Víkurfréttir - 04.10.2018, Blaðsíða 11
11FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Um fullt starf að ræða og er vinnutími frá kl. 8 til 16 virka daga. Nánari upplýsingar veitir Ágúst
Guðbjartsson vöru- og innkaupastjóri (a.gudbjartsson(hjá)lagardere-tr.is) eða Elsa Heimisdóttir
mannauðsstjóri (e.heimisdottir(hjá)lagardere-tr.is). Umsóknarfrestur er til og með 12. október.
Lagardère Travel Retail ehf. sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í líflegu og
alþjóðlegu starfsumhverfi.
Lagerstjóri
Við erum að leita að lagerstjóra á lagerinn okkar, sem er staðsettur á Keflavíkurflugvelli.
Hæfniskröfur:
● Starfsreynsla úr svipuðu starfi
● Jákvætt viðmót
● Kunnátta og reynsla af þjónustustörfum
● Stundvísi og snyrtimennska
● Sveigjanleiki
● Heiðarleiki
● Heilsuhreysti
● Góð íslensku og enskukunnátta
● Hreint sakavottorð
Ábyrgð
● Almennur rekstur lagers
● Gerð pantana
● Móttaka pantana
● Dreifing vöru innanhúss
● Skipulag daglegra verkefna og vinnutíma starfsmanna á lager
Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar www.lagardere-tr.is
Keflvíkingurinn Arnar Smári Þorsteinsson er 18 ára
nemi á fjölgreinabraut. Honum finnst einlægni besti
eiginleiki í fari fólks og hann langar að kaupa tyggjó
í mötuneytinu. Arnar Smári er FS-ingur vikunnar að þessu
sinni.
Hver er helsti kostur FS?
Hversu sérstakir kennararnir eru.
Hver eru áhugamálin þín? Al-
menn sjálfsbæting.
Hvað hræðist þú mest? Að
óvart meiða fólkið í kringum mig
sem mér þykir vænt um.
Hvaða FS-ingur er líklegur til
þess að verða frægur og hvers
vegna? Júlíus Viggó Ólafsson því
að hann er snillingur!
Hver er fyndnastur í skól-
anum? Raggi.
Hvað sástu síðast í bíó?
The Meg.
Hvað finnst þér vanta í mötu-
neytið? Tyggjó.
Hver er helsti galli þinn? Að ég
vape-a.
Hver er helsti kostur þinn? Ein-
lægur og létt að tala við mig.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð
í símanum hjá þér? Messenger,
YouTube og Chrome.
Hverju myndir þú breyta ef þú
værir skólameistari FS? Setja
strax tyggjó í mötuneytið, fárán-
legt að það er ekki!
Hvaða eiginleiki finnst þér
bestur í fari fólks? Einlægni.
Hvernig finnst þér félagslífið í
skólanum? Ágætt.
Hvert er stefnan tekin í fram-
tíðinni? Að halda áfram að bæta
mig og ekki gefast upp en annars
engin sérstök plön.
Hvað finnst þér best við að búa
á Suðurnesjunum? Allir vinir
mínir eru hérna.
Efirlætiskennari? Símon
dönskukennari.
Fag? Sálfræði.
Sjónvarpsþættir? Game of
Thrones.
Kvikmynd? Se7en.
Hljómsveit/tónlistarmaður?
System of a Down.
Leikari? Jim Carrey.
Raggi
VIÐTAL Kristín Fjóla Theodórsdóttirkristinfjola00@gmail.com
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
er fyndnasti
nemandinn!
ALVARLEGT UMFERÐARSLYS EÐA SVIÐSETNING?
stúlku sem lenti í alvarlegu
umferðarslysi.
Þetta árið tóku rúmlega 170
nemendur þátt í forvarnardeg-
inum en markmiðið er að vekja
þá til umhugsunar um ábyrgð-
ina sem því fylgir að vera öku-
maður, fækka slysum og auka
öryggi í umferðinni.
Verkefnið fór fyrst af
stað árið 2004 í kjölfar
banaslysa ungra öku-
manna og hefur verið
haldið árlega síðan.