2
0
a
g
ú
s
t
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
SVÍÞJÓÐ Niðurstöður kosninganna
í Svíþjóð benda til þess að erfitt
gæti reynst að mynda ríkisstjórn.
Þegar eftir átti að telja um fimmt-
ung atkvæða voru blokkirnar tvær,
hægri- og vinstriblokkin, nánast
hnífjafnar. Svíþjóðardemókratar
bæta vel við sig, verða þriðji stærsti
flokkurinn á þingi, en nokkuð
minna en kannanir höfðu gert ráð
fyrir.
Spennan fyrir kosningunum hafði
verið mikil og flestir spenntastir yfir
því að sjá hve miklu Svíþjóðardemó-
kratar myndu bæta við sig. Svo mik-
ill var áhuginn að um tíma hrundi
heimasíða hins opinbera sem sá
um að birta upplýsingar um fram-
gang mála.
„Við erum að rannsaka hvað
gerðist. Þetta hefur þó engin áhrif
á úrslit kosninganna,“ segir Lars
Aden Lisinski, upplýsingafulltrúi
kjörstjórnar, við sænska ríkissjón-
varpið SVT.
Fyrstu útgönguspár sem birtar
voru gerðu ráð fyrir því að Jafnaðar-
menn, flokkur forsætisráðherrans
Stefans Löfven, yrði stærstur með
25,4 prósent atkvæða. Hægri-
flokkurinn, Moderaterna, var næst-
stærstur með 18,4 prósent og Sví-
þjóðardemókratar næstir með 16,3
prósent. Útgönguspárnar voru settar
í loftið um leið og kjörstöðum var
lokað klukkan 20 að sænskum tíma.
Útgönguspárnar reyndust hins
vegar ekki alveg réttar. Stóru flokk-
arnir reyndust fá meira upp úr kjör-
kössunum sjálfum en spárnar sögðu
til um en minni flokkarnir minnk-
uðu að sama skapi.
Í aðdraganda kosninga var nokkur
óvissa um það hvort Græningjar,
sem verið höfðu sitjandi minni-
hlutastjórn innan handar, myndu
ná inn manni á þing. Til að ná inn
manni á þingið þarf flokkur að fá
minnst fjögur prósent atkvæða
á landsvísu eða yfir tólf prósent í
stöku kjördæmi. Flokkurinn hafði
yfirleitt mælst yfir þröskuldinum
en í nokkrum könnunum stóð það
tæpt. Þegar Fréttablaðið fór í prent-
un var flokkurinn með 4,5 prósent
og virtist ætla að halda sér inni.
Hefðu Græningjar fallið út af þing-
inu hefði það verið högg fyrir rauð-
grænu vinstri. Saman höfðu flokk-
arnir 40,7 prósent og 144 þingmenn
á þeim tíma er blaðið fór í prentun.
Hægriblokkin, Alliansen, hafði hálfu
prósentustigi og tveimur þingmönn-
um minna. 175 þingmenn þarf til að
mynda meirihluta á þinginu en þar
sitja 349 þingmenn. Svíþjóðardemó-
kratar eru því í eiginlegri oddastöðu
með sína 63 þingmenn.
„Kæru Svíar. Ég veit hver er sigur-
vegari þessara kosninga. Það eru
Svíþjóðardemókratar,“ sagði Jimmy
Åkesson formaður flokksins á kosn-
ingavöku hans. Svíþjóðardemó-
kratar hafa undanfarið verið nokkuð
einangraðir en annar flokkur hefur
fengist til samstarfs við þá vegna
umdeildrar stefnu í Evrópu- og inn-
flytjendamálum.
„Ulf Kristersson [formaður Hægri-
flokksins], úrslitin liggja fyrir.
Hvernig ætlar þú að breyta stjórn-
inni? Munt þú velja Stefan Löfven
eða munt þú velja Jimmy Åkesson?“
sagði Åkesson enn fremur.
joli@frettabladid.is
Sænsku blokkirnar tvær hnífjafnar
Stuðningsmenn Svíþjóðardemókrata fögnuðu þegar úrslitin lágu fyrir þó að
þeir hafi ekki flogið jafn hátt og sumar kannanir bentu til. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Kosningarnar nú og síðast
Rauðgræna blokkin 2018* 2014
Jafnaðarmenn 28,3% (100)** 31,0% (113)
Vinstriflokkurinn 8,0% (28) 5,7% (21)
Græningjar 4,4% (16) 6,9% (25)
Samtals 40,7% (144) 42,6% (159)
Alliansen
Hægriflokkurinn 19,7% (70) 23,3% (85)
Miðflokkurinn 8,6% (30) 6,2% (21)
Kristilegir demókratar 6,4% (23) 4,6% (16)
Frjálslyndir 5,5% (19) 5,4% (19)
Samtals 40,2% (142) 39,5% (141)
Svíþjóðardemókratar 17,7% (63) 12,9% (49)
Aðeins um hálfu pró-
sentustigi munar á hægri-
og vinstriblokkinni eftir
þingkosningarnar í Sví-
þjóð. Leiðtogi Svíþjóðar-
demókrata skoraði á
formann Hægriflokksins
í ræðu á kosningavöku.
Jimmy
Åkesson,
formaður
Svíþjóðar
demókrata.
*Staðan þegar Fréttablaðið fór í prentun. ** Fjöldi þingmanna innan sviga.
1 0 . S e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A Ð i Ð
1
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
5
-1
8
D
4
2
0
C
5
-1
7
9
8
2
0
C
5
-1
6
5
C
2
0
C
5
-1
5
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K