Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 3

Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 3 Sveitarstjóri Í Vopnafjarðarhreppi búa tæplega 700 manns í þéttbýli og dreifbýli. Aðal atvinnugreinar svæðisins eru fiskveiðar, fiskverkun, iðnaður, þjónusta og landbúnaður. Sveitarfélagið rekur grunnskóla, leikskóla, hjúkrunardeild og fleira auk þess sem framhaldsskóladeild er starfrækt í samstarfi við framhaldsskólann á Laugum. Ungu fólki fjölgar og er áhersla lögð á að íbúar á öllum aldri fái þjónustu við hæfi. Á Vopnafirði eru miklir möguleikar til útivistar og afþreyingar í fallegum firðinum og ferðaþjónusta í sókn. Svæðið er einnig þekkt sem ein besta stangveiðiparadís landsins. capacent.is/s/6854 : Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur. Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri æskileg. Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum. Góð skipulagshæfni og metnaður. • • • • • • • • • • • 9. júlí Starfssvið: Er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsfólks. Hefur yfirumsjón með fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. Undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar auk þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar. Samskipti og samvinna við ýmsa aðila fyrir hönd sveitarfélagsins. Aðkoma að stefnumörkun og áætlanagerð. Vopnafjarðarhreppur óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í starf sveitarstjóra. Leitað er að jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum. Sveitarstjóri þarf að vera talsmaður sveitarfélagsins út á við sem innan og hafa metnað og áhuga fyrir uppbyggingu og þróun samfélagsins. BÆJARSTJÓRI AKUREYRAR Upplýsingar veitir: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur • Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs • Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti Starfssvið: • Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af bæjarstjórn og bæjarráði • Bæjarstjóri undirbýr og situr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna bæjarfélagsins og nánari útlistun á hlutverki bæjarstjóra er að finna í 50. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar Starf bæjarstjóra er fjölbreytt, krefjandi en um leið gefandi og viðburðarríkt. Leitað er að aðila sem er atorkusamur, metnaðarfullur og tilbúinn að leggja sig allan fram, býr yfir góðri reynslu og hefur einlægan áhuga á að ná árangi í starfi. Viðkomandi þarf að eiga góð samskipti fyrir hönd bæjarfélagsins og vera talsmaður þess í samskiptum við íbúa, fjölmiðla, viðskiptavini og opinbera stjórnsýslu. Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 19.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland. Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfar eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áfangastaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.