Verslunartíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 8
VérslunartíðindI 76 lagi eða aðskilið, þó þannig, að ekki er heimilt að aðskilja það, sem selt er sem heild — með þessum skilmálum: a) ekki skal selja fasteignir hærra en við hálfu tilkostnaðarverði eða bók- færðu verði. b) erlendar vörur skulu seldar við útsöluverði að frádregnum 20%. c) kaupverð fasteigna og vöru- birgða skal greitt með vaxtalausu skuldabrjefi gegn tryggingu er metin sje gild (af amtmanni) og veði í hinu selda. Skuldabrjefið er afborganalaust í 5 ár, en skal síðan greitt á 10 árum með jöfnum afborgunum, enda haldi kaupandi áfram verslun meðan nokkuð er ógreitt af skuldinni, og haldi fast- eignum við undir eftirliti stjórnarvalda. 17. Þeir, sem sæta vilja boði þessu skulu segja til fyrir haustið 1786, en í síðasta lagi með vorskipi 1787, og þá jafnframt segja til hverjar erlendar vörur þeir óska að fá til verslunar sinn- ar, en einokunarverslunin mun annast útvegun þeirra vara fyrir reikning kaup- manns og senda honum án ómakslauna og fragtfrítt nema hvað flutnings- og vátryggingargjald er tekið fyrir korn- vörur. 18. Á þær hafnir, þar sem verslun hefir verið seld og kaupandi gert ráð- stafanir um útvegun vörubirgða á næsta ári, mun einokunin ekki senda skip til að versla þar, nema svo standi á, að til- boð kaupanda hafi ekki verið samþykt endanlega, en hann skal eiga rétt til að kaupa farminn við innkaupsverði með skilmálum þeim er fyr getur. Vörusend- ingar einokunar til annara hafna skal takmarka svo sem auðið er. 19. Þeim, sem þannig kaupir verslun eða hluta af verslun, stendur til boða hæfilegt peningalán eftir atvikum og ennfremur eitt eða fleiri af skipum ein- okunarinnar eftir vali hans, við vægu verði, og skal um greiðslur á þessu fara sem um kaupverð verslunarinnar. 20. Ef amtmaður, sem umboðsmaður konungs við söluna, treystist ekki til að meta tryggingu þá er einhver kaupandi setur fyrir kaupi svo sem áður var sagt, og skýtur málinu til konungs, má amt- maður samt afhenda kaupanda hið keypta í apríllok 1787 með fyrirvara, til þess að upphaf frjálsrar verslunar tefjist ekki. Skal þá svo litið á, sem kaupandi fari með hið keypta í umboði konungs þar til úrskurður liggur fyrir. — Hann má ráðstafa kaupi sínu og hefja verslun en skal vera ábyrgur gagnvart konungi þar til samþykki konungs er fengið um kaupin. 21. Sjóðir einokunarverslunarinnar á- samt birgðum af íslenskum vörum skulu sendir konungi með sumarskipum 1787. 22. Á þeim höfnum þar sem ekki kemur boð í verslunarhús og vörubirgð- ir skal algerlega hætta allri lánsverslun en selja við hæfilegu verði gegn greiðslu í íslenskum vörum, og ljúka þar við- skiftum og 'eikningum er kaupskip leggja af stað heim. 23. Nú taka einstakir kaupmenn ekki upp sigling á einhverja höfn og skal þá bjóða hverjum sem vera skal af þegn- um konungs birgðir á staðnum til kaups með sjerstökum skilmálum gegn því, að hann haldi verslun þar áfram. Ef eng- inn gefur sig enn fram, en ekki þykir fært að leggja þar verslun niður vegna þarfa eða atvinnu staðarmanna, þá skal hvetja til verslunar á slíkum stöðum með því að veita til þess verðlaun eða aðra aðstoð. 24. Ullarverksmiðjan í Reykjavík og brennisteinsverkið á Húsavík, skulu boðin til sölu með hægum skilmálum, sem nánara skal ákveða. Þó skal ekki selja ullarverksmiðjuna í Reykjavík nema með því skilyrði, að haldið verði

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.