Verslunartíðindi - 01.08.1936, Side 11

Verslunartíðindi - 01.08.1936, Side 11
VERSLUN ARTlÐINDI 79 hefir komist á verslun og iðnað eftir slíkar sýningar. Má sannfæra sig um það með samanburði talna í hagskýrsl- um. Þarna er ágætt tækifæri til þes,s að bera saman framleiðslu hinna einstöku þjóða. Hverri þjóð verður ljóst, hvar hún er eftirbátur hinna og hvar hún skarar fram úr. — Mönnum hefir einnig kom- ið saman um að telja alþjóðasýningar til þeii-ra viðburða, sem styðja friðar- og bandalagshugsjón þjóðanna. Hinum ýmsu þjóðum veraldarinnar er stefnt saman til friðsamlegrar samvinnu og skuggum hernaðarsamkepninnar hefir nú um langt skeið verið bægt frá þess- um sýningum. — Um gagn það, sem er að slíkum sýningum getur mönnum því ekki blandast hugur. Það er mikið og rnargvíslegt, bæði beint og óbeint. Af öllu Frakklandi stendur höfuð- borgin París auðvitað lang best að vígi gagnvart sýningunni. Þar á sýningin að standa. Tískuborgarinnar með sína frumlegu og margbreyttu framleiðslu á öllum sviðum mun gæta mjög mikið, að líkindum mest. En mikil áhersla verður einnig lögð á að gefa sem glegsta og fullkomnasta hugmynd um hinn hluta Frakklands, sem ekki er París, og hon- um ætlað mikið hlutverk á sýningunni. En Frakkland er ríkt að nýlendum, sem dreifðar eru víðsvegar um hnöttinn. Þær eiga að koma fram á sýningarsvæðinu í eins skýrri og réttri mynd og frekast verður unt. Árið 1931 var sérstök sýn- ing nýlendanna í París. Þeirrar sýningar verður nú minst og af henni lært, til þess að þessi hlutur sýningarinnar verði sem best úr garði gerður. —- Hinar ýmsu þjóðir, sem koma fram á sýning- unni, munu eins og að líkindum lætur ekki liggja á liði sínu til þess að gera sinn þátt sem bestan, öðrum til upp- byggingar og sjálfum sér til gagns og sóma. Sýnir hin almenna þátttaka þjóð- anna hve mjög þeim þykir um vert sýn- inguna. Sýningunni hefir verið valinn staður í miðri París, beggja megin árinnar Signu. Svæðið verður á lengd 314 km., en ekki breitt. Alls verður það 66 hekt- arar. Ýmsar breytingar er nauðsynlegt að gera á því. Iena-brúin yfir Signu, sem er hér um bil miðsvæðis, hefir verið breikkuð upp í 35 metra. Troea- déro-safnið, hefir verið rifið og annað reist í staðinn. Aðrar byggingar eru feldar og nýjar reistar, sumar til var- anlegrar prýði fyrir höfðuðborgina, aðr- ar verða látnar hverfa með sýningunni. Upphæð, sem svarar nálægt 60 miljón- um króna er varið til varanlegra bygg- inga, en 47 til bygginga, sem standa eiga einungis yfir sýningartímann. Að- komuþjóðunum er ætlað rúm miðsvæðis á besta stað við elna-brúna, sem verður eins og brennipunktur sýningarinna'-. Þar munu rísa upp sýningar-skálar hinna ýmsu þjóða, en hver þjóð fyrir sig getur ráðið tilhögun sinna bygginga, og mun því þar koma fram margbreytni mikil. „Sýning listar og tækni nútímans“. Enginn hlutur, sem ekki er að einhverju leyti frumlegur eða nýr á að komast inn á þessa sýningu. Eftirlíkingum af áð- ur þektu, án nýs verðmætis, verður bægt frá sem ógagnlegu. Frönsku deildinni verður skift í marga aðalflokka, sem aftur skiftast í aðra smærri. Ætlast er til, að engin hlið athafnalífsins verði útundan og að myndin, sem fram kemur af því verði sem fullkomnust. Þeir Frakkar, sem búa utan Parísar. sýna ýmist í viðeigandi flokki frönsku deildarinnar, eða í sjer- stakri deild, sem þeim er ætluð. Þar verða hlið við hlið, aðskilin. hin ýmsu hjeruð Frakklands, og verður revnt að draga fram það, sem einkennandi er

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.