Verslunartíðindi - 01.05.1938, Page 8
36
VERSLUN ARTÍÐINDI
lendum markaði, ef hann getur hafist
handa um framkvæmdir og fært líkur fyr-
ir því, að þessar vörur séu markaðshæfar.
Þetta sérleyfi má veita til alt að 10 ára.
— Til sama tíma er ríkisstjórninni heim-
ilt að veita þeim Karel Hjörtþórssyni,
Theodór Jónssyni og Sveinbirni Jónssyni,
Reykjavík, sérleyfi til fóðurmjölsfram-
leiðslu úr þangi, til sölu, ef þeir leiða rök
að því, að þeir geti framleitt góða og ó-
skaðlega vöru.
Talsverðar umræður urðu um hag út-
gerðarinnar á þessu þingi, og miða Lög
um skattgreiðslu útgerðarfyrirtækja ís-
lenskra botnvörpuskipa að því að ljetta
undir með þeim erfiðleikum, sem útgerðin
á nú við að stríða.
Eftir þessiím lögum er útgerðarfyrír-
tækjum íslenskra botnvörpuskipa heimilt,.
á árunum 1938—1942, að báðum árum
meðtöldum, að draga frá skattskyldum
tekjum sínum tap, sem orðið hefir á
rekstri þeirra eftir 1. jan. 1931, uns tap-
ið er að fullu greitt, og á sama tíma er
þessum fyrirtækjum heimilt að draga frá
skattskyldum tekjum sínum 90% af þeirri
fjárhæð, sem þau leggja í varasjóð af árs-
tekjum sínum. Þá er ennfremur bæjar-
stjórnum og sveitastjórnum heimilt að
undanþiggja sömu fyrirtæki útsvari á
sama tíma. Þessar ívilnanir eru þó bundn-
ar ýmsum skilyrðum, svo sem að fullnægj-
andi grein hafi verið gerð fyrir tapinu á
framtali til tekju- og eignaskatts, að eigi
sje úthlutað arði til fjelagsmanna á meðan
tapið er eigi að fullu jafnað ö. fl.
Sjerstakt lagaákvæði var gert um út-
gerðarfyrirtæki botnvörpuskipa í Hafnar-
firði. Á meðan þau eru undanþegin út-
svari er bæjarstjórn Hafnarfjarðar heim-
ilt að leggja sjerstakt gjald á alla mann-
flutninga milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur, sem sjerleyfi er veitt til, og má það
gjald nema alt að 50% af sjálfu fargjald-
inu. Þetta gjald á að renna í bæjarsjóð
Hafnarfjarðar.
Þá voru ennfremur sett lög um skipun
nefndar til að rannsaka hag og rekstur
togaraútgerðarinnar og gera tillögur um
það mál.
Eftir þessum lögum kýs sameinað Al-
þingi 5 manna nefnd til þess að rannsaka
hag og rekstur allra togaraútgerðarfyrir-
tækja hér á landi. Á nefndin sjerstaklega
að athuga, hvort hægt muni að gera rekst-
urinn hagkvæmari og ódýrari en nú er, og
á hvern hátt sje unnt að koma á öruggan
grundvöll útgerð þeirra skipa, sem rekin
hafa verið með tapi undanfarin ár.
Merkustu lögin, sem afgreidd voru á
þessu þingi eru: Lög um stjettarfjelög og
vinnudeilur. Frumvörp, sem fóru í sömu
átt og þessi lög, höfðu þing eftir þing ver-
ið borin fram af Sjálfstæðisflokknum, án
þess að fá áheyrn, en ýmsar vinnu-
deilur undanfarinna tíma ýttu undir og
urðu þess valdandi, að andstöðuflokkar
fóru að láta sjer skiljast um nauðsyn
þessa máls, og hófust sjálfir handa að
koma því í framkvæmd, enda gekk svo
langt á síðasta þingtímanum, að Alþingi
varð að lögskipa gerðardóm í tveimur
deilumálum, eins og kunnugt er.
Lögin um stjettarfjelög og vinnudeilur
er allmikill lagabálkur í 5 köflum.
1. kaflinn er um rjettindi stjettarfjelaga
og afstöðu þeirra til atvinnurekenda. Seg-
ir þar svo, að menn eigi rjett á að stofna
stjettarfjelög til þess að vinna sameigin-
lega að hagsmunamálum verkalýðsstjett-
arinnar og launataka yfirleitt. Stjettarfje-
lögin skulu sjálf ráða málefnum sínum
innan vissra takmarka, en einstakir með-
limir eru bundnir við löglega gerðar sam-
þyktir og samninga fjelagsins. Þau eru
lögformlegur samningsaðili um kaup og
kjör meðlima sinna, en samningar ein-
stakra verkamanna við atvinnurekanda