Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Íslenskur sjávarútvegur sýnir ábyrgð í verki með vottun fiskistofna undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ að er vel þekkt að lús- asmit á villtum laxfiskum eykst við tilkomu eldis. Eldinu fylgja enda gíf- urleg tækifæri fyrir hana til að fjölga sér, en þar fær hún mikinn þéttleika af hýslum auk þess sem þar eru hýslarnir á sama stað allt árið og sleppa þar af leið- andi ekki við hana í ferskvatninu,“ segir Eva í samtali við 200 mílur. „Svo getur hún verið með þrjú hundruð egg, sem klekjast út og ná sér um leið í hýsla, í stað þess að lirfurnar séu í nokkrar vikur í sjó og nái ef til vill ekki í hýsil nema í fáum tilvikum,“ bætir hún við og bendir á að lirfurnar geti ekki nærst fyrr en þær finni sér hýsil. Lifir lengur í kuldanum Lúsin sem finnst undan ströndum landsins hefur ekki verið tekin til nánari rannsókna, til að mynda til að rannsaka hversu kuldaþolin hún sé, segir Eva, en talað hefur verið um að sjórinn sé það kaldur hér við land að laxalús geti ekki fjölgað sér. „Á móti því kemur að sýnt hef- ur verið fram á að lirfa laxalúsa lifir lengur í kulda, getur dreifst lengra, og hefur þar af leiðandi meiri tíma til að finna sér hýsil.“ Þeir sem ekki hafa séð laxalús með berum augum eiga ef til vill erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig hún lítur út. Hún líkist að minnsta kosti ekki þeirri lús sem foreldrar barna á grunnskólaaldri kunna margir að hafa komist í kynni við. Ástæðan er einföld: „Þetta er ekki lús,“ segir Eva. „Þetta er í raun utanáliggjandi sníkjukrabbi en kvendýrið fær tvö áberandi skott sem eru eggjastrengir. Dýr- ið er heldur magnað og fer alls í gegnum átta hamskipti,“ segir Eva og bætir við að nafngiftin sé nokkuð umdeild innan fræða- samfélagsins. Til að mynda sé það ekki til fyrirmyndar að tala um sjávarlýs. „En þetta er kallað lús í öllum löndum, held ég, og það er líkast til vegna þess að hún drekkur blóðið úr löxunum. Hún étur á þeim húðslímið, svo húðina, og loks drekkur hún blóðið.“ Lúsin opnar gátt fyrir aðra Ef fiskarnir fá of mikið af lúsinni á sig getur það endað illa. „Hún eykur stresshormón í blóðinu hjá þeim, saltjafnvægið truflast og streitan sem fylgir þessu getur hreinlega leitt þá til dauða. Að ég tali ekki um litla fiska.“ Húðslímið áðurnefnda segir Eva að sé fyrsti varnarveggur laxanna fyrir sjúkdómum og óværum ým- iss konar. „Um leið og lúsin hefur opnað leiðina þá geta ýmsar veirur kom- ist að. Þannig geta þær líka leitt óbeint til dauða, og allt þetta veld- ur því að við höfum yfirleitt áhyggjur af henni. Hún getur valdið miklum skaða.“ Lúsin geti valdið miklum skaða Laxeldi í sjó er í miklum vexti hér á landi. Vöxturinn getur haft margvísleg áhrif á umhverfið og meðal annars aukið lúsasmit á villtum laxfiskum, segir Eva Dögg Jóhannesdóttir, meistaranemi við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskól- ans á Hólum og verkefnastjóri hjá RORUM ehf. Hún hefur að undanförnu rann- sakað tíðni og þéttni lúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum. Eva Dögg Jóhannesdóttir Við sýnatökur á Vestfjörðum síðasta sumar veiddi Eva Dögg tvisvar sinnum hnúð- laxa, tvo svilfulla hænga. Spurð hvort ástæða sé til að ætla að þeim geti fjölgað við landið á næstu misserum segir Eva að bíða verði fram til sumarsins til að geta full- yrt betur um það. „Nú er bara að sjá hvort það finnist einhver seiði. Ég bað fólk um að hafa augun opin síðasta sumar og senda mér hnúðlaxa, og ég fékk eina hrygnu úr Fjarðarhorni. Hún var gjörsamlega stútfull af hrognum.“ Verður ljótur í ferskvatni Hnúðlaxinn segir hún árásargjarnan. „Hann verður mjög ljótur í ferskvatni og bítur frá sér, en þeir þurfa oft ekki að fara það hátt upp til að hrygna, seiðin fara eig- inlega strax út í sjó aftur. Þau þola því meiri seltu heldur en seiði þeirra laxfiska sem hér eru þegar, sem bíða kannski í eitt eða tvö ár í ánni áður en haldið er út í sjó. Maður getur því ekki svarað þessu alveg strax, en eitt er víst og það er að mað- ur sá vel kynþroska hænga og hrygnur síðasta sumar, þannig að það er ekki ólík- legt að hann hasli sér frekar völl hérna.“ Hnúðlöxum getur fjölgað Ljósmynd/Rúnar Marteinsson Hnúðlaxar í fati Eva segir seiði hnúðlaxa þola meiri seltu en seiði íslenskra laxa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.