Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Hafsteinn var þó hvergi nærri af baki dottinn heldur setti tinda ost, pickles, grillaða portobello-sveppi, spicy-majónes, kál, tómata og lauk á borgarann sem hann bar fram í brioch-brauði. Hafsteinn segir að flóknara sé þetta nú ekki en mikilvægt sé að grillið sé rjúkandi heitt þegar byrj- að er að grilla. Svo er þetta bara gert eftir kúnstarinnar reglum. Kjötið grillað eftir smekk, brauðið hitað á grillinu, grænmetið skorið niður og portobello-sveppunum skellt á grillið í nokkra stund til að galdra fram bragðið. Morgunblaðið/Eggert Grillaður dry age- hamborgari Spicy-majónes 4 hlutar majónes 1 hlutur shiracha ½ hlutur dijon-sinnep salt pipar sítrónusafi Portobello-sveppunum er velt upp úr olíu, sojasósu og pipar, svo grillaðir á annarri hliðinni í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður ársins í fyrra, grillar hér fyrir okkur sjóðheitan hamborgara. Fyrir valinu hjá Hafsteini varð nýjung á markaðinum sem er dry age-hamborgari og fæst í Nettó. Kjötið er sagt óvenjuskemmtilegt en við fögnum að sjálfsögðu alltaf nýjungum sem gera grillmennskuna meira spennandi Hittarinn í ár? Dry age borgarinn á ábyggilega eftir að slá í gegn. Grillað rib eye með timiansmjöri og kartöfluskífum fyrir 4 4 x 250 g rib eye steikur 4 bökunarkartöflur 300 g smjör ferskt timian 2 msk matarolía salt pipar chilli flögur Timiansmjör 300 g smjör, gott að taka úr kæli aðeins áður, er sett í hrærivél og hrært. Þegar það er farið að mýkjast er olíunni bætt úti og svo kryddað til með fersku timian, salt, pipar og chilli flög- um Kartöflurnar skornar í 4 skífur hver, velt upp úr olíu og salt og pipar og bakaðar í ofni við 200 gráður í 12 mín Grillið hitað í botn og steikurnar kryddaðar með salt, pipar og chilliflögum Steikurnar grillaðar við fullan hita í 3 mín á hvorri hlið og á sama tíma eru kartöfluskíf- urnar grillaðar. Hitinn lækkaður á grillinu nið- ur í 120 gráður og steikurnar settar þeim meg- in sem slökkt er á brennurum. Grillinu lokað og beðið í 6 mín, Steikurnar látnar svo hvíla í 5-10 mín og gott að gera fallegt salat til að bera fram. Timian smjörinu er svo bætt ofan á steik- urnar og borið fram með fallegu salati og kart- öfluskífum Grillaðar tígrisrækjur með chili mæjó, sumarsalsa og súrdeigsbrauði fyrir 4 16 tígrisrækjur Marineraðar í eftirfarandi legi í 4 tíma 1dl matarolía 2 hvítlauksrif pressuð 2cm af rifnum engifer börkur af einu lime 1 msk chilli flögur nýmalaður svartur pipar Chilli mæjó 400 g japanskt mayones 2 msk soya sósa safi úr ½ lime 1 msk sambal olek Allt sett í blender og blandað þar til tilbúið Sumarsalsa ¼ kantalópa ½ mangó 1/8 ananas ávextir flysjaðir og skornir í teninga 1 box cherry tómatar skornir í tvennt 1 sæt kartafla skorin í teninga og bökuð í ofni með olíu í 14 mín 200 gráður Öllu blandað saman í skál með olífuolíu, salti og pipar og fersku salai bætt út í Setjið rækjurnar á grillspjót og grillið á sjóðandi heitu grilli í 3 mín á hvorri hlið og munið að salta þær Súrdeigsbrauðsneiðar grillaðar á sama tíma þangað til að það fær fallegar grillrendur. Brauðið er sett upp á disk og svo sum- arsalsað oafn á það. Því næst rækjurnar á spjótinu og svo chilli mæjó eftir smekk. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grillað rib eye að hætti Svenna. Sveinn Sævar Frímannsson þykir fremur flinkur að elda enda gerir hann mikið af því. Rækjurnar eru fallegar á diski. Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn, eða Svenni er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Það var því auðsótt mál að fá hann til að grilla fyrir okkur tvo af sínum uppáhaldsréttum en hér getur að líta klassískt rib eye og síðan rækjur sem ættu að falla vel í kramið á flestum bæjum. Grillað rib eye  með timiansmjöri og kartöfluskífum Tígrisrækjurnar eru grillaðar í 3 mínútur á hvorri hlið. Prufið að grilla rækjur. Þær eru sérlega skemmtilegt hráefni sem hægt er að mar- inera á ótal vegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.