Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 9
stjórastöðu hjá Nintendo of America og hafa
þar umsjón með tækniþróuninni. Síðar tók ég
einnig að mér ábyrgðina á fjármálum fyrirtæk-
isins.
Hjá Nintendo starfa um 5.000 manns en fyrir-
tækið rekur uppruna sinn til Japans. Á vett-
vangi þess mættu Ingvari ýmsar áskoranir sem
m.a. tengdust þróun á hinu gríðarlega vinsæla
Nintendo Switch en einnig fjármálum fyrirtæk-
isins í víðara samhengi. Þannig segir Ingvar að
hann sé einna stoltastur af viðfangsefni á vett-
vangi Nintendo sem fæstir myndu tengja við
hinn heimsþekkta töluleikjaframleiðanda.
„Nintendo átti meirihlutann í hafnaboltalið-
inu Seattle Mariners. Ég hafði yfirumsjón með
sölunni á félaginu árið 2016 en opinberlega hef-
ur verið greint frá því að söluandvirðið hafi
numið 661 milljón dollara.“
Nú stendur Ingvar á ríflega sextugu og örfáir
mánuðir síðan hann sagði skilið við teymi lykil-
stjórnenda Nintendo. Að þessu sinni liggur leið-
in hins vegar ekki á vettvang nýrra tækifæra í
tæknigeiranum heldur hefur Ingvar ákveðið að
venda kvæði sínu í kross.
„Ég hætti hjá Nintendo þegar ég hafði komið
öllu því til leiðar sem ég ætlaði mér á þeim vett-
vangi. Ég hef aldrei staldrað við til þess að
staldra við heldur vil ég takast á við nýjar áskor-
anir. Núna verða þær dálítið öðruvísi en áður.“
Þar vísar Ingvar til þess að hann og Claudia,
kona hans, hafa ákveðið að flytjast til Íslands í
haust og nýta legu landsins til þess að ferðast
um Evrópu.
„Mér finnst gaman að geta flutt loksins heim
eftir 56 ár í Bandaríkjunum. Mamma er líka
flutt heim og það er gott að geta verið nær
henni. En við höfum áhuga á að ferðast meira
um Evrópu en við höfum náð að gera og nú er
rétti tíminn til þess að okkar mati.“
En það eru ekki aðeins ferðalögin sem bíða
Ingvars. Hann er staðráðinn í að sinna áhuga-
málum sínum af meiri natni en tekist hefur í
annasömu starfi á vettvangi tæknirisanna í
Bandaríkjunum.
„Ég hef verið að æfa þríþraut og hef m.a.
keppt í járnkarli á Havaí og víðar. Ég ætla að
gera meira af því ef heilsan leyfir og ég sé fyrir
mér að það gæti verið gaman að hjóla lengri
leiðir um Ísland, t.d. til Þingvalla. En svo hef ég
mikið dálæti á djasspíanóleik og nú ætla ég að
vera duglegri að æfa mig á því sviði en ég hef
hingað til verið.“
Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson
um langt árabil hefur verið í hópi ríkustu og
áhrifamestu manna veraldar.
„Það voru forréttindi að vinna með honum en
þetta fyrirtæki setti hann á stofn af einstæðum
áhuga á þessu viðfangsefni. Meðal þess sem við
unnum að eftir skipunum hans var að byggja
upp gríðarstórt neðanjarðarbyrgi sem geymir
filmur og upprunaleg eintök af einstæðum ljós-
myndum sem eru frá miðri 19. öld og varðveita
merkilega sögu.“
Frá Corbis lá leiðin á nýjar slóðir. Þá fjárfesti
Ingvar í ráðgjafarfyrirtæki. Fyrirtækið nefnist
Slalom Consulting og þar starfa í dag 5.000
manns en höfuðstöðvar þess eru í Seattle. Fyrir-
tækið teygir sig um þver og endilöng Bandarík-
in ásamt því að starfa í Kanada og London.
Ingvar er enn hluthafi í félaginu og situr þar í
stjórn en allmörg ár eru síðan hann lét af dag-
legum störfum í þágu þess.
„Þegar ég keypti hlutinn í Slalom störfuðu
þar aðeins um 100 manns og það var afar gaman
að koma að uppbyggingu þess fyrirtækis. En af
einhverjum ástæðum togaði tæknigeirinn ennþá
í mig og mig langaði til þess að koma að því að
byggja upp fyrirtæki fremur en að veita ráð-
gjöf.“
Hellir sér út í tölvugeirann
Eftir þrjú ár á vettvangi Slalom Consulting
fór hann til starfa hjá bókunarrisanum Expedia.
Það var árið 2008 og gegndi hann þar starfi
framkvæmdastjóra upplýsingatæknimála. En
síðasta stóra verkefnið sem Ingvar kom að á
ferlinum tengist einnig afþreyingu.
„Þegar ég var búinn að vera rúm tvö ár hjá
Expedia bauðst mér að taka við framkvæmda-
”
Undir árslok 1998 bauðst
mér að taka við starfi
framkvæmdastjóra tækni-
mála hjá fyrirtæki sem
nefnist Corbis. Bill Gates
hafði stofnað fyrirtækið
níu árum fyrr en það hafði
það að markmiði að koma
menningarverðmætum á
stafrænt form, m.a. lista-
verkum en ekki síst sögu-
legum ljósmyndum.
aw notaðist fyrirtækið mikið við hug- og
eve Jobs stofnaði eftir að hann hrökklaðist
um við þá notkun kynntist Ingvar Steve og
ig á vettvangi NeXT.
únaðurinn. Hann var ótrúlega einfaldur í
önnur kerfi upp á. En Steve var harðákveð-
og annað slíkt í beinni samkeppni við Apple.
un, eins og ég, að fyrirtækið ætti að einbeita
ep. Þannig gerðist það einhvern tíma að
rir Steve og fá hann til að setja þá stefnu.
erð með Steve og við ræddum þessi mál í
ur fyrir og ætlaði ekki að hvika frá stefn-
nnti hann hins vegar að NeXT myndi ein-
r snillingur og að það hafi verið unun að læra
yrir fólk til að hagnýta sér tæknina á nýjum
Step en það er hugbúnaðurinn sem reynd-
ldi Steve til Apple Computer á 395 milljónir
uðvelt að umgangast hinn heimsþekkta
gi.
ala á fundi yfir um 300 tæknisérfræðingum í
inni. Þar gerði hann viðstöddum grein fyrir
Þeir sem ekki tækju undir það væru einfald-
hvort hann hefði virkilega engan áhuga á að
rs garð og Ingvari þótti vænt um þegar hon-
uppbyggingunni hjá Corbis og ákvað að
sushi. Hann elskaði þann mat og ég er hon-
.“
ð borða sushi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 9VIÐTAL