Verslunartíðindi - 01.12.1923, Síða 8

Verslunartíðindi - 01.12.1923, Síða 8
136 VERSLUNARTÍÐINDI viku af 52 vikum ársins í höfuðstað lands- ins, hvað þá heldur á öðrum stöðum. Svona lítið vitum við um þann atvinnu- veginn sem fjárhagslegt sjálfstæðí lands- in8 verður að byggjast meira á í nánustu framtíð en nokkru öðru. Og það er verið að hæla okkur fyrir lærdóm og gáfur. Allir útgerðarmenu, allir fiskkaupmenn og yfirleitt allur almenningur á Englandi veit að 2972 tonn af fiski komu að með- altali á dag á land 1 Bretlandi árið 1922. Fiskkaupmennirnir og útgerðarmennirnir þar, vita hvað mikið af fiski kemur á land á Bretlandseyjum á hverjum degi. Þeir vita, að minsta kosti, tvisvar í viku hvað mikið kemur á land af fiski í Nor- vegi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Spáni, Portú- gal, tíándaríkjunum, Kanada, Newfound- landi, Labrador og Japan. Hjer er enginn maður til svo lærður á landinu að hann viti hvað mikið af fiski hefir komið á land eina einustu viku árs- ins 1922 í höfuðstað landsins. Þó er okk- ur talin trú um að við sjeum yfirleitt vel mentaðir menn og miklu mentaðri en all- ur almenningur í Englandi. En þó fáfræð- in sje á jafnháu stigi og hjer hefir verið bent á, i þeim málum sem okkur er nauð- synlegast að vita, þá er eins og það sje ekki neitt tiltökumál. Það hneykslar eng- an. Aftur á móti þykir það bera vott um dæmafáa fávisku og ákaflegt mentunar- leysi, ef menn skilja ekki hvað meint er með ^þjóðnýtingu, »verslunareinkasölu« og slíkra nýyrða sem móðurmálið hefir Verið auðgað af í síðustu tíð. Ef menn vildu trúa jafn auðskiljanleg- um sannleika eins og það er, að reynsl- an er meira virði en hugsjónir, fyrir vort daglega líf. Þá mundu menn fremur fylgja leiðsögu Jóns Sigurðssonar forseta í versl- unar og atvinnumálum þjóðarinnar í kom- anfii tíð, en yillukenningum rússneskra mongóla austur í Moskva, sem myndast hafa í veikluðum og sturluðum heilum þeirra, á hörmungatímum stríðsins, en eru nú sem betur fer að smá hjaðna niður aftur og taka svo að segja daglegum breytingum, eftir því sem lengra líður frá hörmunga ástandinu og skinsemin fær betur að njóta sín. Ef menn á árinu 1924 vildu strika út úr íslensku máli orðin »þjóðnýting< og >einkasala«, sem ekkí er annað en falsk- ar gillingar á hinu rammislenska alþekta og illræmda orði »Einokun«, þá mundi fljótt breytast hugsunarháttur manna á verslunar og atvinnuvegum þjóðarinnar og heilbrigðara líf færast í þjóðlif vort en það hefir haft vlð að búa síðustu árin. Ef landsstjórnin vildi gangast fyrir því að fræða fólk um hina algengustu og nauðsynlegustu hluti sem viðkoma dagleg- um líkamlegum þörfum manna, t. d. viku- legum fiskafla; ef hún vildi gangast fyrir því að nema í burtu ástæðuna fyrir þvi, að fólki finst það nauðsynlegt og þarflegt að kaupa niðursoðið fisk- og kjötmeti sem inn er fiutt frá útlöndum, svo að kaup- menn finni af reynslunni að verslun með þesskonar vörur er ekki arðberandi, munu þeir að sjálfsögðu hætta að hafa hana á boðstólum, og væri sú aðferð ólíku sam- boðnari siðuðum mönnum, sem allir vilja keppast um að sýnast vera, en bann- eða versluuarhafta-stefna sú sem hjer hefir verið ríkjandi um nokkur undanfarandi ár, þjóðinni til skammar og skaða. Þá veitti ríkisstjórnin þá bestu hjálp við sölu afurðanna, sem hugsanleg er og af henni má með sanngirni heimta í nánustu fram- tíð. a.—b.—c.

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.