Verslunartíðindi - 01.12.1923, Qupperneq 10
138
VERSLUNARTÍÐINDI
stærð, með um 400 þús. íbúa, og hefur
borgin Danzig þar af um 250 þús.
Verslun: Inn- og útfluttar vörur 1922
námu um 1 milj. smálestir. Er mikið af
því til og frá Póllandi. Af innfluttum
vörum 1922 má tilnefna 50.600 smálestir
af síld, 1800 af ull, 132 af gærum og 360
af lýsi.
Megnið af innfl. síld er frá Bretlandi,
þar næst frá Noregi. Gengur hún mest
til Póllands, Rússlands, Lithauen og Tjekko-
slóvakíu.
Eftirtektavert er það, að nokkuð af síld
hefur síðastl. ár verið innfiutt frá Alaska
og seld þangað komin á 8 amk. dollara
og þykir góð. — En annars var frágang-
ur á allri síld og umbúðum, er jeg sá
þarna mjög góður. Og geymd var hún í
góðum húsum og tunnunum aðeins staflað
í 3 raðir.
Jeg sá þar íslenska síld frá 1922, sem
Ameln hafði selt þangað á 12 sænskar
krónur tunnuna með 110 kg. — Leit hún
mjög vel út. — Mest af bresku síldinni
hafði verið selt á 24 shill. tn. cif. á 125
kg. með 8/900 síldum.
Meðjslensku síldina var þar sama við-
kvæðið sem annarstaðar, að hún þætti of
stór og of dýr, miðuð við vigtarinnihald.
Annars fann jeg samt að kaupmenn gjarn-
an vildu fá íslenska síld, því hún þykir
góð þar sem annarstaðar.
Stærsti síldarkaupmaðurinn, Pommer &
Thomsen sagðist kaupa mikið af sinni síld
með þeim skilmálum að greiða V3 fyrir-
fram og 2/b 6—8 vikum eftir móttöku.
Annars mun þetta nokkuð mismunandi,
því umboðsfirmað Fritz Bartsch sagði að
hægt væri að selja vörur þangað eða til
Póllands gegn hleðsluskjölum þar. Þetta
firma, sem fjekk bestu meðmæli þar sem
jeg spurðist fyrir um það, tekur 1—2%
í umboðslaun, eftir því hve mikið er um
að ræða. Sagðist það geta selt bæði síld,
ull,S skinn og lýsi og einnig nokkuð af
flski (helst smáflski, ýsu og upsa). En þyrfti
að hafa sýnishorn til að selja eftir.
Um Danzig býst jeg við að selja mætti
með góðum árangri töluvert af ísl. afurð-
um, sjerstaklega ull, skinn, sild og lýsi,
bæði til Póllands og Tjekkoslóvakiu.
Myntin i Danzig er þýsk, og var geng-
ið um það leyti, sem jeg var þar á ferð-
inni/tseint í ágúst 35 milj. Reichsmörk
fyrir 1 £ sterling.
6. Pólland.
Pólland er rúmlega 386 þús. ferkilo-
metrar að stærð, eða svipað og Danmörk,
Bretland, Belgía, Holland og Portúgal til
samans, meö ágætis landkostum og mikl-
um framtíðarskilyrðum. — íbúar landsins
eru nú um 30 miljónir.
Þessir eru helstu bæirnir: Warzawa með
932 þús. íbúa, Lodz með 452 þús., Lem-
berg með 220 þús., Cracow með 182 þús.,
Posen með 162 þús., Vilna 130 þús.
Eftir innlimun Efri-Schlesiu hefur Pól-
landi hlotnast mjög svo þýðingarmikið
skilyrði til þess að geta komist í fremstu
röð Evrópuríkjanna, hvað stóriðnað snert-
ir, því hinar miklu kolanámur þar gera
pólskan stóriðnað alveg óháðan öðrum
löndum. Og þess utan fengu Pólverjar
þarna mjög tilkomumiklar og fullkomnar
járn-, stál- og zinkverksmiðjur, sem koma
sjer vel við hinar miklu málmnámur í
landinu. Slæmar samgöngur og samgöngu-
tæki, standa nú blómlegri framþróun mest
fyrir þrifum, því fjárhagurinn er ekki góð-
ur til þess á skömmum tíma að kippa því
í lag, sem þarf. Svo eiga Pólverjar í erj-
um við nágrannalöndin, sjerstaklega Lit-
hauen, og kveður svo mjög að því, að
engar samgöngur eru á milli þessara landa.
En það aftrar þeim að geta notfært sjer
hin skógríku landflæmi í norðausturhluta
landsins.