Víkurfréttir - 04.10.2018, Blaðsíða 15
15BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Ertu að flytja? – Ódýr þjónusta!
Sendibílar í öllum stærðum í skammtíma og langtímaleigu
Bogatröð 11, Ásbrú – Sími 455-0002 – leiga@sendibillinn.is
www.sendibillinn.is
Gey
md
u a
ug
lýs
ing
un
a!
Hljóðmaður/
verkefnastjóri
í Hljómahöll
Hljómahöll auglýsir lausa stöðu hljóðmanns/
verkefnastjóra.Tæknimál á höndum hljóðmanns/
verkefnastjóra varða allar hliðar rekstursins
s.s. tónleika- og ráðstefnuhald, fundi, dansleiki,
Rokksafn Íslands o.s.frv. Viðkomandi þarf að
búa yfir framúrskarandi þjónustulund, vera mjög
sveigjanlegur varðandi vinnutíma, geta haft umsjón
með hljóðblöndun á viðburðum, verkefnastjórn
á viðburðum og helst búa yfir tæknimenntun af
einhverju tagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst og er um 100% starf að ræða.
Hæfniskröfur
• Reynsla af hljóðvinnslu og tæknimálum
á viðburðum
• Góð og yfirgripsmikil þekking á tæknibúnaði
sem tengist viðburðahaldi
• Mikil tölvukunnátta (Apple, Windows, iOS
og Android umhverfi)
• Tæknimenntun t.d. á sviði hljóðstjórnar er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Reynsla af lýsingu á viðburðum er kostur
• Góð yfirsýn og hæfni til að vinna undir álagi
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Áhugasamir fylla út umsókn á vef Reykjanesbæjar.
Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas
Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri
Hljómahallar.
HINN ÍSLENSKI MARADONA BJARGAR DEGINUM
– Elías fann markaskóna í Hollandi
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er óðum að komast í gang með sínu nýja félagi, Excelsior Rotterdam, í hol-
lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Elías tryggði liði sínu 1:0 sigur um síðustu helgi með sannkölluðu drauma-
marki sem minnti um margt á tilþrif argentínskra snillinga sem bera númerið tíu á bakinu, en blöðin í Hollandi
tala um að markið sé í anda sjálfs Maradona.
Strákarnir í liðinu klipptu myndina út úr blaðinu og
hengdu fyrir ofan skápinn hans Elíasar, en fyrirsögnin er
eitthvað á þessa leið: „Íslenski Maradona reyndist hetjan.“
Elías fær ekki að taka myndina niður og er ekki alls kostar
ósáttur við það, þetta gæti verið verra.
Eftir að hafa skorað 26 mörk í 76 leikjum með Gauta-
borg í sænsku úrvalsdeildinni kom það ef til vill á óvart
að Elías var sagður til sölu í fjölmiðlum. „Ég las bara
um þetta sjálfur en liðsfélagar mínir sýndu mér þetta á
æfingu,“ segir Keflvíkingurinn. Hann fann aldrei fyrir
öryggi í Gautaborg, að hann ætti fast sæti þrátt fyrir að
sinna hlutverki framherja sómasamlega, þ.e. að skora
mörk. Hann átti erfitt með að kveðja en gerir sér grein
fyrir því að svona er lífið í fótboltanum.
RÚSSAGULL STÓÐ TIL BOÐA
Á endanum fór það svo að Elías var falur og félög virtust
áhugasöm um að tryggja sér þjónustu framherjans sprett-
harða. Lið frá Rússlandi var m.a. tilbúið að bjóða Elíasi gull
og græna skóga en hann kaus Holland af fótboltaástæðum.
„Þetta er mun betra fótboltaskref fyrir mig og hér líður
okkur mjög vel,“ segir hinn 23 ára Elías sem á von sínu
fyrsta á barni í desember ásamt kærustu sinni. Hann er
hrifinn af fótboltanum sem er spilaður í Hollandi þar
sem tæknileg geta hans og vilji til þess að halda boltanum
á jörðinni nýtast vel. Svo ekki sé minnst á hraða hans.
Eftir sjö umferðir situr Excelsior í áttunda sæti og Elías
hefur byrjað inn á í öllum leikjum. Þetta var hins vegar
hans fyrsta mark í Hollandi. „Ég er meira spenntur að
hafa loksins skorað en að það hafi komið með þessum
hætti,“ segir Elías en markið hefur vakið athygli fyrir
einstaklingsframtak Keflvíkingsins.
„Þetta gekk fullkomlega upp. Ég fæ boltann á mínum
vallarhelmingi. Eina sem ég gat gert var að halda áfram á
ferðinni sem ég var á. Ég hægi á mér og lít í kringum mig
og leita eftir samherjum sem voru of langt frá mér. Ég sé
varnarmanninn taka furðulega hreyfingu þannig að ég næ
að pikka boltanum framhjá honum. Þetta gerðist auðvitað
allt í augnablikinu en maður sér allar smáhreyfingar sem
henta manni til þess að komast alla leið. Varnarmaðurinn
var svo í sjónlínu fyrir markmanninum þannig að hornið
var bara opið,“ segir Elías í rólegheitunum. Það er auð-
vitað ekkert eðlilegt við svona mark og leikmenn teljast
heppnir að ná að galdra svona fram einu sinni á farsælum
ferli. „Ég áttaði mig ekki á því strax en eftir að fólk fór
að tala um markið þá hugsaði ég nú að þetta væri alveg
sæmilegt mark,“ segir Keflvíkingurinn hógvær.
BÍÐUR ÞOLINMÓÐUR EFTIR LANDSLIÐINU
Á þeim tveimur stórmótum sem Íslendingar hafa átt kar-
lalið í fótboltanum, hefur Elías þurft að sitja heima og
fylgjast með í sjónvarpinu. Hann á að baki níu landsleiki
og var að því er virtist á tímabili inn í myndinni en náði
ekki að komast í hóp utan æfingaleikja.
„Ég er ennþá ungur og liðið hefur verið sterkt. Það er
ekkert hægt að svekkja sig á því. Það er bara að gera
betur til að komast í næsta hóp. Auðvitað vill maður alltaf
vera valinn. Ef þú horfir á framherjana í liðinu þá ert þú
ert ekkert að fara að ganga inn í þann hóp.“ Hann segist
sáttur við þróunina á sínum ferli sem hófst hjá Valerenga
í Noregi. „Mér finnst ég hafa styrkst mikið og þroskast
sem leikmaður og það er minn draumur að komast sem
allra lengst. Ég er ekkert að stressa mig.“