Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 19
útlendinga að hrífast af íslenska
hestinum, ef þeir bara fá tækifæri til
þess. Hún fæddist í Þýskalandi og
smitaðist af Íslandsáhuganum í
gegnum móður sína. „Þetta byrjaði
allt með mömmu og þáttunum um
Nonna og Manna. Hún heillaðist af
Íslandi og dreymdi um að eignast
hvítan íslenskan hest. Þannig byrj-
aði löng saga fjölskyldu minnar og
Íslands. Ég bý núna á Íslandi en
móðir mín er með íslenska hesta á
búgarði sínum í Kanada.“
Móðir Jelenu var ekki sú eina sem
uppgötvaði íslenska hestinn um
þetta leyti. Áhugi á íslenska hest-
inum blómstraði í kjölfarið á Nonna
og Manna-þáttunum og segir Jelena
að mörgum góðum knöpum hafi þótt
íslenska kynið svo áhugavert að þeir
færðu sig úr stóru hestakynjunum
yfir í lágvaxna en lipra og kröftuga
íslenska hesta. „Í kjölfarið var víða
reynt að koma íslenska hestinum á
framfæri en gekk misvel. Er það
núna fyrst sem segja má að íslenski
hesturinn hafi eignast nokkuð stórt
bakland í Evrópu, Bandaríkjunum
og víðar um heiminn.“
Dýrmætur og einstakur hestur
Sala á hestum til útlanda er allstór
atvinnugrein og undanfarin ár hafa í
kringum 1.500 hestar verið seldir úr
landi árlega. Jelena segir til mikils
að vinna ef styrkja má þessa útflutn-
ingsgrein en það sé ekki síður mikil-
vægt að nýta þau tækifæri sem bjóð-
ast í ferðaþjónustunni. „Íslenski
hesturinn er samofinn sögu landsins,
hefur verið þarfasti þjónn lands-
manna í gegnum aldirnar og er hluti
af þeirri náttúru- og frelsisímynd
sem við viljum koma á framfæri við
umheiminn,“ segir Jelena. „Að geta
betur notað íslenska hestinn til að
laða ferðamenn til Íslands þýðir ekki
bara auknar tekjur fyrir ferðaþjón-
ustufyrirtæki sem bjóða upp á vand-
aða útreiðartúra heldur líka tekjur
víða annars staðar í hagkerfinu enda
þurfa ferðalangarnir að leigja sér
bíl, kaupa gistingu og mat og njóta
þeirrar afþreyingar sem stendur til
boða.“
„Útgangspunkturinn er
að íslenski hesturinn flytur
okkur á ótroðnar sloðir
og leyfir okkur að upplifa
töfra náttúrunnar.“
„Íslenski hesturinn er samofinn sögu landsins, hefur
verið þarfasti þjónn landsmanna í gegnum aldirnar
og er hluti af þeirri náttúru- og frelsisímynd sem við
viljum koma á framfæri við umheiminn,“ segir Jelena.
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19
Kynningartjald Horses of Iceland
á Landsmóti hestamanna er 200
fermetrar að stærð og verður rétt
fyrir ofan kynbótabrautina. Þar
verður í boði fræðsla á meðan á
mótinu stendur og m.a. hægt að
hlýða á fyrirlesara. „Við fáum t.d.
til okkar fræðimenn sem hafa
skoðað erfðamengi íslenska
hestsins og staðsett þau gen sem
ráða gangtegundunum,“ segir Je-
lena. „Við höfum gætt þess alveg
sérstaklega að hafa fræðsluna í
tjaldinu áhugaverða fyrir yngstu
gestina og höldum veislu fyrir
krakkana á fyrsta degi mótsins
þegar keppni í barna- og ung-
lingaflokkum fer fram og ókeypis
er inn á mótssvæðið.“
Af öðrum hápunktum í tjaldi
Horses of Iceland má nefna
sýndarveruleikaupplifun af ís-
lenska hestinum. „Gestir geta
fengið að setja á sig sýndarveru-
leikagleraugu sem flytja þá yfir í
undraheim íslenska hestsins og
íslenskrar náttúru.“
Farið á hest-
bak í sýnd-
arveruleika
Við erum á
Landsmó
SealSkinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu
af vatnsheldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur.
Sealskinz notast við þriggja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum
sokkum, hönskum og húfum. Útkoman er óaðfinnanleg vara
sem er algerlega vatnsheld en andar engu að síður.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyri
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400
jotunn@jotunn.is
www.jotunn.is