Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 SVEITARSTJÓRI Upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Starfssvið: • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum • Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa • Að gæta hagsmuna Bláskógabyggðar út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum Menntunar- og hæfniskröfur: • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum • Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun • Reynsla af mannauðsmálum • Reynsla og/eða þekking af markaðsmálum • Háskólamenntun sem nýtist í starfi Bláskógabyggð er framsækið sveitarfélag í örum vexti þar sem nú búa rúmlega 1100 íbúar. Sveitarfélagið varð til árið 2002 við sameiningu þriggja hreppa, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Þrír þéttbýliskjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. BÆJARSTJÓRI AKUREYRAR Upplýsingar veitir: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur • Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs • Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti Starfssvið: • Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af bæjarstjórn og bæjarráði • Bæjarstjóri undirbýr og situr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna bæjarfélagsins og nánari útlistun á hlutverki bæjarstjóra er að finna í 50. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar Starf bæjarstjóra er fjölbreytt, krefjandi en um leið gefandi og viðburðarríkt. Leitað er að aðila sem er atorkusamur, metnaðarfullur og tilbúinn að leggja sig allan fram, býr yfir góðri reynslu og hefur einlægan áhuga á að ná árangi í starfi. Viðkomandi þarf að eiga góð samskipti fyrir hönd bæjarfélagsins og vera talsmaður þess í samskiptum við íbúa, fjölmiðla, viðskiptavini og opinbera stjórnsýslu. Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 19.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland. Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfar eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áfangastaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert. www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.