Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 8
Morgunblaðið/Kristinn
Stöðulisti fyrir landsmót
A-flokkur
1 Daníel Jónsson
Hross: IS2007186189 Arion frá Eystra-
Fróðholti
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson
Hross: IS2005137600 Atlas frá Lýsuhóli
3 Teitur Árnason
Hross: IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ
4 Daníel Jónsson
Hross: IS2008186002 Nói frá Stóra-Hofi
5 Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hross: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri
II
6 Reynir Örn Pálmason
Hross: IS2009138737 Laxnes frá Lambanesi
7 Árni Björn Pálsson
Hross: IS2010177270 Organisti frá Horni I
8 Hinrik Bragason
Hross: IS2006165663 Gangster frá Árgerði
9 Sigvaldi Lárus Guðmundsson
Hross: IS2009238251 Tromma frá Skógskoti
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir
Hross: IS2011186102 Dropi frá Kirkjubæ
B-flokkur
1 Elin Holst
Hross: IS2007176176 Frami frá Ketilsstöðum
2 Árni Björn Pálsson
Hross: IS2010180716 Ljósvaki frá Valstrýtu
3 Jakob Svavar Sigurðsson
Hross: IS2008157517 Nökkvi frá Syðra-
Skörðugili
4 Siguroddur Pétursson
Hross: IS2009137717 Steggur frá Hrísdal
5 Fríða Hansen
Hross: IS2008286701 Kvika frá Leirubakka
6 Jón Páll Sveinsson
Hross: IS2009280685 Hátíð frá Forsæti II
7 Sigurður Sigurðarson
Hross: IS2006201042 Arna frá Skipaskaga
8 Siguroddur Pétursson
Hross: IS2010137338 Múli frá Bergi
9 Teitur Árnason
Hross: IS2006158545 Roði frá Syðri-
Hofdölum
10 Skapti Steinbjörnsson
Hross: IS2009157352 Oddi frá Hafsteins-
stöðum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
órdís Anna Gylfadóttir hef-
ur haft í nóg að snúast við
að skipuleggja viðburð
komandi viku. Þórdís
Anna er mótsstjóri
Landsmóts hestamanna 2018 og
verður á þeytingi um mótssvæðið
enda þarf í mörg horn að líta.
Að þessu sinni munu landsmóts-
gestir verða varir við ýmsar breyt-
ingar, bæði stórar og smáar, en allar
eru þær gerðar til að gera viðburð-
inn ánægjulegri fyrir hesta og
menn. „Breytingarnar má sjá strax
á fyrsta degi mótsins, 1. júlí, en þá
fer fram keppni í barna- og ung-
lingaflokkum og höfum við ókeypis
inn á mótssvæðið. Þetta þýðir að
bæði mamma og pabbi, systur og
bræður, amma og afi, frændur,
frænkur og vinir geta komið og
fylgst með unga fólkinu án þess að
greiða aðgangseyri og vonandi að
fyrir vikið verði áhorfendabrekkan
full af fólki sem hvetur næstu kyn-
slóð knapa til dáða og fylgist með,“
segir Þórdís og lofar magnaðri sýn-
ingu, enda gefa
börnin fullorðnu
keppendunum ekk-
ert eftir.
Skipulagi mótsins
hefur líka verið
breytt til að gera
dagskrána sem
þægilegasta fyrir
hestana. „Við högum
keppninni þannig að
núna er heill dagur
gefinn á milli
keppnisatriða í
hverjum flokki.
Hestur sem kemur í
forkeppni fær heilan dag til að hvíla
sig áður en keppt er í milliriðli, og
svo aftur a.m.k. dag til að hvílast
fyrir úrslit,“ útskýrir Þórdís Anna
og bendir á að það reyni bæði á hest
og knapa að þurfa að keppa hvern
daginn á fætur öðrum. „Við leggjum
okkur líka fram við að taka tillit til
heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu og munum sýna frá leikjum
á risaskjá hér á landsmótinu.“
Mótinu gerð góð skil í sjónvarpi
Stigið verður mikilvægt skref á
þessu landsmóti til að auka sýnileika
íslenskra hestaíþrótta og mun Ríkis-
sjónvarpið sýna beint frá lokahelgi
mótsins. „Ríkissjónvarpið hefur áð-
ur verið með beinar útsendingar frá
fylgjast með kynbótahrossunum, en
þar kemur fram rjóminn í íslenskri
hrossarækt hverju sinni. Persónu-
lega finnst mér skemmtilegast að
fylgjast með yngstu graðhestunum,“
segir Þórdís.
Á sunnudeginum 8. júlí fara fram
A-úrslit í ölllum flokkum gæðinga-
keppninnar og endað á úrslitum í A-
flokki gæðinga.
Mikil tilhlökkun
Þórdís Anna segir undirbúning
mótsins lofa góðu, í hestamanna-
félaginu Fáki sé mikill mannauður
og félagsmenn tilbúnir til að leggja
sitt af mörkum til að halda glæsilegt
landsmót.
„Metfjöldi hrossa á keppnisrétt í
gæðingakeppni landsmótsins í ár,
nánar tiltekið 132 hross í fullorð-
insflokkum og 126 hross í yngri
flokkum. Keppnisrétturinn verður
þó ekki alveg fullnýttur hjá öllum fé-
lögum,“ segir hún en keppnisrétt-
urinn er reiknaður út frá fjölda fé-
laga í Landssambandi hestamanna-
félaga. „Greinilegt er að það er
fjölgun félaga á milli landsmóta. Bú-
ast má við um 500 hrossum til þátt-
töku í gæðingakeppninni. Svo bæt-
ast við hross í tölti og skeiðgreinum,
kynbótasýningum og afkvæmasýn-
ingum. Í heildina má því búast við að
ríflega 1.000 hross komi fram á
landsmótinu.“
Er óhætt að segja að Þórdís Anna
hlakki til landsmótsins, en sjálf hef-
ur hún verið viðriðin hestamennsku
frá barnsaldri og man vel eftir sínu
fyrsta landsmóti, á Hellu árið 1994,
þá aðeins þrettán ára gömul. Síðan
þá hefur hún m.a. menntað sig í
reiðmennsku og reiðkennslu og
nánast alla sína starfsævi unnið
störf tengd íslenska hestinum. Hún
tekur núna í fjórða sinn þátt í að
gera landsmót að veruleika. „Þetta
er gríðarlega mikil vinna en jafn-
framt hrikalega skemmtilegt. Að
mörgu er að huga enda er landsmót
einn stærsti íþróttaviðburður sem
haldinn er utandyra hér á landi en
mótið sýnir líka hvað hestamenn
geta verið öflugir þegar þeir leggj-
ast á eitt,“ segir Þórdís Anna. „Við
leggjum okkur fram við að hafa
mótssvæðið eins gott og hægt er því
við vitum að það er mikið í húfi fyrir
keppendur og eigendur hrossanna.
Að baki hverri sýningu í braut ligg-
ur mikill tími og vinna. Tilhlökkunin
er gífurleg og ég á von á veislu fyrir
unnendur íslenska hestsins.“
Aðgangur að mótssvæðinu verður ókeypis fyrsta
keppnisdaginn og vonandi fyllist Víðidalur af fólki
sem mun hvetja yngstu knapana til dáða. Mikið
verður lagt í beinar sjónvarpsútsendingar
frá síðustu tveimur dögum mótsins.
Morgunblaðið/Hari
„Bein útsending verður frá mótinu á laugardagskvöldinu 7. júlí og allan sunnudaginn 8. júlí og einnig höfð sú nýbreytni á út-
sendingunni að vera með sérstakt landsmótssett, með svipuðu fyrirkomulagi og áhorfendur þekkja frá HM-stofunni,“ segir
Þórdís Anna Gylfadóttir landsmótsstjóri. Um 1.000 hross eru væntanleg á mótið.
mótinu en umfangið hefur aldrei
verið svona mikið. Bein útsending
verður frá mótinu á laugar-
dagskvöldinu 7. júlí og allan sunnu-
daginn 8. júlí og einnig höfð sú ný-
breytni á útsendingunni að vera með
sérstakt landsmótssett, með svipuðu
fyrirkomulagi og áhorfendur þekkja
frá HM-stofunni þar sem sérfræð-
ingar mæta og fjalla um keppnina,“
útskýrir Þórdís, en Hulda G. Geirs-
dóttir og Gísli Einarsson verða
þáttastjórnendur.
Áhugasamir geta líka horft á allt
landsmótið í beinu streymi yfir netið
í gegnum Oz.com. „Eins og undan-
farin ár verður hægt að fylgjast með
mótinu í gegnum streymið og mun-
um við einnig auka þjónstuna þar
töluvert,“ segir Þórdís. Unnendur
íslenska hestsins um allan heim geta
keypt aðgang að streymisútsend-
ingu af öllum viðburðum og fylgst
með landsins bestu knöpum og hest-
um bæði í beinni útsendingu og á
upptökum.
Ómissandi hefðir
Þrátt fyrir ýmsar nýjungar er dag-
skrá landsmótsins í megindráttum
með svipuðu sniði
og gestir eiga að
venjast og vita-
skuld verða
skemmtilegum
hefðum mótsins
gerð góð skil.
„Framan af vikunni
er dagskráin til-
tölulega létt en
þegar líður á vik-
una fer dagskráin
að þéttast smám
saman. Eftir að yf-
irliti stóðhesta lýk-
ur á föstudegi fær-
um við mótið alfarið yfir á
gæðingavöllinn og þá verða dag-
arnir lengri yfir úrslitahelgina,“ seg-
ir Þórdís Anna. „Kappreiðar verða
bæði á þriðjudag og föstudag, og
margir sem vilja alls ekki missa af
töltkeppninni en þar hefst forkeppni
á fimmtudagskvöld og endar á A-
úrslitum á laugardagskvöldi. Sjálf
setningarathöfn landsmótsins fer
síðan fram á fimmtudagskvöldinu og
venju samkvæmt ríða þá fulltrúar
hestamannafélaganna inn á völlinn í
fallegri hópreið, í félagsbúningum
og með fána síns félags.“
Af öðrum hápunktum má nefna
keppni í 100 m skeiði og veitingu
Sleipnisbikarsins á laugardags-
kvöldið. „Einnig er mjög gaman að
Í fyrsta sinn er það ekki Landsmót ehf., sem er í eigu Landssambands hesta-
mannafélaga og Bændasamtaka Íslands, sem heldur mótið heldur er viðburð-
urinn allur í umsjón hestamannafélagsins Fáks sem hefur keypt réttinn til þess
að halda Landsmótið 2018. „Það er við hæfi að við látum reyna á þetta nýja fyr-
irkomulag með elsta hestamannafélag landsins sem gestgjafa,“ segir Þórdís
Anna.
Hún segir þetta fyrirkomulag hafa ýmsa kosti í för með sér en eðlilegt að það
fylgi að upp komi ýmsar spurningar þegar tekið er upp breytt fyrirkomulag í
mótahaldi á landsmóti. „En að hafa þennan háttinn á þýðir að Fákur hefur
ákveðið frjálsræði með rekstur mótsins og nýtur góðs af því á ýmsa vegu að
hýsa viðburðinn. Fákur getur líka nýtt sér þann mikla mannauð sem býr í félag-
inu og í krafti stærðar sinnar haldið vel heppnað mót með liðssinni fjölda sjálf-
boðaliða úr röðum Fáksmanna sem og annarra hesatmannafélaga.“
Margir leggja hönd á plóg
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Hátíð fyrir hesta og menn
Að mörgu er að huga
enda er landsmót einn
stærsti íþróttavið-
burður sem er haldinn
utandyra hér á landi
en mótið sýnir líka
hvað hestamenn geta
verið öflugir þegar
þeir leggjast á eitt