Verslunartíðindi - 01.08.1936, Side 6
74
VERSLUNARTÍÐINDI
eða skemdust svo að ekki urðu notuð.
Á jörðum Skálholtsstóls er talið að fall-
ið hafi alveg 856 hús, ónothæf urðu 163
og skemd 200. Alls er talið, að ónýtst
hafi um 2000 hús. Þá var dómkirkja og
skóli flutt frá Skálholti til Reykjavíkur.
Jeg skal ekki lengja þessa lýsingu,
en vjer mættum gjarnan hugleiða
hvernig takast mundi nú aftur á vor-
um dögum, að mæta líkum erfiðleikum.
Á árunum 1783-—84 bárust í kon-
ungsgarð fregnir af þessum viðburðum
og var þar snúist til hjálpar við lands-
menn. Konungur sendi kammerherra
Levetzow með skip til Islands hinn 11.
október 1783, til þess að hann gerði
ásamt Thodal stiftamtmanni ráðstafanir
fólkinu til bjargar. I apríl 1784 var enn
ekki um það vitað í Kaupmannahöfn
hvort skipið hefði komist til Islands, en
í júlí það ár kom skirnð aftur til Kaup-
mafnnahafnar og flu'tti hinav verstu
fregnir af ástandi lands og þjóðar.
Voru margar þær ráðstafanir er
stjórnin gerði til bjargar fyrir lands-
fólkið drengilegar og djarflegar og
báru fagran vott um góðan vilja til að
ljetta neyðina og bæta úr fátækt og
skorti íólksins.
I sambandi við þessa atburði skipaði
konungur hinn 16. febrúar 1785 nefnd
hinna færustu manna til þess að athuga
alment ástand á Islandi og að gera
grein fyrir hvað nú væri hentast til þess:
að varna frekari fækkun landsmanna,
að gera byggileg á ný þau býli og
landssvæði, sem komin voru í auðn,
að fjölga búfjenaði landsmanna,
sem og hvað gera mætti helst til þess að
bæta úr afleiðingum eldgossins og jarð-
skjálftanna, en þó fyrst og fremst hvern-
ig haga mætti verslun í landinu þannig,
og leiða hana á þá braut að til undir-
búnings væri verslunarfrelsi er hæfði
kringumstæðum landsins.
Hinn 8. ágúst 1786 er skýrsla nefnd-
arinnar um verslunarmál lögð fyrir kon-
ung. Nefndin sýnir fram á það með
nákvæmum tölum, sem teknar eru úr
reikningum einkasölunnar að þeir kost-
ir, sem forsvarsmenn einokunarfyrir-
komulagsins hafi talið því til gildis,
bæði fyrir fjárhirslu konungs og land-
ið sjálft sjeu blekkingar einar.
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu
samkvæmt bókum einokunarinnar, að á
11 árum, frá 1774—1784, hafi allar
tekjur einokunarinnar þessi ár (þ. e.
andvirði alls þess varnings sem íslend-
ingar lögðu inn í verslunina þessi ár)
numið 2.924.638 Rd. en gjöldin (þ. e.
andvirði þess sem íslendingar fengu í
staðinn í erlendum varningi) 2.902.370
Rd. — mismunurinn, 22.268 Rd. var
hagnaðurinn, en þá voru enn engir vext-
ir reiknaðir af 1.050.000 Rd. höfuðstól
sem stóð í einokunarversluninni. Og auk
þessa ljelega árangurs af versluninni
— segir nefndin — er fjárhagur lands-
manna gersamlega eyðilagður.
Nefndin sýnir fram á að ísland muni
þola. frjálsa verslun, með því að hnatt-
staða landsins og veðurfar sje langt frá
því svo slæmt sem þeir segi venjulega
er sjálfir hafa hag af einokunarfyrir-
komulaginu. Sömu niðurstöðu finnur
nefndin, er hún lítur á afurðir landsins.
Samkvæmt 21 ára meðaltali er útflutn-
ingur landsmanna 222.100 Rd. virði ár-
lega, en innflutningurl83.000 Rd. virði,
og beri þess hjer að auki að gæta að
útflutningsvörurnar sjeu nærri allar
nauðsynjavörur, en af innfluttum ‘vör-
um sje Ys nauðsynjavara, 1/3 gagnlegar
vörur, en 1/3 óþarfur varningur — hvar
af þá ályktun má draga, segir nefndin,
að öðru leytinu að verð á vörum lands-
manna getur aldrei brugðist mjög og