Víkurfréttir - 04.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Við erum svo jákvæðir
Það er alltaf mikið líf á Nesvöllum en þangað skellti blaðamaður sér til þess að eiga smá spjall. Í
leðursófasettinu sátu þrír menn á besta aldri, nýbúnir að borða hádegismatinn og hlusta á frétt-
irnar. Þeir tóku mér vel þegar ég spurði hvort ég mætti setjast hjá þeim og forvitnast um þá. „Já,
já blessuð góða sestu hjá okkur,“ segir Guðmundur Kristjánsson kampakátur en hann sagðist
vera fastagestur á Nesvöllum í hádeginu og í félagsvistinni. Guðmundur er 86 ára gamall, fyrrum
sjómaður og vélvirki. „Það er alltaf gaman að koma hingað, ég er ánægður með allt hérna. Ég bý
einn úti í bæ en börnin mín sjá svo vel um mig eftir að konan mín dó,“ segir hann en konan hans
var Sara Vilbergsdóttir og hann segist hafa misst mikið þegar hún lést.
Áttum góðar eiginkonur
„Já ég tek undir það,“ segir Gísli Arnbergsson
fyrrum skipstjóri, 73 ára gamall en hann flutti í
Sandgerði um tvítugt frá Borgarfirði eystri. „Ég
hitti stelpu í Sandgerði, hana Lovísu Þórðardóttur,
sem bar af öðrum stúlkum og ég kvæntist henni
en hún fór fyrir fjórum árum og þá fór margt.
Ég er fluttur til Keflavíkur og kem alltof sjaldan
hingað á Nesvelli, svona þrisvar í viku,“ segir Gísli
en áhugamálin hans hafa alla tíð tengst sjónum.
Ungur herramaður bætist í hópinn og fær sér sæti
hjá okkur. „Þetta er hann Árni, hann stjórnar öllu
hérna á Nesvöllum,“ segir Haraldur Þórðarson,
75 ára fyrrum lögregluþjónn og starfsmaður á
tæknisviði hjá Háskóla Íslands en hann flutti til
Reykjanesbæjar fyrir fjórum árum ásamt eigin-
konu sinni, Málfríði Haraldsdóttur sem nú er látin.
Árni brosir til okkar allra og hlustar á okkur
tala saman. „Já, ég og
konan fluttum í Garðinn fyrst en í dag bý ég á
Ásbrú og það er fínt. Hér eru barnabörnin okkar.
Ég er veikur, er með lungnakrabba en ég geri allt
sem ég get til að láta mér líða vel, kem hingað og
á fleiri staði og spila á spil með góðu fólki. Það er
nóg að gera hjá mér en ég spila fimm sinnum í
viku. Svo er ég heima að leika mér sem radioama-
tör, er með öflugan sendi og tala við fólk út um
allan heim. Ætli ég tali ekki
fimm til sex tungumál, ja
eða allavega fimm. Ég hef
allt sem ég þarf og fæ góða
hjálp í heilbrigðisþjónust-
unni hérna, sem mér finnst
geypilega flott í Keflavík,“
segir Haraldur.
Með jákvæðni að vopni
„Við erum svo jákvæðir hérna, það er svo margt
gott í lífinu. Ég og Sara mín áttum fyrst heima
á Flateyri en fluttum svo hingað fyrir mörgum
árum en ég er frá Borgarnesi. Það er alltaf verið
að kvarta í þjóðfélaginu sem er algjör óþarfi, við
höfum það svo gott,“ segir Guðmundur hressilega.
Hinir taka undir það.
Árni Ragnarsson er dreginn inn í spjallið en hann
er fjörutíu ára starfsmaður á Nesvöllum. „Ég er
að hjálpa gamla fólkinu hérna, ég er að leggja á
borð og vinna á dagvist. Ég geri bara ýmislegt
hérna,“ segir Árni skælbrosandi og hinir segja
að Árni sé alltaf svo jákvæður og skemmtilegur.
Þeim fyndist lífið fátæklegra ef Árni væri ekki
á Nesvöllum líka. „Ég er að dunda mér heima
og lesa bækur, ég er forvitin og
les allskonar fróðlegar bækur.
Ég fer í göngutúra og boccia og
svo stundum í sund og bíó. Ég
er bara duglegur að lifa lífinu.
Mér finnst ofboðslega gaman
að lifa,“segir Árni í einlægni.
Guðmundur Kristjánsson. Ár
ni
Ra
gn
ar
ss
on
.
Gísli Arnbergsson.
Haraldur Þórðarson.
Umferðarslys var sviðsett á planinu
við 88 húsið miðvikudaginn 26. sept-
ember síðastliðinn. Lögregla,
sjúkrabíll og slökkvilið var kallað á
staðinn en klippum var beitt til þess
að ná ungmennum út úr bílunum.
Um er að ræða forvarnardag ungra
ökumanna sem haldinn er í sam-
starfi við Reykjanesbæ, Lögregluna
á Suðurnesjum, Brunavarnir Suður-
nesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og Tryggingarmiðstöðina.
Nemendur fengu fræðslu um afleið-
ingar umferðarlagabrota, ölvunar-
akstur, sektir, tjónaskyldu og brot
gegn þriðja aðila. Einnig fengu nem-
endur að heyra reynslusögu ungrar
ALVARLEGT UMFERÐARSLYS EÐA SVIÐSETNING?
BÍLAÚTSALAN
MUN OPNA BRÁÐLEGA Á ÁSBRÚ