Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
„Loksins erum við Reykvíkingar farnir að sjá
einhver teikn um að sumarið sé á næsta leiti.
Sólin hefur aðeins gægst út í gegnum skýja-
hnoðrana og regninu hefur eitthvað slotað.
Það er fátt sem gleður meira en von um góð-
viðri þannig að hægt sé að kynda undir grillinu
með sólarglætu í hjarta,“ segir Ragnar og
bætir því við að þessi uppskrift tylli því besta
úr íslenskri náttúru upp á ljúfan stall þar sem
lambið og grænmetið fái sérstaklega að njóta
sín.
Marineraðar lambakótilettur
2 hryggir skornir í 1,5 cm þunnar sneiðar
4 msk jómfrúarolía
safi úr einu lime
börkur af einu lime
3 hvítlauksrif
½ rauður chilipipar
1 tsk hlynsíróp
salt og pipar
Vellaukað kartöflusalat
1 kg smælki með hýðinu
1 rauðlaukur
búnt af vorlauk
4 skalottulaukar
4 msk smátt skorinn graslaukur
4 msk smátt skorin steinselja
3 hvítlauksrif
3 msk majónes
2 msk grísk jógúrt
2 tsk hlynsíróp
2 tsk hvítvínsedik
salt og pipar
Mangósalsa
1 mangó
4 kjarnhreinsaðir tómatar
1 rauður chilipipar
2 msk hökkuð fersk mynta
4 msk jómfrúarolía
2 tsk hlynsíróp
salt og pipar
Fylltar papríkur
5 rauðar íslenskar papríkur
400 g rjómaostur til matargerðar
einn castello-ostur með chilibragði
4 hvítlauksrif
1 msk hökkuð fersk steinselja
1 msk hökkuð fersk basil
salt og pipar
Agúrkusalat frá Hveravöllum
1 kjarnhreinsuð agúrka
1 tsk sykur
2 msk majónes
1 tsk hökkuð fersk steinselja
safi úr hálfu lime
salt og pipar
með mangó, chili og
tómatsalsa með osta-
fylltum papríkum, gúrk-
um í majó og vellauk-
uðu kartöflusalati
Ljósmynd: Ragnar Freyr Ingvarsson
Það er hinn eini sanni Ragnar Freyr Ingvarsson eða Læknirinn í eldhúsinu sem á heiðurinn að þess-
ari uppskrift. Ragnar er sérlega flinkur grillari og því ekki annað hægt en að prófa þessa dásemd en
Ragnar leggur ætíð mikið upp úr meðlætinu sem er íslenskt grænmeti að þessu sinni.
Paprikurnar eru fylltar með Castello osti.
Kótiletturnar tilbúnar á grillið.
Kótilettur henta einstaklega vel á grill.
Marineraðar lambakótilettur
Sérlega vel
heppnaður réttur
hjá Ragnari eins og
hans er von og vísa.
Mangósalsað tekur máltíðina upp á næsta stig.