Fréttablaðið - 04.10.2018, Page 30

Fréttablaðið - 04.10.2018, Page 30
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 11.900.- Str. 44-56 Kjólar OG túniKur Margrét Dórothea Jónsdóttir með burstasafnið sitt góða en hún segir nauðsynlegt að eiga fleiri en færri. MYNDir/ErNir Mikilvægt er að þrífa burst- ana vel með mildri sápu eða sjampói, einkum þá sem notaðir eru í blautfarða þar sem annars er hætta á bakt- eríusýkingum. Ég lærði förðun 2013 í Mood Makeup School og fékk þá töluvert safn af burstum í byrjunarsetti,“ segir Margrét aðspurð um hvenær burstaáhuginn hafi kviknað. „Verandi nördinn sem ég er þurfti ég alltaf að bæta aðeins við. Svo var mér bent á síðu þar sem hægt var að vera í áskrift að burstum og fékk þá pakka með þremur til fimm burstum á mánuði. Ég vissi aldrei hvað ég fengi en það var alltaf eitthvað skemmtilegt. Og þannig má segja að ég hafi misst stjórnina.“ Margrét Dórothea á eitthvað um hundrað bursta í dag. „Ég er bara með eitt andlit svo ég nota ekkert of marga bursta á sjálfa mig en þegar ég fæ verkefni þá er alltaf gott að eiga fleiri en færri bursta.“ Hún flokkar förðunar- bursta gróflega í þrjá flokka, fyrir andlit, augu og varir, sem skiptast svo í undirflokka eftir því hvort þeir eru notaðir í þurrt efni eins og púður eða blautt efni eins og krem. „Ef það er eitthvað sem mér finnst ég aldrei eiga nóg af eru það góðir blöndunarburstar fyrir augnskugga. Þegar ég farða sjálfa mig hversdags þá eru þetta fimm, sex burstar í grunnförðun og þá er ég búin en þegar ég er að fara á svið, til dæmis á burlesque-sýningum, þá nota ég svona fimmtán bursta bara á augun. Þá er ég með bursta fyrir grunnlit, tilfærslu, skyggingu, aðallit og alltaf hreinan bursta á milli til að blanda ef ég vil hafa þetta virkilega áferðar- fallegt. Það er hægt að nostra enda- laust ef maður gefur sér tíma og það er langskemmtilegast.“ Hún segir að góður bursti þurfi að hafa ákveðna eiginleika. „Það skiptir máli hvernig hann tekur upp litinn og dreifir úr honum og líka að hann dragi ekki í sig of mikið af farða. Og að hann búi til sléttan og fallegan grunn, dragi úr misfellum í stað þess að ýkja þær. Sumir burstar eru betri í ákveðin verk en ég hef mest gaman af burstum sem hægt er að nota í ýmislegt, allt eftir því hvernig áferð þú vilt ná fram.“ Margrét segir breytilegt hvaða bursti sé í mestu uppáhaldi. „Núna er það bursti á stærð við kinnina á mér sem ég nota í sólarpúður og þarf bara rétt að sópa yfir andlitið. Ég fékk hann í einum af síðustu burstaáskriftarpökkunum áður en ég sagði upp áskriftinni. Sem ég gerði eingöngu vegna plássleysis, ekki af því mig langaði ekki í fleiri bursta. En mér finnst líka gaman að pínulitlum nákvæmnisburstum sem ég nota í smáatriði eins og að gera glimmermynstur fyrir burlesque sýningar.“ Hún leggur mikla áherslu á mikil- vægi þess að hirða burstana sína vel. „Það þarf að þvo þá reglulega upp úr mildu sjampói eða bursta- sápu, sérstaklega þá sem fara í blaut efni því annars safnast bakteríur í Förðunarburstar við flest tækifæri Margrét Dórothea Jónsdóttir förðunarfræðingur er ákafur safnari förðunarbursta. Hún var til skamms tíma áskrif- andi að burstum og hætti því eingöngu vegna plássleysis en ekki af því að hún væri komin með nóg. þá sem fara beint í húðina. Ég var einmitt að kaupa mér silíkonmottu til að auðvelda þrifin því ég hef annars notað lófann á mér til að snúa þeim á og þegar verið er að þrífa þrjátíu bursta þannig er hætta á húðpirringi.“ Fram undan er mikil burstaveisla á laugardaginn þegar burlesque- hópur Margrétar, Dömur og herra, er með sýningu. „Mér finnst alltaf gaman að geta gefið félögum mínum í burlesquinu góð ráð varð- andi förðun og svo njóta þau góðs af mikilli söfnunaráráttu minni, til dæmis hefur varalitasafnið mitt oft komið í góðar þarfir. Ég reikna með að aðstoða þau fyrir sýninguna okkar á laugardaginn í Secret Cellar. Sýningin snýst um bíómyndir svo við verðum öll að vera æðisleg.“ Hægt er að verða áskrifandi að burstum á liveglam.com. Nánari upplýsingar um Bíó-Burlesque eru á tix.is. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 6 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 4 . o K tÓ B E r 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F D -0 0 2 C 2 0 F C -F E F 0 2 0 F C -F D B 4 2 0 F C -F C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.