Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2018, Side 14

Víkurfréttir - 04.10.2018, Side 14
14 BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg. Umhverfisvænir taupokar saumaðir í Bókasafninu: Fyrsta Pokastöð Suðurnesja opnaði í Bókasafni Reykjanesbæjar Fyrsta Pokastöð Suðurnesja var opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar um helgina. Pokastöðvar eru til í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi en það er stöð þar sem fólk getur fengið að láni margnota taupoka, t.d. í bóka- söfnum og matvöruverslunum. Margir eiga það til að gleyma margnota pokum heima og þá er hægt að fá taupoka að láni og skila honum síðar á hvaða Pokastöð sem er. Bókasafnið tók þátt í Plastlausum september og bauð á laugardaginn gestum og gangandi að sauma marg- nota taupoka sem síðan voru gefnir í Pokastöðina. Hér eftir verður við- burðurinn „Saumað fyrir umhverfið“ á dagskrá safnsins fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12 og afraksturinn alltaf gefinn í Pokastöð Bókasafnsins. Efni og saumavélar verða á staðnum en einnig má koma með eigin vélar og efni (t.d. gömul föt og rúmföt). Auglýsum eftir rafvirkjum á starfsstöðvar okkar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði Starfssvið Hæfniskröfur Starfið felur í sér viðhald og rekstur dreifikerfis, nýlagnir, tengingar og uppsetningu búnaðar. Við leitum að hæfileikaríkum einstakngum til að vinna í frábærum hópi fagmanna. Sveinspróf í rafvirkjun er nauðsyn, tekið verður tillit til þess ef viðkomandi er að ljúka sveinsprófi. Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, þjónustulund og brennandi áhuga á tæknimálum. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að ganga bakvaktir sé þess óskað. Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri í síma 422 5200. Sótt er um störfin á heimasíðunni, hsveitur.is Umsóknarfrestur er til og með 21. okt. 2018 ATVINNA RÆSTINGAR Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa. Um er að ræða fullt starf með vinnutíma 08:00 til 16:00. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 20 ára, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is JOB OFFER In a cleaning company Requirements: Individuals must be at least 20 years old, have a valid driver’s licens and a clean criminal record. Languages: Icelandic or good English is a must! We look for people for to work from 08:00-16:00 (100% work). If interested, pleace send e-mail to: halldor@allthreint.is HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is Atvinnutækifæri Til sölu sportvöruverslunin K-sport í Keflavík Nánari uppl veitir Brynjar Guðlaugsson í síma 420 4000 eða tölvupósti brynjar@studlaberg.is ÁHRIFAMIKIL LJÓSMYNDASÝNING Á BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Opnun ljósmyndasýningarinnar BLEIK og afhending Bleiku slauf- unnar var þann 28. september í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Sýningin endurspeglar áherslu Bleiku slaufunnar 2018 þar sem lögð er sér- stök áhersla á hvatningu til kvenna um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og að vina- hópar og vinnustaðir hvetji og styðji sínar konur. Sýningin mun standa yfir bleika október og hvetur Krabbameinsfélag Suðurnesja fólk til að kíkja á þessa mögnuðu sýningu með mögnuðum konum. Velferðarsvið afhendir ágóða verkefnisins „Frá barni til barns“ Á dögunum afhenti Velferðarsvið Reykjanesbæjar 800.000 króna styrk til langveikra/fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Upphæðin safnaðist í tón- listarverkefninu „Frá barni til barns“ sem nemendur hljómborðsdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku þátt í á vormánuðum. Styrkurinn fór til Eikarinnar, deildar fyrir börn með einhverfu í Holtaskóla, skammtíma- vistunarinnar Heiðarholts og til tveggja fatlaðra barna sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Píanó-, harmóniku- og hljómborðs- nemendur Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, ásamt kennurum sínum, efndu á vordögum til tónlistarverkefnisins „Frá barni til barns“. Því var hleypt af stokkunum laugardaginn 14. apríl sl. Þá var efnt til sérstakrar dagskrár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem haldin var tónleikaröð í tónleika- salnum Bergi. Auk þess var efnt til list- markaðar þar sem listamenn á sviði myndlistar, ritlistar, tónlistar, ljós- myndunar og ýmiss konar handverks gáfu verk sín. Einnig var starfrækt kaffihús við listmarkaðinn og nýttu nokkrir píanó- og harmónikunem- endur tækifærið og léku fyrir gesti kaffihússins. Á þeim mánuði sem hægt var að styrkja verkefnið söfnuðust alls 800.000 krónur. Þann 21. júní sl. var Velferðarsviði Reykjanesbæjar afhent upphæðin til varðveislu og útdeilingar. Már Gunnarsson píanónemandi nýtti tækifærið og spilaði fyrir gesti kaffihúss og listmarkaðs. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.