Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2018, Síða 8

Víkurfréttir - 04.10.2018, Síða 8
8 BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM Ballettnám er undirstaðan að góðum dansara „Við vorum að fagna tíu ára afmæli okkar nýverið og það var svo gaman að fá alla þessa góðu gesti sem glödd- ust með okkur þennan dag, hátt í tvö hundruð manns kíktu í afmælið. Gamlir nemendur komu líka í heim- sókn, sem var virkilega ánægjulegt. Við erum með lærða kennara hjá okkur og einnig fyrrverandi nem- endur sem kenna í forskólanum og fleira hér við skólann. Við erum búin á þessum tíu árum að bæta við dans- flóruna hér á landi en það er saga að segja frá því að fyrst þegar ég byrjaði með skólann þá hafði engin áhuga á ballett en það var það sem ég vildi kenna allra helst því ballettinn er undirstaða allrar danstækni og að- stoðar dansarann við að ná tökum á hreyfingum líkamans. Þú verður svo flottur dansari þegar þú hefur undirstöðu í ballett. Svo ég varð að smygla ballettinum inn í tímana mína í byrjun. Ég kenndi þá djassdans í upphafi tímans en endaði á ballett. Smátt og smátt fór ég að bjóða upp á balletttíma eingöngu og þá sá ég hvað nemendurnir tóku miklum framförum. Það er svo magnað að sjá hversu góður dansari þú verður eftir að hafa lært alla tæknina fyrst í gegnum klassískt ballettnám,“ segir hún og augun ljóma en Bryndís er sérlega lifandi manneskja. Stúdentspróf af listnámsbraut Danssýningar frá BRYN Ballett Aka- demíunni hafa þótt mjög glæsilegar. Námið er fjölbreytt en boðið er upp á klassískan ballet, djassballett, nú- tímadans, danssmíði, táskótækni, karakter, Street/Jazz og einnig eru önnur dansfög kynnt nemendum. Gestakennarar koma reglulega í heimsókn og bæta þá við fleiri dans- stílum. Jólasýning og vorsýning nemenda er fastur liður. Framundan er margt skemmtilegt; Dansbikar BRYN í október sem er danskeppni nemenda á aldrinum 9–20 ára og sýning framhaldsskóladeildar á Ung- list í Borgarleikhúsinu í Reykjavík í nóvember. Jólasýning skólans fer fram í Menningarhúsi Andrews þann 8. desember. Bryndís er eldheit áhugamanneskja um dansmenntun og hefur komið því til leiðar að dansnemendur BRYN geti sótt framhaldsnám á listdansbraut til stúdentsprófs. Framhaldsdeild skiptist í tvær brautir á kjörsviði, annars vegar sem klassískur list- dans og hins vegar sem nútímalist- dans. Nemendur frá henni hafa farið þessa leið í gegnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Menntaskólann við Hamrahlíð. Þar eru þessir nemendur í venjulegu bóknámi en sækja dans- tíma hjá BRYN til þess að fylla upp í þá verklegu tíma sem þeir þurfa að hafa til stúdentsprófs. Nemendur frá BRYN hafa einnig farið til Englands í listdansnám og síðast í sumar fóru fjórar stúlkur frá henni á sumarnám- skeið og voru á heimavist hjá Royal Academy of Dance og stóðu sig mjög vel. Yfir hundrað nemendur tóku þátt víðsvegar að úr heiminum og fékk einn nemandi frá BRYN verðlaun fyrir bestu frammistöðuna á námskeiðinu. Stoltið leynir sér ekki þegar Bryndís segir frá þessu. „Sýningar okkar fara víða en dans- nemendur okkar hafa sýnt á mörgum stöðum á landinu og toppurinn er að sýna árlega í Eldborgarsal Hörpu en skólinn er orðinn mjög þekktur. Svo þakklát fyrir þessi tíu ár Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL Bryndís Einars sló í gegn þegar hún sigraði Freestyle-danskeppni Tónabæjar um árið og síðan þá hefur dansinn dunað í lífi hennar. Í dag rekur hún listdansskóla í Reykjanesbæ sem fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Bryndís segist afar þakklát því að hafa fengið að kenna og kynna listdans á Suður- nesjunum fyrir rúmlega 8000 nemendum á þessum tíu árum. Í dag er listdansskóli Bryndísar og fjölskyldu, BRYN Ballett Akademían, viðurkenndur listdans- skóli af Royal Academy of Dance í Bretlandi og einnig af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á Íslandi til kennslu í listdansi á grunn- og framhaldsskólastigi. Bryndís segir þetta búið að kosta mikla vinnu „Við erum búin að fá að kenna listdans hér og það hefur ávallt verið draumur okkar. Við erum að berjast fyrir fleiri nemendaígildum á framhaldsskólastiginu til þess að fá að sitja við sama borð og aðrir skólar í Reykjavík en við erum aðeins fjórir viðurkenndir listdansskólar á Ís- landi,“ segir Bryndís. Það er svo magnað að sjá hversu góður dansari þú verður eftir að hafa lært alla tæknina fyrst í gegnum klassískt ballettnám Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Tímabundið starf sálfræðings Hljómahöll – Hljóðmaður/Verkefnastjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Miðvikudaginn 3. okt. kl. 12:15-12:45: Hugleiðsluhádegi í samstarfi við WAT Buddha. Frítt inn og allir velkomnir. Fimmtudaginn 4. okt. kl. 11: Foreldramorgunn með Margréti Knútsdóttur ljósm. sem ræðir líðan mæðra eftir fæðingu. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Kalos-kvartettinn Kalos-kvartettinn heldur tónleika í Bergi Hljómahöll miðvikudaginn 3. október kl. 19:30. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá, miðaverð 2500 kr. Hljómahöll - viðburðir framundan Prins Póló á trúnó : 4. okt. Dúndurfréttir í Stapa : 18. okt. Miðasala á hljomaholl.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.