Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Grillaðar lamba-innralærissteikur með
sítrónu-og rósmarínmarineringu
Fyrir fjóra
2 pk. lambasteikur, mínútusteikur 200 gr hver pakki
4 msk. ferskur sítrónusafi
4 tsk. sítrónubörkur
1 ½ tsk. saxað ferskt rósmarín
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
Nýmulinn svartur pipar
200 ml. repjuolía
Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í
matvinnsluvél ásamt olíunni. Kryddið með salti og svörtum pip-
ar. Marinerið kjötið í blöndunni í að minnsta kosti 10 mínútur.
Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, hvílið í 5 mínútur og berið
fram.
Kryddsmjör
160 gr. mjúkt smjör
2 msk. fersk steinselja
2 msk. ferskt estragon
2 msk. ferskur graslaukur
2 msk. Dijon sinnep
2 msk. korna sinnep
Blandið saman í skál, setjið á bökunarpappír og rúllið upp í
sívalning og kælið. Skorið í mátulega bita við notkun.
Salat með rauðkáli og fennel (slaw)
4 bollar rauðkál skorið í þunnar sneiðar
2 stk fennel í þunnum sneiðum
1 grænt epli
2 msk rifin fersk piparrót
4 msk repjuolía
2 msk eplaedik
Blandað og smakkað til með salti og pipar, má gera deginum
áður og láta bíða í kæli yfir nótt.
Grilluð lambasteik með sesam- og appelsínumarineringu
2 pk. lambasteikur, mínútusteikur 200 gr hver pakki
2 msk. sesam olía
1 msk. sesamfræ, ristuð
1 appelsína, börkur og safi
1 msk. ostrusósa
1 romaine salathaus
½ appelsína
3 msk chili olía
Blandið kjöti ásamt, sesamolíu, sesam fræjum, appels-
ínuberki, appelsínusafa og ostrusósu og marinerið í að minnsta
kosti 10 mínútur. Grillið eða steikið í 2 mínútur hvora hlið.
Skerið romaine langsum, penslið með chili olíu og grillið í
u.þ.b. 1 mínútur á hvorri hlið á meðalhita. Skerið appelsínu í
báta, penslið með olíu og grillið í 2 mínútur á meðalhita.
Grillað lamba-innlæri með grilluðu brokkoli,
gremolata, ferskri tómatasósu og kartöflusalati
1 pk lamba-innralæri u.þ.b. 300 gr
3 msk repjuolía
½ brokkoli haus, skorinn gróft
Brúnið kjötið á heitu grilli í í tvær mínútur á hvorri hlið og
setjið á efri hillu á grillinu, lækkið í meðalhita og lokið grillinu.
Eldið í u.þ.b. 20 mín þar til nær 58 °C í kjarnhita. Mæli með
notkun á kjarnhitamæli! Takið af grillinu og hvílið við stofuhita
í 10 mín. Berið ríflegt magn af gremolata á kjötið áður en það er
borið fram. Grillið brokkoli og berið fram ásamt ferskri tóm-
atasósu.
Kartöflusalat
400 gr. soðið kartöflusmælki
100 gr. grænar ólífur
2 msk. kapers
1 msk. dijon
1 msk. hunang
4 msk. ólífuolía
2 msk. ítölsk steinselja
klípa af salti
Gremolata
1 búnt ítölsk steinselja
1 geiri hvítlaukur
Sítrónubörkur af 2 sítrónum
Saxið steinseljuna gróft, rífið hvítlauk og sítrónubörk á fínu
rifjárni og blandið saman
Tómatasósa
1 msk olía
½ laukur skorinn í teninga
1 hvítlauksrif, smátt skorið
2 pakkar ferskir konfekt tómatar
1 stk hunang
svartur grófmulinn pipar
salt
Svitið lauk og hvítlauk á hægum hita í 2 mín, bætið tómöt-
unum við og látið sjóða í 10 mín, bætið við hunangi og smakkið
til með svörtum pipar og salti. Maukið í matvinnsluvél.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Grillaðar lamba-
innralærissteikur
með sítrónu- og rósmarín-marineringu
Það er fátt betra á grillið en góð lambasteik og hér getur að líta uppskriftir frá hinum eina sanna Hafliða Halldórssyni sem
veit nú meira en flestir hvernig best er að matreiða lamb. Hafliði fer hér víða og bragðsamsetningarnar ættu að gleðja
matgæðinga enda afar snjallar eins og hans er von og vísa.
Grilluð lambasteik með sesam- og appelsínumarineringu. Grillað lamba-innanlæri með grilluðu brokkolí.
Munið að ef kjötið er látið hvíla eftir að steikingu
lýkur, eins og æskilegast er, heldur kjarnhitinn
áfram að hækka dálítið. Reikna má með að í stórri
steik eins og lambalæri hækki hann um 4-10°C
(oftast um 5°C) á 15-20 mínútum og þetta þarf að
hafa í huga þegar verið er að meta hvort kjötið sé
að verða steikt. Ef gleymist að reikna með þessu
getur kjötið reynst meira steikt en til var ætlast,
þegar farið er að skera það.