Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kampakát börn á námskeiði. Fákur reynir að koma til móts við unga fólkið með ýmsum hætti.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
áksmenn hafa notað tímann
vel og undirbúið glæsilegt
mótssvæði fyrir Landsmót
hestamanna 2018. „Við gáf-
um okkur ráðrúm til að
spjalla og hugsa málin, og gátum
byrjað að framkvæma með mark-
vissum hætti síðastliðin tvö-þrjú ár
með dyggum stuðningi Reykjavík-
urborgar,“ segir Hjörtur Bergstað.
„Við erum í raun búin að taka allt
svæðið í gegn og laga það að nú-
tímakröfum hestaíþrótta. Miklar
breytingar hafa átt sér stað síðan
landsmót var síðast haldið á þessum
sama stað árið 2012.“
Hjörtur er formaður Hesta-
mannafélagsins Fáks, en Lands-
mótið nú er það fyrsta þar sem Fák-
ur annast alla framkvæmd mótsins
frekar en bara að bjóða aðstöðu.
„Það hefur ýmsa kosti í för með sér
að mótið sé alfarið á herðum Fáks.
Við þurfum að halda vel á spilunum
enda sitjum við uppi með það tap
eða hagnað sem verður af mótinu,
og þá er á margan hátt betra að
halda utan um vel heppnað mót þeg-
ar ekki eru of margir sem halda um
stýrið,“ segir hann. „Af ýmsum
ástæðum hefur rekstur landsmóta
hestamanna ekki gengið vel upp á
síðkastið og skiljanlegt er að að-
standendur mótsins hafi verið til-
búnir að prófa annars konar rekstr-
armódel.“
Að sögn Hjartar eru Fáksmenn
brattir og bjartsýnir. „Við höfum
fulla trú á að það muni reynast vel
að halda landsmótið hér í Reykjavík
og þykir ánægjulegt að geta boðið
íbúum höfuðborgarsvæðisins, lands-
byggðarfólki og erlendum gestum að
upplifa hér í Víðidal það sem verður
stærsti íþróttaviðburður Íslands
þetta árið.“
Svæðið verið tekið í gegn
Svæði Fáks hefur verið tekið í gegn
frá því smæsta til hins stærsta og
nefnir Hjörtur sem dæmi að búið sé
að leggja rafmagn og ljósleiðara um-
hverfis keppnisvellina svo að auð-
veldara verði að sinna æ meiri
tæknilegum kröfum í kringum allt
mótshald. „Mótið varð okkur líka
hvati til að setja meiri slagkraft í
viðhald og viðgerðir, en sýnilegustu
breytingarnar snúa að sjálfu móts-
svæðinu þar sem m.a. var byggð
mön svo að skeiðbrautin minnir um
margt á rómverskt hringleikahús.
Kynbótasýningavöllurinn var líka
færður til og umhverfið þar allt um
kring lagfært,“ telur Hjörtur upp.
„Þökk sé myndarlegum styrk frá
Reykjavíkurborg höfum við líka get-
að tekið reiðhöllina okkar í gegn í
fyrsta sinn frá því að þetta 30 ára
mannvirki var reist, og lítur höllin
núna út eins og ný. Búið er að fara
yfir allt svæði Fáks frá A til Ö, með
allsherjar hreingerningu og lagfær-
ingum; málað, dyttað að og grasið
slegið, og ekkert að vanbúnaði.“
Hjörtur segir að það að hafa feng-
ið að hýsa landsmót hafi eflt starf-
semi Fáks til muna. „Þetta hefur
verið greinileg vítamínsprauta fyrir
alla starfsemi félagsins og uppbygg-
inguna á svæðinu, orðið okkur hvati
til að ráðast í verkefni sem hafa
fengið að sitja á hakanum, og gerir
okur reiðubúin að sinna starfseminni
af miklum myndarbrag að mótinu
loknu.“
Aðstaða eins og
best verður á kosið
Hinn almenni félagsmaður hefur
fengið að taka virkan þátt í undir-
búningi landsmótsins og voru haldn-
ir reglulegir fundir til að þétta rað-
irnar og kalla eftir hugmyndum og
athugasemdum vegna viðburðarins.
„Við höfum haldið reglulega hreins-
unar- og viðhaldsdaga sem hafa ver-
ið með skemmtilegustu viðburðunum
í félagslífi Fáks. Þar hafa allir lagst
á eitt og eftir að hafa tekið til hend-
inni höfum við grillað og haft það
huggulegt,“ segir Hjörtur. Margir
Fáksmenn munu bjóða fram vinnu
sína á mótinu og hjálpa félaginu að
taka vel á móti þeim þúsundum
gesta sem væntanlegir eru, og að
auki leyfa Fáksmenn keppendum að
fá afnot af hesthúsunum. „Við mælt-
umst til þess við félagsmenn að
bjóða keppendum aðstöðu í hest-
húsum sínum rétt eins og á mótinu
2012 og hefur verið vel í það tekið.
Veitir þetta keppendum mikil þæg-
indi enda stutt að skjótast eftir hest-
unum þegar þeirra er þörf en þess á
milli hægt að njóta tímans á lands-
mótssvæðinu til að fylgjast með sýn-
ingunum, skoða allt það sem er um
að vera utan keppnisvallanna og
eiga ánægjulega samveru með öðr-
um hestamönnum.“
Allir leggjast á eitt til að halda gott landsmót
Miklar framkvæmdir
hafa staðið yfir á svæði
Fáks í Víðidal og aðbún-
aður fyrir Landsmót
hestamanna 2018 er
hinn glæsilegasti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjörtur Bergstað með ungum knapa. Hann segir það hafa þjappað
félagsmönnum Fáks saman að undirbúa Landsmót hestamanna.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Fákur hefur alla burði til að halda gott landsmót
enda félagið fjölmennt og á besta stað. Hjörtur segir
félagsmenn á bilinu 1.400 til 1.500 talsins og eiga
þeir samtals í kringum 3.000 hesta. Starfsemin
dreifist yfir þrjú svæði: Sprengisand við gatnamót
Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, þar sem m.a. er
blómlegt hestastarf fyrir eldri borgara, æfingasvæð-
ið uppi í Víðidal og loks nýtt svæði sem verið er að
byggja upp í Almannadal.
Að sögn Hjartar er mjög sjaldgæft að finna hest-
húsabyggð svona nálægt borgarkjarna og er það
mikill lúxus fyrir borgarbúa að geta hæglega skotist
upp í hesthús fyrir vinnu, í hádegishléinu eða í lok
dags til að huga að hestunum. „Það er helst í Hyde
Park í London að finna má eitthvað þessu líkt og þá
aðallega fyrir hesta hennar hátignar. Eru ekki nema
50 metrar í næsta íbúðahús og aðeins 500 metrar
upp í ósnortna náttúru Heiðmerkur. Návíginu við
borgina fylgir þó að við þurfum að deila fallegum
útivistarsvæðum og náttúruparadís með gangandi,
skokkandi, hjólandi og akandi vegfarendum og
verða allir að gæta þess að sýna öðrum tillitssemi.“
Lúxus að hafa
hesta svona nálægt
borgarkjarna
Hjá hestamannafélögum eins og
Fáki má greina vel þróunina í
hestasportinu. Hjörtur segir að
fólk tengist Fáki iðulega mjög
sterkum böndum, og margir sinni
hestamennskunni af lífi og sál, en
engu að síður geti ýmsar ytri að-
stæður haft áhrif á það hvort fjölgi
eða fækki í félaginu. „Við fundum
t.d. fyrir ákveðnu höggi, eins og
aðrir, árið 2008. Þá minnkuðu
margir við sig og byrjuðu að
stunda hestamennskuna með öðr-
um hætti en áður og þurftu að
sýna ákveðið aðhald.“
Til að bregðast við ástandinu í
samfélaginu ákvað Fákur að leggja
sitt af mörkum. „Við vildum stuðla
að nýliðun hjá yngstu aldurshóp-
unum og ákváðum árið 2013 að
nota félagshesthúsið með þeim
hætti að börnum og ungmennum
á aldrinum 10 til 21 árs stendur
þar til boða að fá lánaða hesta og
stunda hestamennsku með að-
stoð reiðkennara. Þar geta þau
verið hjá okkur í 2-3 ár, nánast á
kostnaðarverði, til að stíga sín
fyrstu skref inn í heim íslenska
hestsins,“ útskýrir Hjörtur. „Í öllu
ungmennastarfinu gætum við
þess að gera hestamennskuna
fjárhagslega aðgengilega, og ekki
of flókna; svo að tíminn sem börn-
in eru hjá okkur snúist um að
njóta samverunnar við hestinn.“
Leggja áherslu
á unga fólkið
Stóðhestar með afkvæmum
Heiðursverðlaun
(í stafrófsröð)
IS1999135519 Aðall frá Nýjabæ
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir
Eigandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 112 stig Hæfileikar: 120 stig Aðalein.: 121 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 53
IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi
Litur: 1521 Rauður/milli- stjörnótt glófext
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Ingolf Nordal
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 112 stig Hæfileikar: 124 stig Aðalein.: 125 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 57
IS2003181962 Ómur frá Kvistum
Litur: 6520 Bleikur/kolóttur stjörnótt
Ræktandi: Kvistir ehf.
Eigandi: Kvistir ehf.
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 113 stig Hæfileikar: 120 stig Aðalein.: 122 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 73
IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti
Litur: Jarpur/korg- einlitt
Ræktandi: Finnur Ingólfsson
Eigandi: Hulda Finnsdóttir
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 113 stig Hæfileikar: 128 stig Aðalein.: 129 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 77
1. Verðlaun
(í stafrófsröð)
IS2007186189 Arion frá Eystra-Fróðholti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Ársæll Jónsson
Eigandi: Ársæll Jónsson, Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 109 stig Hæfileikar: 126 stig Aðalein.: 126 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 23
IS2007166206 Eldur frá Torfunesi
Litur: 1690 Rauður/dökk/dreyr- blesa auk leista eða
sokka
Ræktandi: Anna Fjóla Gísladóttir, Karyn B MC Farland,
Ræktunarbúið Torfunesi ehf.
Eigandi: Anna Fjóla Gísladóttir, Gísli Baldvin Björnsson,
Karyn B MC Farland
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 124 stig Hæfileikar: 119 stig Aðalein.: 124 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 16
IS2007182575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Hannes Sigurjónsson, Helgi Jón Harðarson,
Inga Cristina Campos
Eigandi: Ræktunarfélagið Hákon ehf.
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 116 stig Hæfileikar: 122 stig Aðalein.: 124 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 15
IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Páll Bjarki Pálsson
Eigandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Júlía Kristín Páls-
dóttir, Þórdís Inga Pálsdóttir
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 108 stig Hæfileikar: 121 stig Aðalein.: 122 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 24
IS2007186992 Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
Litur: 1541 Rauður/milli- tvístjörnótt glófext
Ræktandi: Marjolijn Tiepen
Eigandi: Marjolijn Tiepen
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 111 stig Hæfileikar: 122 stig Aðalein.: 123 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 15
IS2009157651 Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Benedikt G. Benediktsson
Eigandi: Ræktunarfélagið Lukku Láki ehf.
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 122 stig Hæfileikar: 118 stig Aðalein.: 122 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 16
IS2005157994 Óskasteinn frá Íbishóli
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Magnús Bragi Magnússon
Eigandi: Magnús Bragi Magnússon
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 97 stig Hæfileikar: 129 stig Aðalein.: 125 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 29
IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Kirkjubæjarbúið sf.
Eigandi: Hoop Alexandra
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 111 stig Hæfileikar: 120 stig Aðalein.: 121 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 15
IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt
Ræktandi: Guðmundur Jón Viðarsson
Eigandi: Guðmundur Jón Viðarsson, Jakob Svavar Sig-
urðsson
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 129 stig Hæfileikar: 123 stig Aðalein.: 128 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 17
IS2005135936 Trymbill frá Stóra-Ási
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Lára Kristín Gísladóttir
Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth
Kynbótamat – BLUP:
Sköpulag: 107 stig Hæfileikar: 124 stig Aðalein.: 124 stig
Fjöldi afkvæma m. fullnaðardóm: 15