Verslunartíðindi - 01.12.1923, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.12.1923, Blaðsíða 13
VERSLUNAHTÍÐINDI 141 37 milj. dollara. Er þetta afleiðing þess hve mikið hefur verið keypt af sterlings- pundum og dollurum meðan gengið var á reiki, og hefur því myndast drjúgur vara- sjóður erlendis, sem jafnframt hinum nýja gengisjöfnunarsjóði getur haft mikil áhrif á gengið. Þessar 37 milj. króna eru álitn- ar góður bakhjarl gengisjöfnunarsjóðsins, sem ekki þarf því að grída til fyrsta kast- ið. Annars eru litlar breytingar á mánað- aryfirlitinu. Veltan hefur stigið um 641,7 upp í 660 milj. Vikuvfirlitið síðast sýnir mikla aukningu seðla í umferð, eins og venjulegt er í mánaðarlok. Seðlaveltan var 486,1 milj. kr., en viku á undan var hún 431,7 milj. Gullforðinn var 2,69 milj. og gulltryggingarhlutfallið 43,8, en var 49,3 fyrir viku. Norska stórþingið hefur samþykt, að núgildandi tollur af vörum, sem reiknað- ur er eftir þyngd, skuli framvegis vera greiddur í gullkrónum. Tollmálastjórnin hefur ákveðið að fyrsta kastið verði toll- urinn reiknaður þannig, að lagður sje sam- an upphaflegi tollurinn og aukatolla og margfaldað með 1,79. Þessi ákvæði öðl- ast strax gildi. Verslunarsamningur sá, er Danmörk og Finnland hafa gjört hefur- nú verið sam- þyktur af ríkisþingi Dana. VíBÍtalan í Danmörku fyrir nóvember- mánuð hefur hækkað úr 207 upp í 210, og er það 15% hærra en á sama tima í fyrra. Er þetta aðallega sökum hækk- unar á kjöti, smjörlíki, jarðeplum, ull og bómullargarni. Aðrar vörur ýmsar, svo sem málmar og áburðarefni hafa lækkað. Vöruinnflutningur til Danmerkur í októ- ber nam 177 milj. kr., en útflutningurinn 145 miljónum. En þar af voru vörur end- ursendar fyrir 8 milj. kr. Bæði inn- og útflutningur hafa aldrei numið svo miklu undanfarandi ár. Verslunarfloti Dana var 1. janúar 1923 ■« ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 ♦ ♦ Bernh. Petersen Reykjavík. Simar: 598 og 900. Símnefni: Bernhardo. Kaupir allar tegundir af lýsi hæsta verði. Móttekið á hvaða höfn sem er. — — Greitt við útskipun. 1905 skip, og eru þar með talin skip yflr 20 tonn brutto. Tonnatalan var netto 656,200, en brutto 1054,600. Um 74,7% af þessu eru gufuskip, en þau eru aðeins einn þriðji hluti að tölu. Um % hlutar gufuskipanna, samtals 615,80 tonn brutto eru í langferðasiglingum, og þar að auki 67 vjelskip 129,224 tonn brutto. Á sameiginlegum fundi er meðlimir »Industriraadet« danska og fulltrúar »In- dustriforeningen* hjeldu nýlega í Khöfn var ákveðið að taka frumkvæði til samn- inga við iðnaðar og atvinnufyrirtæki og við yfirvöldin um það, hvort tiltækilegt sje að halda stóra alþjóðasýningu í Khöfn árið 1928í Dönsku blöðin eru þessu með- mælt og birtu bráðabirgðaráætlun eftir húsam. próf. Rosen. Er sýningunni ætlað að vera eftir þess- ari áætlun á gömlu járnbrautarstaðalóð- inni við St. Jörgens Sö. Alls er sýning- arsvæðið áætlað 300 þús. fermetrar, og útgjöldin áætluð 25 milj. kr. auk bygg- íngarkostnaðar á sýningahúsum annara þjóða. Kolaframleiöslan 1922. Eftir því, sem segir í skýrslu frá »Wirts- chaft und Statistik« hefur kolafraraleiðslan 1922 verið nálægt 1032 milj. tonn Árið

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.