Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 2
Samanburður á afkomu minni fjármálafyrirtækja
Verðbréfafyrirtæki og miðlanir Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Þús. kr. Hagnaður
2017
Hagnaður
2016
Eiginfjárhlut-
fall 2017 (%)
Þús. kr. Hagnaður
2017
Hagnaður
2016
Eiginfjárhlut-
fall 2017 (%)
ALM verðbréf 5.976 13.478 15,9 Akta sjóðir 21.001 40.749 32,0
Arctica Finance 211.870 499.708 48,6 ALDA sjóðir -28.600 -6.860 14,8
Arev verðbréfafyrirtæki -8.874 -1.686 11,9 GAMMA 625.915 845.513 47,0
Centra fyrirtækjaráðgjöf 4.725 34.685 25,4 Íslandssjóðir 183.000 97.000 62,1
Fossar markaðir 272.400 191.231 31,1 ÍV sjóðir 5.681 13.583 12,7
Íslensk verðbréf -35.935 115.979 19,9 Júpíter rekstrarfélag 59.355 29.943 18,8
Íslenskir fjárfestar 13.992 -7.868 39,7 Landsbréf 1.112.910 701.920 105,1
Jöklar- verðbréf 16.459 38.783 13,6 Rekstrarfélag Virðingar -2.281 20.247 27,0
T-Plús 47.351 46.310 220,2 Stefnir 1.679.692 741.319 81,0
Summa rekstrarfélag 3.734 242.665 52,3
Heild 527.964 930.620 Heild 3.660.407 2.726.079
Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækja hér á landi var 3,7
milljarðar í fyrra. Aukning hagnaðar milli ára nam
934 milljónum, sem einkum má rekja til verulegs
vaxtar í hagnaði sjóðastýringarfyrirtækja í eigu bank-
anna. Af tíu rekstrarfélögum voru það Stefnir, Lands-
bréf, Íslandssjóðir og Júpíter rekstrarfélag sem juku
hagnað sinn milli áranna 2016 og 2017, samkvæmt
nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um rekstur fjár-
málafyrirtækja á síðasta ári. Þetta eru allt félög í eigu
bankanna fjögurra, Arion banka, Landsbanka, Ís-
landsbanka og Kviku.
Hagnaður Stefnis jókst um rúmlega 938 milljónir
króna milli ára og var heildarhagnaður fyrirtækisins á
síðasta ári tæplega 1,7 milljarðar króna, samanborið
við 741 milljón árið 2016. Landsbréf hagnaðist um 1,1
milljarð 2017 samanborið við 702 milljónir ári áður.
Íslandssjóðir og Júpíter rekstarfélag um það bil tvö-
földuðu hagnað sinn í fyrra frá árinu 2016.
Þó svo að heildarhagnaður rekstrarfélaga
verðbréfasjóða hafi aukist, þá dróst hagnaður félag-
anna sem ekki eru í eigu bankanna saman milli ára.
Hagnaður GAMMA Capital Management fór úr 846
milljónum niður í 626 milljónir sem er samdráttur um
tæplega 26%. Hagnaður Summu rekstrarfélags nánast
þurrkast út og fer úr 243 milljónum í tæpar 4 millj-
ónir króna.
Meðalfjöldi starfsmanna hjá sjóðastýringarfyrir-
tækjum var 100 í fyrra, samanborið við 95 árið áður.
Hagnaður á hvern starfsmann fór því úr 28,7 millj-
ónum króna í 36,6 milljónir milli ára.
Minni hagnaður hjá verðbréfafyrirtækjum
Hagnaður þeirra níu fyrirtækja sem hafa starfsleyfi
sem verðbréfafyrirtæki dróst saman um rúmlega 43%
á milli ára, fór úr 931 milljón króna árið 2016 í 528
milljónir á síðasta ári.
Fossar markaðir, Íslenskir fjárfestar og T-Plús
voru einu félögin sem juku hagnað sinn milli ára.
Mestur var hagnaður Fossa markaða en þeir högn-
uðust um 272 milljónir í fyrra samanborið við 191
milljón árið áður, en þetta er aukning um 42%.
Á sama tíma fóru Íslensk verðbréf úr því að vera
þriðja arðbærasta verðbréfafyrirtæki landsins árið
2016 yfir í að skila 36 milljóna króna tapi árið 2017.
Arev verðbréfafyrirtæki skilaði einnig tapi í fyrra.
Meðalfjöldi starfsmanna verðbréfafyrirtækja var 94
í fyrra, samanborið við 87 árið 2016. Hagnaður á
hvern starfsmann verðbréfafyrirtækjanna helmingast
því milli ára, fer úr 10,7 milljónum króna í 5,6 millj-
ónir króna.
Félög í eigu banka
juku hagnaðinn
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Hagnaður rekstrarfélaga verðbréfasjóða
jókst um rúmlega 34% í fyrra og nam heild-
arhagnaður þeirra 3,7 milljörðum króna.
Samanlagður hagnaður verðbréfafyrirtækja
dróst hins vegar saman á milli ára.
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-4,12%
11,41
EIM
+2,11%
194
S&P 500 NASDAQ
+1,40%
7660,355
+0,92%
2759,67
+0,14%
7712,37
FTSE 100 NIKKEI 225
7.12.‘17 7.12.‘176.6.‘18 6.6.‘18
1.800
802.600
2.010,15
2316,85
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
75
+2,05%
22625,73
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
50
62,2
SEÐLABANKINN
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði
til að leggja mat á hæfni þeirra ein-
staklinga sem sóttu um starf
aðstoðarseðlabankastjóra hefur sent
frá sér álit sitt. Þar kemur fram að
nefndin telur fimm umsækjendur af
þeim ellefu sem valið stendur um,
hæfasta til að gegna embættinu, þrjá
umsækjendur metur nefndin vel
hæfa og þrjá umsækjendur hæfa. Var
nefndinni uppálagt að raða umsækj-
endum í fjóra flokka eftir því sem við
ætti, allt frá því að þeir teldust mjög
vel hæfir, vel hæfir, hæfir og til þess
að teljast ekki hæfir. Enginn um-
sækjendanna fyllti síðasta flokkinn en
áður en að umsagnarferlinu kom var
ljóst að einn umsækjandi uppfyllti
ekki almenn hæfisskilyrði.
Umsækjendurnir fimm sem kom-
ust í flokkinn „mjög vel hæfir“ eru
þau dr. Daníel Svavarsson, for-
stöðumaður hagfræðideildar Lands-
banka Íslands, Guðrún Johnsen, lekt-
or og doktorsnemi í hagfræði, Jón
Þór Sigurgeirsson, framkvæmda-
stjóri alþjóðasamskipta við SÍ, Rann-
veig Sigurðardóttir, aðstoð-
arframkvæmdastjóri hagfræði- og
peningastefnusviðs SÍ, og Þorsteinn
Þorgeirsson, ráðgjafi seðla-
bankastjóra.
Umsækjendurnir tveir sem
hæfnisnefndin taldi vel hæfa á eftir
hinum fimm mjög vel hæfu eru þeir
dr. Tryggvi Guðmundsson, hagfræð-
ingur sem starfar sem fulltrúi Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins í London, og
Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur
og fyrrum alþingismaður.
Í þriðja flokknum og hæfa telur
nefndin vera þá Konráð S. Guðjóns-
son, hagfræðing Viðskiptaráðs Ís-
lands, dr. Lúðvík Elíasson, starfs-
mann Seðlabanka Íslands, dr. Ólaf
Margeirsson, sérfræðing hjá Zurich
Insurance, og Stefán Hjalta Garðars-
son, reikniverkfræðing og frum-
kvöðul.
Í hæfnisnefndinni sitja:
Friðrik Má Baldursson, prófessor
við Háskólann í Reykjavík sem er for-
maður hennar. Hann er skipaður í
nefndina af forsætisráðherra án til-
nefningar. Þórunn Guðmundsdóttir,
hæstaréttarlögmaður og varafor-
maður bankaráðs SÍ sem skipuð er
samkvæmt tilnefningu bankaráðsins,
og Eyjólfur Guðmundssson, rektor
Háskólans á Akureyri, sem skipaður
er samkvæmt tilnefiningu samstarfs-
nefndar háskólastigsins.
Skipað verður í embætti aðstoðar-
seðlabankastjóra 1. júlí næstkomandi.
Þá rennur út síðara skipunartímabil
Arnórs Sighvatssonar, sem náð hefur
hámarkstíma þeim sem sitja má í
embættinu lögum samkvæmt.
Telja fimm um-
sækjendur hæfasta
Morgunblaðið/Ómar
Innan skamms tekur nýr aðstoðarseðlabankastjóri sæti við hlið Más
Guðmundssonar. Þó ekki lengi því skipunartími hans rennur út á næsta ári.
RAFORKA
Meðalverð þeirrar orku sem Lands-
net hefur samið um að kaupa á
þriðja ársfjórðungi, vegna flutnings-
tapa í kerfinu, hækkaði um 28% mið-
að við sama tímabil á síðasta ári.
Kaupin eru gerð á grundvelli útboðs
sem fram fór í apríl síðastliðinum.
Íris Baldursdóttir, framkvæmda-
stjóri kerfisstjórnunarsviðs Lands-
nets, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að þessi aukni raforku-
kostnaður endurspeglist í gjaldskrá
flutningstapa, og sé til marks um að
raforkuverð almennt sé að hækka.
Til útskýringar segir Íris að um 10%
af rafmagnsreikningi meðalheimilis
séu vegna flutningsgjalda Lands-
nets. Brot af því gjaldi sé gjald fyrir
flutningstöp. Því hafi þessi hækkun
bein áhrif til hækkunar á rafmagns-
reikningi heimila. „Við viljum vekja
athygli á þessari miklu hækkun raf-
orkuverðs á þessum árstíma, þegar
verð hafa sögulega verið lægst, og
varpa ljósi á þróun raforkuverðs
sem er að koma fram í útboðum okk-
ar.“
Spyr sig um samkeppnina
Íris segir að stöðugt þurfi að huga
að því regluverki sem stuðli að sam-
keppni á markaði og spyr sig hvort
eðlilegt jafnvægi sé á framboði og
eftirspurn á almennum markaði.
Hún segir að raforkuverðið hér á
landi sé einnig hátt í alþjóðlegu sam-
hengi. „Við höfum litið til Nordpool,
stærsta raforkumarkaðar í Evrópu
til samanburðar, og þar kemur í ljós
að íslensku verðin voru hærri í níu
mánuði af 12 á síðasta ári saman-
borið við verð á Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum. Það sama er
að gerast 2018, en það sem af er ári
er íslenska orkan 12% umfram
meðalverð Nordpool.“
Rafmagnið dýrara en á Nordpool
Gjaldskrá flutningstapa hefur áhrif á
raforkuverð heimilanna í landinu.