Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018SJÓNARHÓLL
Meira til skiptanna
KRISTINN MAGNÚSSON
Í ofureinfaldaðri mynd má segja að framleiðni séeinfaldlega hlutfallið á milli þess sem kemur út úreinhverju ferli og þess sem fór inn í þetta sama
ferli. Með öðrum orðum þá gefur framleiðni til kynna
hversu skilvirkt ferlið er í að breyta inntaki í úttak.
Að mæla framleiðni getur verið bæði einfalt og flókið,
en hvorum megin hryggjar það fellur fer fyrst og
fremst eftir því hversu auðvelt er að skilgreina og
mæla inntakið og úttakið.
Framleiðni er eðlilega bæði mikilvæg fyrir fyrirtæki
og launþega. Framleiðni í rekstri fyrirtækis hefur
augljóslega bein áhrif á afkomu
þess, því ef hægt er að auka
framleiðsluna án þess að auka
notkun aðfanga eða draga úr
notkun aðfanga án þess að
minnka framleiðsluna þá
minnkar kostnaður á hverja
framleidda einingu og framlegð
vex. Framleiðni vinnuafls, það
er hlutfallið á milli úttaks og
þeirra unnu stunda sem til
þurfti, hefur jafnframt úrslita-
þýðingu fyrir launþega þar sem
hún setur efri mörk á launin
sem hægt er að greiða þar sem launakostnaður tak-
markast almennt við ákveðið hlutfall af verðmæti
framleiðslunnar.
Þegar kemur að þjónustugreinum flækjast gjarnan
málin þar sem ekki er alltaf augljóst hvernig best er
að skilgreina og mæla úttakið, það er það sem fram-
leitt er. Stundum eru reyndar augljósir möguleikar í
boði, en til dæmis mætti mæla framleiðslu í símsvörun
með fjölda afgreiddra símtala og framleiðslu bifreiða-
verkstæðis með fjölda viðgerða. Málin eru hins vegar
fljót að flækjast þegar kemur að afþreyingu í ferða-
þjónustu, en það sem gerir afþreyingu í ferðaþjónustu
ólíka ýmissi annarri þjónustu er að um er að ræða fé-
lagslegan atburð miklu frekar en efnahagslegan. Á
meðan bifvélavirkinn þarf ekki að tala við eiganda
bílsins á meðan hann gerir við hann, þá byggist af-
þreying í ferðaþjónustu yfirleitt á stöðugum persónu-
legum samskiptum starfsmanns og ferðamanns þar
sem starfsmaðurinn framleiðir þjónustuna á staðnum
og ferðamaðurinn neytir hennar jafn harðan.
Mælikvarðar sem kunna að virðast augljósir við
fyrstu sýn, eins og til dæmis fjöldi ferðamanna sem fá
afgreiðslu, ganga ekki upp þegar betur er að gáð. Ef
leiðsögumaður sem ræður vel við tíu manns á sama
tíma þyrfti til dæmis að sinna hundrað manns yrði
örugglega enginn ánægður og ekki yrði mikið um við-
skipti eftir það. Þetta styðja rannsóknir, sem sýna að
til þess að afþreying í ferðaþjón-
ustu nái árangri til lengri tíma
þarf þjónustan að höfða til
ferðamannsins, vera nýstárleg
fyrir hann, bjóða upp á óvænta
atburði, fela í sér fræðslu og allt
þarf þetta að gerast þannig að
ferðamanninum finnist hann
vera virkur þátttakandi í upplif-
uninni. Árangursrík afþreying
þarf þar með að byggjast á
reyndum og fróðum starfs-
mönnum sem hafa tíma til að
sinna hverjum og einum, sem
takmarkar verulega möguleikana til að auka fram-
leiðni.
Þegar harðnar á dalnum eru eðlileg og algeng við-
brögð fyrirtækja að leita leiða til að auka framleiðni,
en að ofansögðu eru möguleikarnir til þess takmark-
aðir í afþreyingu. Einhverja framleiðniaukningu má
sækja með hagnýtingu upplýsingatækni og stækkun
eininga í gegnum samruna eða skipulegt samstarf, þar
sem til dæmis stjórnunar- og markaðskostnaður
myndi þá lækka hlutfallslega auk þess sem auðveldara
yrði að dreifa álagi, en það er ólíklegt að slíkt dugi
eitt og sér. Líklegra er að þau fyrirtæki sem munu
lifa af til lengri tíma séu fyrirtækin sem ná að auka
gæði þjónustunnar og sækja þannig hærra verð, en
lykillinn að því er hæft starfsfólk og áhersla á upp-
lifun einstaklingsins.
MARKAÐIR
Hjörtur H. Jónsson,
forstöðumaður áhætturáðgjafar
hjá ALM verðbréfum
Framleiðni í afþreyingu
ferðamanna
”
Þegar harðnar á dalnum
eru eðlileg og algeng
viðbrögð fyrirtækja að
leita leiða til að auka
framleiðni, en að ofan-
sögðu eru möguleik-
arnir til þess takmark-
aðir í afþreyingu.
VEFSÍÐAN
Það er afskaplega gagnlegt að vera
með notendareikning hjá LinkedIn til
að safna þar saman upplýsingum um
menntun, störf og tengiliði. En gallin
við LinkedIn er að það er ekki að ein-
falt að nota upplýsingarnar þar til að
gera hefðbundna starfsferilsskrá. Að
vísu er hægt að finna hnapp hjá Lin-
kedIn sem útbýr prentvæna starfs-
ferilsskrá, en það er ekki hægt að
eiga mikið við umbrotið eða laga upp-
lýsingarnar að því starfi sem stendur
til að sækja um.
Það mætti svo sem alltaf gera
starfsferilsskrána með gamla laginu,
en það tekur tíma og fólki ferst það
vandaverk misvel úr hendi að ganga
frá plagginu þannig að það sé skýrt,
fallegt og veki athygli. Vefsíðan Ceev
(www.ceev.io) ætti að geta hjálpað, en
um er að ræða vefforrit sem hefur
verið hannað gagngert til að búa til
framúrskarandi starfsferilsskrár.
Ceev leiðir notandann á tiltölulega
þægilegan hátt í gegnum ferilskrár-
gerðina og býður upp á þann mögu-
leika að sækja upplýsingar beint frá
LinkedIn svo ekki þurfi að slá þær
inn handvirkt.
Ceev setur starfsferilsskrána upp
með sjálfvirkum hætti og getur not-
andinn síðan breytt hér um bil flestu;
valið mismunandi útlit, breytt litum
og letri.
Grunnútgáfa Ceev er ókeypis en
gegn 10 dala gjaldi má opna fyrir alla
notkunarmöguleika forritsins.
ai@mbl.is
Starfsferilsskráin
verður leikur einn