Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 20
Efstu gæðingar á landsmótinu 1950 ásamt fríðum hópi knapa. Á þessari merkilegu mynd má þekkja sögufræga menn og hesta: Þriðji frá vinstri er Sigurður Ólafsson söngvari og skeiðkóngur á Hetti frá Eyhild- arholti og við hlið hans Magnús Gunnarsson í Ártúni á Rangárvöllum á hesti sínum Króki, fyrir miðju á gráum hestum eru tveir Nautabúsbræðra, þeir Pálmi Jónsson (í Kveldúlfi) og Jón Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd á Gormi og Stormi frá Hofi og þar við hliðina Sveinn Guðmundsson á Árna-Blesa sem þjóðskáldið Hannes Pétursson lýsti á einum stað í kvæði sem Orminum-Langa í fylkingu hrossa. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ ví verður ekki mótmælt að á Íslandi hefði ekki verið hægt að komast af án hests- ins. Landið var vegalaust með öllu og frá því fyrstu menn námu hér land gátu þeir notað hestinn til að komast á milli staða, draga að timbur og reiða hey og eldi- við heim í hús. Börnin voru jafnvel á stundum reidd á milli bæja í pokum sem festir voru á klyfbera hestanna og meira að segja í síðustu vegferðinni var líkkistunni komið fyrir á baki hestsins og reidd þverbaks til kirkju.“ Þannig svarar Kristinn Hugason þegar hann er spurður hvernig saga hests og þjóðar hefur fléttast saman í gegnum aldirnar. Kristinn hefur verið forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal frá árinu 2015 en setrið hóf starfsemi árið 2001 og hefur haldið bæði fjölbreyttar og fræðandi sýningar í gegnum árin. Á Landsmóti hestamanna 2018 mun Sögusetrið frumsýna nýja sýn- ingu sem fjallar um það hlutverk sem íslenski hesturinn lék á fullveldisöld. „Við opnuðum aðra sýningu á síðasta landsmóti á Hólum sem heitir Upp- runi kostanna og fjallar um helstu ættfeður og ættmæður íslenska hrossastofnsins eins og hann er erfða- lega samansettur í dag, en núna bein- um við sjónum okkar að sögu hestsins og hrossaræktar frá 1918 til 2018,“ út- skýrir Kristinn en sýningin fékk styrk frá Afmælishátíð fullveldis Ís- lands og er ætlunin að koma sýning- unni fyrir til varanlegrar varðveislu í Skagafirði auk þess sem hún verður gerð aðgengileg á heimasíðu Söguset- urs íslenska hestsins. „Sýningin er í formi nk. sagnarefils sem búið er að setja fallega upp og prenta á dúk sem er rétt um hálfur annar metri á hæð og tæpir fimmtán metrar á lengd. Þar má sjá tvær tíma- línur sem segja annars vegar frá helstu viðburðum á fullveldisöldinni í þróun hestamennsku og hrossarækt- ar og hins vegar frá helstu áhrifavöld- um erfðaframfara stofnsins. Á refl- inum er fjöldi merkilegra ljósmynda sem í senn lýsa tíðarandanum og sýna hvernig hestamennskan þróaðist á liðinni öld, og loks myndagallerí sem sýnir þá framtíðarsýn sem við höfum fyrir íslenska hestinn.“ Með rætur í Mongólíu Íslenska hestkynið á sér merkilega ræktunarsögu og mótaðist stofninn bæði af ytri aðstæðum og af verkum ræktenda sem beindu kyninu á ákveðna braut. Kristinn segir að það hafi ekki verið fyrr en upp úr aldamót- unum 1900 að farið var að stunda kyn- bætur á íslenska hestinum að ein- hverju marki. „Önnur hrossakyn höfðu verið ræktuð af mikilli útsjón- arsemi um margra alda skeið en í meginatriðum hafði íslenski stofninn þróast með náttúruvali,“ segir Krist- inn og bætir við að erfðarannsóknir sýni að rætur íslenska stofnsins liggi alla leið til Asíu. „Hann virðist blóð- skyldur mongólska hestinum sem skýrist af ferðum víkinga í austurveg. Síðan blandast inn hestakyn frá bresku eyjunum en skyldleiki við þá hesta sem finnast í dag í Vestur-Nor- egi er minni en margur hefði trúað fyrirfram. Saga þjóðarinnar og ein- angrun verður síðan til þess að stofn- inn helst tiltölulega hreinn.“ Kristinn segir að á sínum tíma hafi hugmyndir verið á kreiki um að flytja inn hross að utan en aldrei komið til framkvæmda, m.a. vegna þess hve skilyrði voru erfið fyrir stóra hesta sem höfðu verið ræktaðir fyrir allt aðrar aðstæður. „Þá hafði verið sett innflutingsbann á búfé, m.a. vegna þess að landbúnaðurinn hafði brennt sig hörmulega á innflutningi á sauðfé sem bar fjárkláða til landsins.“ Þegar kynbætur fóru síðan af stað voru ekki allir á einu máli um hvort ætti að leggja áherslu á að gera ís- lenska hestinn að góðum reiðhesti eða öflugum dráttarhesti, eða jafnvel rækta tvö aðskilin kyn með ólíka eig- inleika. Kristinn segir að um örstutt skeið hafi verið mörkuð sú stefna að leggja áherslu á vinnueiginleika stofns- ins: „Það breyttist svo skömmu seinna með vélvæðingu landbúnaðarins og í stað þess að þurfa að stóla á hestinn til að draga vinnuvélar tóku bændur trak- torinn í sína þjónustu. Á meðan stofnar vinnuhesta í öðrum löndum höfðu verið ræktaðir í árhundruð varði þetta tíma- bil aðeins í nokkur ár hér á landi og hafði lítil sem engin áhrif.“ Kristinn segir það ekki lítið afrek hversu góðan stofn hefur tekist að rækta hér á landi á ekki lengri tíma. „Ræktunarsaga íslenska hestsins er alveg einstök: hefst með nær ókyn- bættum stofni sem hafði þróast með náttúruvali en þróast yfir í góðan sporthest sem stenst samjöfnuð við hvaða hestakyn sem er af sinni stærð. Líka merkilegt hvernig okkur tókst að vernda stofninn og margir sem ótt- uðust þegar landbúnaðarjepparnir og traktorarnir birtust í sveitunum að hesturinn væri búinn að vera og jafn- vel myndi þurfa inngrip frá stjórn- völdum ef stofninn ætti ekki að deyja út. En þá rís upp fylking hestamanna, ekki síst í bæjunum, sem hélt áfram að hlúa að íslenska hestinum, efla hann með ýmsum hætti og finna honum nýtt hlutverk í tæknivæddu samfélagi. Árangurinn fer ekki á milli mála og er hestamennska í kringum íslenska hesta núna orðin alþjóðlegt sport.“ Hlynur frá Akureyri, sigurvegari í B-flokki gæðinga á landsmótinu 1978. Knapi er Eyjólfur Ísólfsson sem um árabil var yfirreiðkennari Hólaskóla. Eyjólfur og Hlynur sigruðu einnig töltkeppni landsmóts með hæstu einkunn sem gefinn hafði verið. Íslenski hesturinn á sér merka sögu Ræktunarsaga íslenska hestsins er óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Á tímabili leit út fyrir að íslenska kynið yrði rækt- að með áherslu á vinnu- eiginleika hestsins en það breyttist með komu traktorsins. Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, staddur í Theo- dórsstofu; minningarstofu um fyrsta hrossaræktarráðunaut BÍ, Theodór Arn- björnsson, í húsakynnum sögusetursins á Hólum í Hjaltadal. Stjarni frá Oddsstöðum, sigurvegari gæðinga- keppni 1954 og 1962. Knapi er Bogi Eggertsson eig- andi hestsins, meðhöfundur að fyrstu eiginlegu kennslubókinni í reiðmennsku sem út kom á Íslandi. Fremsti hrossaræktarmaður Íslandssögunnar. Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki situr hér stofn- móðurina miklu; Ragnars-Brúnku 2719 frá Sauðár- króki á landsmótinu á Þveráreyrum 1954. Sörli 71 frá Svaðastöðum (IS1916158550), áhrifamesti forfaðir nútíma hestsins íslenska. Erfðahlutdeild hans í hrossastofni dagsins í dag er 4,6% og 99% allra núlif- andi hrossa eiga ættir að rekja til hans . Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ljósmynd/Guðmundur Björn Eyþórsson Ljósmynd/Kristján Einarsson Ljósmynd/Vigfús SigurgeirssonLjósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Ljósmynd/Óþekkt 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.