Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 14
Grilllögur 200 ml matarolía 100 ml soyasósa ½ chili 3 hvítlauksgeirar 3-4 cm engiferrót safi úr 1 lime Chili er kjarnhreinsað og saxað, hvítlaukur og engiferrót rifin og öllu blandað saman. Skötuselurinn er skorinn í 80-100 gr bita og látinn liggja í leginum í 30-40 mínútur. Sítrussalat 2 lime 2 sítrónur 3 appelsínur 1 granatepli 3 vorlaukar smá steinselja Börkur af lime, sítrónu og appels- ínu er tekinn af og ávextirnir skornir í lauf. Steinselja og græni parturinn af vorlauknum er söxuð. Allt sett saman í skál og djúsað með extra virgin ólífuolíu, sítrónusafa og smá salti. Kartöflusalat 400 gr kartöflur - helst smælki rauð paprika ½ chili 1 skallotu laukur 4-5 msk basilpestó 1-2 msk grófkorna sinnep. Kartöflur eru soðnar og kældar. Paprika, chili og skallottulaukur eru söxuð niður og kartöflur skornar í fallega báta. Öllu blandað saman ásamt smá ólífuolíu og smakkað til með salti. Hvítlaukssósa 1 hvítlaukur 1 sítróna 1 dós sýrður rjómi 24% Hvítlaukur er rifinn niður og blandað saman við sýrðan rjóma, börkurinn af 1 sítrónu er rifinn með fínu rifjárni og blandað saman við. Smakkað til með sítrónusafa og salti. Skötuselurinn er grillaður í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Aspas er vaf- inn í hráskinku (passa að brjóta trénaða partinn neðan af), aspas og grænkáli er svo velt upp úr olíu og salti áður en grillað. Grænkálið er svo dressað í sítrónusafa og salti áð- ur en borið fram. Hugi Kristinsson, matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi galdrar hér fram fyrir lesendur dásemdar skötusel með fersku sítrussalati og meðlæti sem er hvert öðru girnilegra. Hér er hráefnið í fyrirrúmi. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Grillaður skötuselur Hugi Kristinsson galdrar hér fram dýrindis máltíð eins og honum einum er lagið.  með sítrus- salati, aspas, kartöflusalati og hvítlaukssósu. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Grillað tómatasalat Fyrir 4 3 buff tómatar Extra virgin-ólífuolía 1 hvítlaukur 1 msk. söxuð steinselja ferskt basil sjávarsalt svartur pipar Hitið grillið vel. Skerið tómatana í sneiðar og grillið þá í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða komnar eru fallegar línur. Setjið á disk og kryddið með salti, pipar, steinselju og basil og sullið ólífuolíu yfir. Mjög einfalt en ákaflega bragðgott. Grillað grænmeti Fyrir 4 3 paprikur í sitthvorum litnum 1 kúrbítur 1 eggaldin 2 rauðlaukar 1 sítróna 1 msk. saxað ferskt kóríander 1 msk. söxuð fersk minta 1 vorlaukur, saxaður 1 rauður chili, skorinn í þunnar sneiðar 1 hvítlaukur, saxaður salt pipar Extra virgin-ólífuolía Hitið grillið vel. Skerið kúrbítinn og eggaldin í sneiðar, laukinn í báta og sítrónuna í tvennt. Grill- ið grænmetið og leyfið húðinni á paprikunni að brenna örlítið því þá er auðveldara að ná húðinni af). Hamflettið og fræheinsið paprikuna þegar hún er tilbúin. Setjið allt grænmetið í stóra skál, bætið við kóríander, mintu, vorlauk, chili, hvítlauk og ólífuolílu og kryddið með salti og pipar. Gómsætt grillað grænmeti Silvia Carvalho útskrifaðist sem kokkur á dögunum en hefur starfað við fagið í fjölda ára hér á landi. Það leikur flestallt í höndum hennar en við fengum hana til þess að grilla fyrir okkur grænmeti og uppleggið var að hafa það eins einfalt og kostur er.  Silvía brást ekki frekar en fyrri daginn og hér býður hún upp á sáraeinfalda en bragðgóða grillaða tómata sem eru í uppáhaldi hjá flestum. Að auki er hún með grillað grænmeti sem er sérlega skemmti- legt. Þar blandar hún saman grilluðu grænmeti og fersku og útkoman er alveg hreint upp á tíu! Tómatar eru herramannsmatur. Ferskt grænmeti og grillað! Kemur ótrúlega vel út saman. Morgunblaðið/Valli Silvía Carvalho er mikill meistarakokkur og sýnir hér sannkallaða meistaratakta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.