Víkurfréttir - 04.10.2018, Side 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Kynningarfundur
Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar
Kynningarfundur deildarinnar verður
haldinn mánudaginn 8. október,
kl. 20:00 í húsi Björgunarveitarinnar
Suðurnes, Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ.
Dagskrá kvöldsins
• Kynning á starfsemi
og verkefnum deildarinnar
• Fyrirlestur - Daníel Guðni
Guðmundsson eigandi fyrir-
tækisins Heilbrigt Hugarfar
og ráðgjafi kemur og talar
um jákvæð samskipti og
jákvætt hugarfar
Bjóðum nýja félagsmenn velkomna og þá sem
hafa áhuga á skemmtilegu starfi með hressu
fólki að kíkja á okkur og kynnast því
sem við erum að gera.
Af dragnótaveiðum í september 2003
– og útgerð trillukarla ótengdum fiskvinnslum
Af tveimur fyrstu pistlunum hérna í Víkurfréttum má ætla að þeir séu í
boði Vísis ehf. í Grindavík, því minnst hefur verið á það fyrirtæki í báðum
pistlunum. Staðan er reyndar þannig í útgerðarmálum á Suðurnesjunum
að einstaklingsútgerðir eru orðnar svo fáar og í raun þá má segja að út-
gerðir sem eiga báta sem eru stærri enn 30 tonn á Suðurnesjunum séu
bara eitt stórt núll. Fiskvinnslufyrirtækin eiga orðið alla þá báta sem
gerðir eru út frá Suðurnesjum og eftir standa þá nokkir trillukarlar.
Ef við lítum aðeins á trillukarlana,
eða útgerðarmenn sem eiga báta
sem ekki eru tengdir fiskvinnslum,
má sjá að í Grindavík landaði Sæfari
GK 1,9 tonnum í þremur róðrum
og Grindjáni GK 224 kílóum í einni
löndun, báðir á handfærum í sept-
ember. Enginn bátur í þessum flokki
sem við erum að skoða landaði í
Keflavík fyrir utan nokkra mak-
rílbáta sem voru að veiðum fram
undir miðjan september. Í Sandgerði
var Alla GK með 2,4 tonn í fjórum.
Björgvin GK 2,2 tonn í fimm. Sigrún
GK 1,9 tonn í þremur. Mjallhvít KE
497 kíló í einum. Dímon KE 376 kíló
í einum og Bára KE 334 kíló í einum.
Allir þessir bátar voru á handfæra-
veiðum og var þetta heildaraflinn
hjá þeim í september.
Eitt skýrasta dæmið um þá miklu
breytingu sem orðið hefur á út-
gerðarmálum á Suðurnesjum eru
dragnótabátarnir. Það var árviss við-
burður í Keflavík að höfnin fylltist af
dragnótabátum sem voru að veiðum
í Faxaflóa og voru þessir bátar ein-
faldlega kallaðir Bugtarbátarnir.
Það þarf ekki að fara mörg ár aftur
í tímann til þess að sjá breytingu
sem orðið hefur á útgerðarmálum
hjá dragnótabátunum.
Förum í smá ferðalag aftur í tímann,
en þó ekki langt. Aðeins timmtán
ár aftur í tímann og skoðum sept-
ember árið 2003. Þá var landað í
Keflavík 909 tonnum af fiski og var
uppistaðan í þeim afla frá dragnóta-
bátum. Þá var t.d. Árni KE að landa
þar. Árni KE er á Húsavík og heitir í
dag Árni í Eyri ÞH og hefur reyndar
ekki landað afla í nokkur ár. Þessi
bátur er var lengst af Rúna RE.
Fyrstu vikuna í september 2003 þá
landaði Árni KE 48 tonnum í fjórum
róðrum.
Örn KE er bátur sem allir þekkja og
þessi bátur var seldur til Bolungar-
víkur árið 2017 og heitir Ásdís ÍS.
Örn KE var gerður út frá Sandgerði
að mestu, nema þegar Bugtin opnað-
ist, þá kom báturinn til Keflavíkur.
Fyrstu vikuna landaði báturinn 69
tonnum í fimm róðrum.
Þröstur RE var lengi gerður út frá
Grindavík á dragnót og var þessi
bátur síðan seldur á Vestfirði og fékk
nafnið Egil ÍS. Báturinn brann mjög
illa fyrir rúmu ári síðan. Þröstur RE
var með 36 tonn í fjórum róðrum
fyrstu vikuna.
Farsæll GK er líka bátur sem allir
þekkja, rauði báturinn sem Grétar
Þorgeirsson var skipstjóri á í 25 ár.
Í dag er Grétar skipstjóri á Krist-
björgu ÁR, sem er gamli Gulltoppur
GK. Fyrstu vikuna var báturinn með
41 tonn í fimm róðrum. Valur HF,
sem í dag er Hafdís SU, var líka að
róa frá Keflavík og var með 33 tonn í
fjórum róðrum fyrstu vikuna.
Njáll RE er líka mörgum kunnugur
og þessi bátur er ennþá til. Liggur í
Sandgerðishöfn og hefur verið lagt,
en ekki seldur og ekki búið að selja
kvótann. Þessi bátur á sér um 30 ára
útgerðarsögu að mestu frá Sandgerði
og mannaður mönnum frá Sandgerði
svo til öll þessi ár. Hjörtur Jóhanns-
son var skipstjóri á bátnum flest öll
þessi ár og er í dag eigandi af smábáti
sem heitir Stakasteinn GK. Bátnum
gekk alltaf vel á bugtinni og landaði
65 tonnum í fimm róðrum fyrstu
vikuna í september 2003.
Hvernig er þessum málum háttað
í dag? Jú, því er auðvelt að svara.
Enginn dragnótabátur er gerður út
frá Grindavík. Enginn bátur að landa
í Keflavík eftir veiðar í bugtinni og
eftir standa þá þrír bátar sem Nes-
fiskur á, og allir landa þeir í Sand-
gerði. Það var reyndar mokveiði hjá
þeim í september 2018. Sigurfari GK
var með 176 tonn í sautján róðrum.
Benni Sæm GK 168 tonn í fjórtán og
Siggi Bjarna GK 167 tonn í þrettán
róðrum.
Já, þetta er ansi mikil breyting og
væri farið aðeins lengra aftur í tím-
ann þá myndu koma fleiri bátar þar
inn sem voru gerðir út, eins og t.d.
Eyvindur KE og Baldur KE.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Örn KE á dragnótaveiðum í Garðsjóð í september 2014. VF-mynd: Hilmar Bragi
Með bættri nýtingu og endurvinnslu hluta stuðlum við að betri heimi með
minni sóun og aukinni umhverfisvitund. Listasafn Reykjanesbæjar vill leggja
sitt af mörkum í þessum efnum og býður í samstarfi við HANDVERK OG
HÖNNUN upp á leiðsögn og smiðju í tengslum við sýninguna „Endalaust“
í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum
efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og
betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir
taka þátt í sýningunni.
Laugardaginn 6.október klukkan 14 hefst leiðsögn
Rögnu Fróða sýningarstjóra um sýninguna þar sem hún
segir frá hugmyndafræði hennar og tilurð verkanna.
Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk
tekur þátt í smiðju.
Komið og gerið gamalt nýtt
Á sama tíma hefst smiðja í Bíósal Duus Safnahúsa sem
ber yfirskriftina „Gamalt verður nýtt“ og stendur hún
til kl. 16. Það er textílhópurinn „Þráðlausar“ sem stýra
smiðjunni sem er ætluð öllum aldurshópum þar sem
vefnaður og endurvinnsla koma saman til að gefa gömlum
og gleymdum hlutum nýtt líf. Þátttakendur fá tækifæri
til að endurbæta eða breyta einum hlut sem þeir finna
heima hjá sér. Stóll, myndarammi eða jafnvel flíkur eru
tilvaldir hlutir en einnig má nota hugmyndarflugið og
koma með alls konar hluti sem er hægt að vefa inní. Garn
og efni verður til staðar sem notað verður til að vefa með.
Leiðbeinendur í smiðjunni eru þær Margrét Katrín Guttormsdóttir og Ragn-
heiður Stefánsdóttir sem saman mynda textílhópinn Þráðlausar.
Þær eru báðar útskrifaðar úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og
stunda nám við Listaháskóla Íslands í hönnunardeild.
Þráðlausar vinna að því að búa til textílverk og endurbæta gömul húsgögn
með vefnaði úr endurnýttum textíl.
GAMALT VERÐUR NÝTT Í HEILSU- OG FORVARNAVIKU SUÐURNESJA
LEIÐSÖGN OG SMIÐJA
Í DUUS SAFNAHÚSUM
Suðurnesjamagasín
fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
Heilsu- og forvarnarvika á Suður-
nesjum verður haldin 1. – 7. október.
Markmiðið með heilsu- og forvarnar-
viku er að draga úr þeim áhættu-
þáttum sem einstaklingar geta staðið
frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa
að verndandi þáttum með þátttöku
allra bæjarbúa.
Setningarathöfn Heilsu- og forvarnar-
vikunnar var í hádeginu á mánudag í
bókasafni Reykjanesbæljar. Þar flutti
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar ávarp og aðstand-
endur Einars Darra, sem lést þann 25.
maí sl. eftir neyslu róandi lyfja, komu
og sögðu sögu hans, sýndu myndband
og dreifðu armböndum en stofnaður
hefur verið minningarsjóður Einars
Darra undir slagorðinu „Ég á bara
eitt líf“.
Fyrirtæki og stofnanir á svæðinu
bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í
Heilsu- og forvarnavikunni sem al-
menningur er hvattur til að kynna sér.
Heilsu- og forvarnavika
sett á Suðurnesjum
DAGSKRÁ HEILSU- OG FORVARNAVIKU
OPNUÐ MEÐ SNJALLTÆKJUM