Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 18
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að segir ýmislegt um ágæti
íslenska hestsins hvað
honum hefur tekist að ná
miklum vinsældum víða
um heim þrátt fyrir skort
á samhæfðu kynningar- og markaðs-
starfi. „Af ýmsum ástæðum hefur
ekki verið mikil samvinna í kringum
það að kynna íslenska hestinn og
fólk unnið hvað í sínu horninu að
reyna að koma honum á framfæri,“
segir Jelena Ohm. „Þetta breyttist
árið 2015 þegar hagsmunaaðilar í
hestabransanum
ákváðu að snúa
bökum saman og
hleyptu verkefn-
inu Horses of Ice-
land af stokk-
unum.“
Jelena er verk-
efnastjóri Horses
of Iceland hjá Ís-
landsstofu og
segir hún verk-
efnið hafa náð
góðum árangri. Í tjaldi sem Horses
of Iceland (www.horsesoficeland.is)
setur upp á mótssvæðinu, nálægt fé-
lagsheimili Fáks, verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá alla mótsdag-
ana, fyrirlestra og kvikmyndasýn-
ingar, en líka ýmsa óvænta viðburði.
„Markaðsverkefnið, sem er
alþjóðlegt, hófst með formlegri
stefnumótun. Haldnir voru vinnu-
fundir með hagsmunaaðilum til að
tryggja að þekking og reynsla allra
þeirra sem starfa í greininni, í rækt-
un, útflutningi á hestinum og vörum
honum tengdum, sem og í þjónustu,
nýttust í vinnunni og hugmyndir
þeirra almennt. Eftir mikla vinnu og
ítarlega rýni, jafnt innanlands sem
utan, þróuðum við stefnu til að vinna
eftir og gerðum aðgerðaáætlun og
nýtt vörumerki varð til: Horses of
Iceland – Bring you closer to nat-
ure,“ útskýrir Jelena. „Útgangs-
punkturinn er að íslenski hesturinn
flytur okkur á ótroðnar sloðir og
leyfir okkur að upplifa töfra náttúr-
unnar. Markmiðið er að auka vitund
um íslenska hestinn um heim allan
og leggja grunn að aukinni verð-
mætasköpun í tengslum við hann.“
Markviss markaðssetning
Samkvæmt samningi við hið opin-
bera taka stjórnvöld þátt í verkefn-
inu með því að jafna þau framlög
sem koma frá greininni, krónu á
móti krónu. Jelena segir tilgang
Horses of Iceland bæði að kynna og
styðja við hagsmuni útflytjenda ís-
lenskra hesta en líka efla hesta-
tengda þjónustu, ferðaþjónustu og
sölu á vörum tengdum hestinum.
„Við byrjuðum á erlendum ferða-
mönnum á Íslandi og fólkinu sem er
viðriðið íslenska hestinn í útlöndum
en síðarnefndi hópurinn er á margan
hátt okkar sendiherrar og elskar
yfirleitt allt sem íslenskt er,“ upp-
lýsir Jelena. „Frá árinu 2018 færð-
um við síðan áhersluna yfir á hesta-
fólk sem er kunnugt öðrum hesta-
kynjum með það fyrir augum að
fræða það betur um eiginleika ís-
lenska hestsins og reyna að draga úr
smáhesta-stimplinum og ýmsu öðru
sem hefur loðað við ímynd hans.“
Hófst með Nonna og Manna
Jelena þekkir það frá fyrstu hendi
hversu auðvelt það getur verið fyrir
Íslenski hesturinn á mikið inni
Unnið er að því með
markvissum hætti að
kynna íslenska hestinn
erlendis og þannig
renna sterkari stoðum
undir hestatengda
ferðaþjónustu og út-
flutning hestaræktenda
Ljósmyndir/Horses of Iceland
Í hugum margra er íslenski hesturinn hápunktur heimsóknar til Íslands.
SU N N U DAGU R 1. JÚLÍ
11:30 - 12:15 Knapamerki vinnufundur: Hvernig viltu hafa öðruvísi
reiðpróf?
Hlín Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Knapamerkjakerfis
16:00 - 18:00 Verðlaunaafhendingar barna og partí
M Á N U DAGU R 2. JÚLÍ
15:40 - 16:00 Líkamlegar mælingar á knöpum
Vilfríður Sæþórsdóttir, meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun
Þ R I Ð J U DAGU R 3. JÚLÍ
13:15 - 13:45 Duplo járningar
Stephan Becker, járningameistari og leiðbeinandi
M I Ð V I KU U DAGU R 4. JÚLÍ
12:10 - 12:40 Hæsta 5. stig 2018: Knapamerkjapróf sýnt
12:45 - 13:15 Hrímnir sýnikennsla
18:15 - 18:45 Sýnikennsla: Þjálfunarstigin – hross frá Sólvangi
á mismunandi þjálfunarstigum sýnd
Sólvangur Icelandic Horse Center
F I M M T U DAGU R 5. JÚLÍ
12:15 - 12:45 FT sýnikennsla
F Ö ST U DAGU R 6. JÚLÍ
09:45 - 10:15 Rob Krabbenborg, dýranæringarfræðingur hjá Pavo Horsefeed
12:45 - 13:15 Laura Bas Conn, dýralæknir og meistaranemi
hjá sænska landbúnaðarháskólanum
17:35 - 18:05 Rob Krabbenborg, dýranæringarfræðingur hjá Pavo Horsefeed
L AUGA R DAGU R 7. JÚLÍ
11:45 - 12:15 Rob Krabbenborg, dýranæringarfræðingur hjá Pavo Horsefeed
16:15 - 16:45 Hnakkurinn og virkni hans
Hrímnir
SU N N U DAGU R 8. JÚLÍ
13:00 - 13:45 Áhrif skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa
Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt
M Á N U DAGU R 9. JÚLÍ
Opið hús hjá Vesturkoti
Opið hús á Kjarri
Jelena Ohm
Horses of Iceland mun halda áfram að fræða heiminn um kosti íslenska hestsins og þannig styðja við verðmætar atvinnugreinar sem eru honum tengdar.
Lengi vel fór ekki fram eitt samhæft kynningarstarf á íslenska hestakyninu.
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018