Verslunartíðindi - 01.07.1924, Síða 6
82
VERSLUNARTlÐINDI
Kjöttollsmálið.
Nú fyrir stuttu er það orðið heyrum
kunnugt hver samningsniðurstaða hefur
orðið á milli Noregs og íslands hvað kjöt-
tollsniðurfærslu snertir frá Norðmanna
hendi og hlunnindi að fiskveiðum fyrir
Norðmenn frá íslendinga hálfu.
Seint í júnímánuði tilkynti atvinnumála-
ráðuneytið, að nú væri kjöttollurinn færð-
ur niður um rúmlega 25 aura á hvert kg.,
sem hjeðan væri flutt til Noregs, og er
það mikil lækkun úr því sem málum var
komið. — íslenska kjötið var fyrst tollað
í Noregi árið 1897 og var þá tollurinn
10 aura á kg. Þessi sama tollupphæð
hjelst svo óbreytt þar til árið 1922, að
tollurinn hækkaði upp í 25 aura kg.
Snemma á árinu 1923 er svo þessi tollur
hækkaður á ný um V3 og síðar á sama
ári ákveðið að hann skyldi heimta eftir
gullgildi, og átti því sú hækkun að fara
eftir gengi norsku krónunnar. Tollniður-
færslan er því nú, samkvæmt samningum,
að grunntollurinn lækkar um 25 aura
niður í 15 aura, og bætist þar við
33l/B % + gulltolli: Þann 20. júní, er
norska stjórnin auglýsti tollhækkunina.,
varð niðurfærslan úr rúmlega 63 aurum
niður í tæpa 38 aura kg.
Það sem á móti hefur komið frá ís-
lendinga hálfu, er birt í tilkynningu frá
atvinnumálaráðuneytinu hjer og fer sú til-
kynning hjer á eftir:
Innihald kjöttollssamningsins norska er það
sem hjer segir:
Gegn þeirri niðurfærslu á kjöttollinum, sem
áður hefur verið auglýst, hefur Norðmönnum
verið heitið því sem hjer greinir, um fram-
kvæmd fiskiveiðalaganna m. m,, um leið og það
hefur verið tekið skýrt fram, að ekki væri unt
að slaka neitt til á grundvallaratriðum fiskiveiða-
löggjafarinnar, meðal annars því grundvallar-
atriði, að erlendum fiskimönnum er óheimilt að
nota land eða landhelgi beinlínis eða óbeinlínis,
til þess að reka fiskivelðar þaðan eða þar:
1. Fiskistöðvar, sem Norðmeun eiga hjer á landi,
má reka áfram, meðan íslenskt saltkjöt nýt-
ur hinnar umsömdu tolllækkunar.
2. a.) Því er lofað, að skipagjaid ríkissjóðs sje
hið sama í öllum höfnum iandsins: enda
er svo að lögum; en sumlr norskir skip-
stjórar hafa kvartað yfir, að svo væri
ekki í framkvæmd.
b. ) Afgreiðslugjald og vltagjald greiðlst ekki
af norskum skipum, þótt þau leggist
fyrir akkeri í landheigi, ef þau hafa
ekkert samneyti við land.
c. ) Þegar skip leitar hafnar í neyð, greiðist
ekki fult afgreiðslugjald eða vitagjald.
3. Það skal vera leyfilegt að nota síidarbátana
til fiutninga á höfnum inni, og ákvæðin um,
að bátar skuii vera á þilfarl og veiðarfæri
innanborðs, skal framkvæma þannig, að ekki
skal átalið, þótt ekki sje farið nákvæmlega
eftir þessum ákvæðum, þegar það er ljóst
af öllum atvikum, að bátarnir eru ekki utan-
borðs til að veiða eða verka flsk í land-
helgi.
4. Þegar skip, sem hefur verið tekið fast, vill
ekki sættast á að greiða sekt heldur vlll
láta ganga dóm í málinu, ber að láta skipið
laust þegar í stað gegn tryggingu.
Að öðru leyti verður fiskiveiðalöggjöfin
framkvæmd gagnvart Norðmönnum framvegis eins
og hingað til, með velvild i þeirra garð, enda
hefur verið heitið samskonar velvild áfram meðan
íslenskt saltkjöt nýtur tolllækkunar eíns og nú.
Þess er sjerstaklega getið, að engln tilslökun
hefur verið gerð um veiðl eða verkun, eða um-
hleðslu, í landhelgi eða á höfnum inni og þá eigl
heldur um verkun í landl eða fiutning á veiði í
land.
Nú þegar hafa hafist deilur um samn-
inginn. Hefur sjerstaklega formaður Fiski-
fjelags Islands ritað um þann hlutann, er
að fiskiveiðalöggjöfinni snýr, og telur eigi
ugglaust um, að á oss hafi verið snúið í
þessu máli frá Norðmanna hálfu.
En hvort sem svo er eða ekki, má segja,