Fréttablaðið - 04.10.2018, Síða 10

Fréttablaðið - 04.10.2018, Síða 10
Tilveran Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags-fræði við Háskóla Í s l a n d s , h e f u r mikið skoðað fang-elsismálin á Íslandi í samanburði við önnur lönd auk þess að hafa gert nokkrar rannsókn- ir á því sviði. Nýlega sendi Helgi frá sér ritrýnda grein ásamt Francis Pakes, prófessor við Portsmouth- háskóla, þar sem þeir báru fang- elsin á Íslandi saman við fangelsi erlendis, sérstaklega í Noregi. „Noregur hefur verið álitinn fyrirmyndarsamfélag og leiðandi í fangelsismálum. Fræðimenn hafa horft mikið til Skandinavíu en hafa lítið horft til Íslands. Það sem við komumst að á Íslandi er að það er ýmislegt í umhverfi fangelsa sem er til fyrirmyndar, eins og til dæmis stærð fangelsanna.“ Fangelsi á Íslandi eru minni en gengur og gerist erlendis sem gerir það að verkum að sam- skiptin milli fanga og fangavarða verða per- sónulegri, aðgengið er betra og fleira. „En gallinn er sá að það skortir meiri faglega aðstoð við fanga. Það er bæði varðandi mönnun meðal fangavarða og einnig sérfræðinga á borð við lækna, sálfræð- inga, náms- og starfsráð- gjafa og ekki síst félags- ráðgjafa, sérstaklega í minni fangelsum. Þarna þarf að gera bragarbót á.“ Í rannsókninni tóku Helgi og Pakes viðtöl við fanga og fangaverði og Pakes dvaldi í viku í senn í tveimur fangelsum. Þeir kynntust því umhverf- inu vel. „Í stærri löndum eins og Bretlandi, Banda- ríkjunum og Ástralíu hafa rannsóknir sýnt að sam- skiptin eru ópersónulegri og stífari. Þar er viðhorfið gjarnan að fangaverðir séu yfir fangana hafnir og valda- pýramídar áberandi,“ segir Helgi. Í Noregi og víðar í Skandinavíu er áhersla lögð á að koma fram við fanga af meiri virðingu og á jafningjagrundvelli sem leiðir af sér jákvæða hegðun. „Mikið hefur verið litið til Noregs. Þar eru nokkur ný fangelsi sem líta á yfirborðinu út eins og lúxushótel og sumir hafa kallað sumarbúðir fyrir fanga. En það sem gleymist í þeirri umræðu er að það er búið að svipta einstaklingana frelsinu og setja þá til hliðar, en við aðstæður sem eru jákvæðar,“ segir Helgi. „Þarna eru alræmdir glæpamenn og virki- lega reynt að vinna með þeim og leiðbeina til að auðvelda aðlögun að samfélaginu á ný. Og ýmis- legt gott hefur sýnt sig að komi út úr þessu. Árang- urinn hefur t i l d æ m i s komið fram í færri endur- komum.“ Noregur leiðandi í fangelsismálum Við höfum komið upp kerfi fyrir einstakl- inga í neyslu sem stunda glæpi þar sem við reynum að beina þeim í annan farveg og fá þá til að breyta um lífsstíl. Mike Trace, stjórnandi samtakanna Forward Trust Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. Helgi tók þátt í samnorrænni rannsókn fyrir um 10 árum þar sem staða menntunar meðal íslenskra fanga, samanborið við önnur Norðurlönd, var skoðuð ítarlega. Sú rannsókn sýndi að menntunarstaða fanga var í heild- ina bágbornari hér á landi og fjöldi fanga hafði ekki lokið skyldunámi hér á landi. „Í kjölfar rannsóknarinnar var tekið til hendinni í þessum málum og virkilega reynt að fá fanga til að mennta sig, sem tókst vel til með. Árið 2015 skoðaði ég þessi mál aftur ásamt nemanda mínum, þá voru það mun fleiri sem stunduðu nám. Mikil fjölgun hafði átt sér stað,“ segir Helgi. „Rannsóknir erlendis sýna að menntun er mjög mikilvægur þátt- ur í því að koma í veg fyrir endur- komur. Það eru minni líkur á því að þeir sem raunverulega vilja byggja sig upp og mennta sig fari aftur í fangelsi. Þeir sem ekki mennta sig og hafa lítið fyrir stafni í fangelsi eru líklegri til að koma aftur.“ Engar tölur eru þó um það hvort menntun hafi áhrif á endurkomutíðni í fang- elsi á Íslandi. „En á meðan menntun skiptir máli, þá skiptir líka máli að fangar fái menntun við hæfi. Í rannsókninni árið 2015 kom í ljós að meirihluti fanga hafði hlotið greiningu af einhverju tagi. Grein- ingarnar voru ýmist skriftarblinda, lesblinda eða athyglisbrestur og ofvirkni. Bóklegt nám getur reynst einstaklingum með slíkar greiningar erfitt og margir óskuðu eftir því að fá meiri aðgang að verklegu námi. „Persónulegir örðugleikar af þessu tagi og vímuefnafíkn getur verið stór hluti af því hvers vegna menn enda í fangelsi. Lenda upp á kant í skóla- kerfinu og margir tóku það fram við okkur að þeir hefðu ekki hlotið við- eigandi aðstoð. Þetta sýnir okkur að hér er sannarlega vandi á ferðinni. Oft hentar það einstaklingum með slíka greiningu betur að sækja verk- legt nám eða iðnnám, þar sem þeir ná oft að blómstra, og við eigum að koma meira til móts við fanga þar.“ Rannsóknin sýnir einnig fram á þörf á meiri eftirfylgni með náminu þegar afplánun lýkur til þess að geta haldið námi áfram annars staðar. Skortur er á meiri náms- og starfs- ráðgjöf til þess að byggja brú yfir í samfélagið. Skortur á eftirfylgni út í samfélagið Netið hluti af daglegu lífi Talsverður þrýstingur hefur verið á það að auka aðgang fanga að netinu. Netið er aðgengilegt föngum í opnum fangelsum en er með öðru móti í lokuðum fangelsum. Fangar í lokuðum fangelsum nota netið til að stunda fjarnám en í ein- hverjum tilfellum hafa fangar ekki getað nýtt sér netið til náms vegna takmarkaðs aðgangs að síðum. „Mér finnst þurfa að taka stefnumarkandi ákvörð- un varðandi netaðgang fanga og færa okkur inn í nútímann. Fyrir fáum árum var kannski helmingur okkar á netinu en í dag er þetta búið að þróast svo hratt, það eru allir á netinu. Netið er bara hluti af daglegu lífi og hluti af því að vera í nútímasamfélagi, ef fólk kemst ekki á netið er í raun verið að dæma það úr leik. Ef það er misnotað eiga þó auðvitað að vera viðurlög við því,“ segir Helgi. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is 01263002 Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. Til að bregðast við þessu var mótuð stefna á lands- vísu og miklum fjármunum varið í ný meðferðarúrræði. Mike Trace var einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Tonys Blair, sem tók við völdum 1997, í þessum málaflokki. Hann var nýverið hér á landi til að miðla af langri reynslu sinni og átti meðal annars fund með Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra auk þess að hitta fulltrúa í starfs- hópi um bættar félagslegar aðstæður fanga að lokinni afplánun. „Við höfum komið upp kerfi fyrir einstaklinga í neyslu sem stunda glæpi þar sem við reynum að beina þeim í annan farveg og fá þá til að breyta um lífsstíl. Við nálgumst þetta af umhyggju og viljum gefa þessu fólki valkost,“ segir Mike. Dómstólar geta í tilfellum þar sem um neyslutengda glæpi er að ræða gefið fólki val um að fara í meðferð í stað fangelsis. Séu glæpirnir það alvarlegir að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar býðst meðferð í fangelsinu. „Ég hef í öllum mínum störfum lagt áherslu á að það sé mikilvægast að átta sig á því að fólk ánetjast eitur- lyfjum af félagslegum og tilfinninga- legum ástæðum. Ef við tökumst á við þessar ástæður getum við leyst vandann. Ég held við leysum ekki vandann með því að beita hörðum refsingum. Með því erum við að mis- skilja ástæður þess að viðkomandi er í neyslu.“ Mike segir þó að bregðast verði við alvarlegum glæpum á viðeigandi hátt. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá alvarlegum glæpum en við verð- um að skilja ástæður svona hegðun- ar. Svar okkar á að vera umhyggja og meðferð. Þú yrðir hissa á því hversu vel flest fólk bregst við því og er til- búið að breyta lífi sínu.“ Að mati Mikes hefur stefnan sem var mótuð á tíunda áratugnum skil- að þó nokkrum árangri. Glæpatíðni minnkaði stöðugt frá því um síðustu aldamót og fram til 2012. Rann- sóknir sýna að ein helsta ástæða þess var sú að fleiri fíklar nýttu sér með- Þurfum að nálgast þetta af umhyggju ferðarúrræðin. Glæpatíðni hefur þó aukist á síðustu árum en Mike bendir á að þótt stefnan sé sú sama hjá núverandi stjórnvöldum hafi dregið úr fjárveitingum til málaflokksins. Mike fer nú fyrir samtökunum Forward Trust sem eru sjálfstæð góð- gerðarsamtök sem bjóða upp á með- ferðar- og endurhæfingarúrræði. „Við bjóðum upp á ýmis úrræði, meðal annars inni í fangelsum. Þar er um að ræða 20 vikna stífa meðferð en um tveir af hverjum þremur ljúka henni. 29 prósent þeirra sem ljúka meðferðinni hljóta dóm innan árs frá því að þeir komu út úr fangelsinu en það hlutfall er 70 prósent fyrir sam- bærilega hópa sem fá ekki meðferð.“ Mikil áhersla er lögð á meðferð og endurhæfingu eftir að fólk kemur út úr fangelsi. „Þetta eru krossgötur fyrir marga. Ef stuðningurinn er áfram til staðar eftir að fólk kemur út, þá nærðu góðum árangri. Fyrsti aðilinn sem margir hitta eftir að þeir koma út er eiturlyfjasalinn þeirra. Við leggj- um mikla áherslu á fyrsta daginn og aðili á okkar vegum mætir og tekur á móti fólki þegar það kemur út.“ sighvatur@frettabladid.is Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félags- fræði við HÍ 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F D -1 D C C 2 0 F D -1 C 9 0 2 0 F D -1 B 5 4 2 0 F D -1 A 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.