Verslunartíðindi - 01.07.1924, Page 8
84
VERSLUNARTÍÐINDI
upp í kr. 6.38 og pundið 27 50. Þann
8. júlí var dollarinn kominn upp í kr. 6 30
og pundið 27.27. Þeasi hækkun stafaði af
því, að þjóðbankinn og gjaldeyrissöfnunar-
sjóðurinn treystust ekki að halda krón-
unni stöðugri, þar til samvinna milli stjórn-
arinnar, fulltrúa stjórnmálaflokkanna og
og atvinnurekenda væri hafin, um sjer-
stakar gjaldeyrisráðstafanir. Þjóðbankinn
hefur haldið áfram iánstakmörkunarstefnu
sinni. Hafa lán hans til 4 helstu privat-
bankanna lækkað um 22 milj. kr. í júní-
mánuði, og lán þeirra aftur til atvinnu-
veganna um 41 milj. kr. Afleiðing af
þessu er meðal annars sú, að seðlaum-
ferðin hefur minkað úr 481 milj. kr. nið-
ur í 477 milj. kr. (482 milj. kr. í júní í
fyrra).
Viðskiftin hafa ekki verið mikil á kaup-
höllinni með verðbrjef og hlutabrjef.
Hlutabrjefaviðskiftin voru að meðaltali á
viku í júní 2.6 milj. kr. og verðbrjef 3,1
milj. kr. (í maí 2.8 og 3.0 milj. kr.).
Vísitalan hækkaði um 1 stig í júnímán-
uði, úr 219 upp í 220.
Verslunarjöfnuðurinn var ekki eins góður
í maí og næstu mánuði á undan Inn-
flutningurinn nam 219 milj. kr, en útflutn-
ingurinn 186 milj. kr. Mismunur þvi 33
miij. kr. (19 milj. kr. í maí 1923). Mis-
munur á innflutningi og útflutningi það
sem af er árinu nú, er þó mun minni en
á sama timabili í fyrra, 96 milj. kr. nú,
en 175 milj. kr. í fyrra.
Utflutningurinn í mai skiftist þannig
niður: Búfje fyrir 14 milj. kr., flesk og
kjöt 44 milj. kr., smjör, mjólk og ostur
58 milj. kr. og egg, feitmeti o. fl. fyrir
19 milj kr. Þessar tölur mega teljast við-
unandi, bæði hvað verð snertir og eins
hvað mikið hefur verið flutt út, þar sem
vikulega var flutt út í júní af landbúnað-
arafurðum, smjör 25.300 hkg. (23.728 hkg.
í maí), egg 842.900 stk. (972.700), flesk og
svín 39.383 hkg. (44.899) og búfje 8.413
hkg. (10.796). Verðið var að meðaltali
á viku í júní, smjör 438 kr. fyrir 100 kg.
(maí 474), flesk 206 aura kg. (197), egg
222 aura (206) og kjöt 105 aura kg. á
fæti (101).
Atvinnuleysi hefur farið að mun mink-
andi siðan í fyrra. Hundraðstala atvinnu-
lausra var í júní lok 5,1 %, en 8,1 % í
fyrra um sama leyti.
Ríkistekjurnar af neytsluskattinum námu
12,3 milj. kr. (þar af 4,6 tolltekjur), en
11,2 milj. kr. í júní 1923 (tolltekur 4,2
milj. kr.).
Noregur.
Útdráttur úr skýrslu frá norska aðal-
konsúlnum.
Reikningur Noregsbanka fyrir júnímán-
uð sýnir að seðlaumferðin hefur vaxið um
16,8 milj. kr. frá því sem hún var í maí-
mánaðarlok, og er talin 30. júní kr. 395.-
297.000. Útlán og veðbrjefakaup hafa
hækkað um 21,5 milj. kr. Þessar tölur
eru þó mun lægri en þær voru á sama
tímabili í fyrra.
Eftirspurn eftir útlendum gjaldeyri hef-
ur ekki verið mikil og veldur þar um, að
seinlegt hefur verið að kippa iðnaðar-
rekstrinum í lag eftir verkföllin, og enn-
fremur hefur innflutningur verið lítill, svo
að útlends gjaldeyris hefir ekki verið
þörf.
Á verðbrjefa- og hlutabrjefamarkaðin-
um hafa litlar breytingar verið. Þó má
telja undantekningu með hvalveiðahluta-
brjef, sem bæði hafa hækkað í verði og
um talsverð viðskifti verið að ræða.
Heildsöluverð hefur verið nálega það
sama í júní og í maí. Matvörur úr jurta-
rikinu, fóðurbætir, eldiviður, olía, járn og
málmar hafa lækkað lítið eitt, en matvör-
ur úr dýrarikinu, múrsteinn, sement, gler,
trjámauk, trjákvoða, pappír, vefnaðarvör-