Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2018, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 04.10.2018, Blaðsíða 9
9 f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg. Sýningarnar frá okkur hafa hlotið mikið lof alls staðar. Ég er mjög þakklát, það er svo frá- bært hvað við höfum fengið að kenna mörgum nemendum á þessum tíu árum. Æðislegt! Þegar ég byrjaði með þennan skóla þá var það alltaf markmið mitt að búa til frábæra dansara og ég vissi að klassískur ballett og nútímadans væri leiðin til þess. Það er dálítið fyndið að hugsa til þess hvernig ég varð að lauma ballettinum inn í fyrstu tímana mína en í dag bjóðum við upp á tíma í ballett. Þessir nemendur fara létt með allskonar dansform eftir það nám. Ég sé það alltaf þegar ég horfi á sýningu hverjir hafa lært ballett eða nútímadans því tæknin og hreyfingarnar eru fágaðri og fallegri. Þú getur alltaf orðið betri og betri,“ segir Bryndís og það leynir sér ekki hvað hún hefur mikið metnað fyrir hönd nemenda sinna. Í fyrsta sinn á Ís- landi í BRYN voru haldin danspróf í klassískum ballett frá „International Dance Acclaim“ (IDA) sem er dansprógramm og kennsluaðferð frá Kaliforníu sem flýtir fyrir þjálfun nemenda og sýnir listrænar og tæknilegar framfarir nem- enda í listdansnámi. Dómari kom alla leið frá Bandaríkjunum og fengu nemendur medalíu og viðurkenningarskjal fyrir frammistöðu sína. Draumurinn rættist á Íslandi Við göngum um gangana í BRYN Ballett Aka- demíunni en skólinn er staðsettur í risastórri braggabyggingu rétt hjá gamla kanasjúkra- húsinu á Ásbrú, ótrúlega flott húsnæði með þremur danssölum, dansbókasafni og dans- verslun. Þegar komið er inn í búningageymsluna þá byrjum við að gramsa því herbergið er svo skemmtilegt, fullt af litríkum dansbúningum og fylgihlutum. Þetta er nú eitthvað fyrir lista- spírur að koma þarna inn. „Já ég var alltaf með þetta í maganum að stofna eigin skóla, alveg frá því að ég var að kenna hjá Æfingastúdíó Bertu á Brekkustígnum. Svo liðu árin og ég bjó erlendis í ellefu ár, kláraði meðal annars leikaranám í California Institute of Arts og fór svo til Eng- lands. Þar fór ég í ballettkennaranám í Royal Academy of Dance og er eini ballettkennarinn frá þeim skóla hér á landi. Þessi ár erlendis gerðist svo margt skemmtilegt. Ég kynntist manninum mínum Daniel James Coaten jurta- lækni og vísindamanni, hann flutti með mér heim til Íslands árið 2008. Já, við vorum ný- búin að opna skólann þegar hrunið kom og ég hugsaði hvað erum við að gera hérna? Svo ákváðum við samt að halda áfram með planið okkar og hugsuðum að tímasetningin væri rétt þó að okkur fyndist það ekki fyrst. Við vildum trúa því að okkur var ætlað að gera góða hluti hér heima á Íslandi,“ segir Bryndís og heilsar litlu dóttur þeirra hjóna, Amelíu, sem kemur hlaupandi inn um dyrnar og beint til mömmu sinnar sem faðmar hana innilega að sér. Ég sé það alltaf þegar ég horfi á sýningu hverjir hafa lært ballett eða nútímadans því tæknin og hreyfing- arnar eru fágaðri og fallegri • Umsjón og þróun afsláttarkerfis. • Umsjón samfélagsmiðla. • Umsjón styrktarmála. • Umsjón innri markaðsmála. • Utanumhald markaðsátaka. • Önnur verkefni sem markaðsstjóri felur markaðsfulltrúa. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. Umsóknir sendist á: ingibjorg@samkaup.is • Framkvæmd og úrvinnsla verðkannana. • Umsjón með tekjustýringu. • Eftirlit og miðlun upplýsinga um rekstur verslana. • Umsjón með netverslun félagsins. • Verkefnastýring og innleiðing á nýjungum. • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs felur verkefnastjóra. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Umsóknir sendist á: gunnar@samkaup.is Samkaup auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar Samkaup reka rúmlega fimmtíu verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þæginda verslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Krambúð og Kjörbúðin. Umsóknarfrestur er til 8. október Verkefnastjóri verslunarsviðsMarkaðsfulltrúi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.