Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Líney Sigurðardóttir
skrifar frá Þórshöfn
Sæmundur Einarsson hefur marga
fjöruna sopið. Hann byrjaði á sjón-
um 17 ára að aldri og grásleppu-
vertíðar hans telja því nú í kring-
um fimmtíu. Vertíðin hófst að
þessu sinni 20. mars og brá Sæ-
mundur ekki út af venjunni heldur
reri út strax fyrsta daginn frá
Þórshöfn, á báti sínum Manna ÞH.
Dagarnir svolítið köflóttir
„Þetta byrjaði ágætlega, það hefur
verið reytingur flesta daga og
þokkalegt sjóveður,“ sagði Sæ-
mundur í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins, en þá var hann
nýkominn að landi með nánast full-
fermi, sigling er ekki svo löng á
miðin, sagði hann. Hann er langt
kominn með sína tuttugu daga á
vertíðinni og verður búinn með þá í
lok fyrstu viku í apríl en vonast þó
til að bætt verði við nokkrum dög-
um eins og í fyrra. „Dagarnir eru
alltaf svolítið köflóttir, þó það komi
ágætis kropp á milli,“sagði hann.
Allur afli kemur í land og á Sæ-
mundur kvóta fyrir þorski eða hef-
ur sett í Hafró. Selur hann aflann
til Ísfélags Vestmannaeyja á Þórs-
höfn og er byrjunarverðið 195 kr. á
kg, sem trúlega á eftir að hækka
eitthvað, telur hann. Meðaflinn fer
á Fiskmarkað Þórshafnar.
Tveir selir komið í netin
Deilt hefur verið um meðafla í grá-
sleppunetin en að sögn Sæmundar
er sáralítið um slíkt hér á svæðinu.
„Tveir selir hafa komið í netin
frá byrjun, þorskur hefur oft verið
meiri og aðeins einn æðarfugl
slæddist í netin. Þar spilar líklega
inn í að eftir að við hættum aðgerð
um borð þá minnkar ásókn fugla að
bátunum.“
Þarinn er grásleppusjómönnum
alltaf til óþurftar í netunum og
spurning hvenær sú ónýtta auðlind
verður þeim til gagns. Nokkuð
færri bátar verða á grásleppuveið-
um frá Þórshöfn þessa vertíðina en
aðeins tveir bátar byrjuðu hér
þann 20. sem var fyrsti leyfilegi
dagur, og líklega verða fimm bátar
alls á grásleppu hér þessa vertíð-
ina.
Þokkalegt sjóveður
á grásleppuveiðum
Landað Sæmundur segir sáralítið um meðafla.
Á bryggjunni Sæmundur á bryggjunni ofan við bátinn sinn, Manna ÞH.
Vertíð Líklega verða fimm bátar á grásleppuvertíðinni á Þórshöfn.
Ágæt veiði hefur verið hjá færabátum og sagði Jóhann
Halldórsson á Degi NS að þorskurinn sé stútfullur af
loðnu og vaði í ætinu hér rétt utan við, um 4 mílur norður
af Grenjanesvita.
„Hér er ennþá hellingur af loðnu sem þorskurinn veður
í, einnig sjáum við óhemju mikið af hval sem líka sækir í
hana.“
Jóhann og Vilhjálmur Jónsson, útgerðarmaður og eig-
andi Dags, eru nýhættir á færunum og teknir til við und-
irbúning grásleppuveiðanna og voru að steina niður í leið-
indaveðri og éljagangi. Þeir bíða eftir að veðrinu sloti svo
gefi á sjóinn og hægt verði að koma fyrstu grásleppu-
trossunum í sjó.
Þeir stefna síðan á strandveiðar þegar þær hefjast 2.
maí en aðspurður segist Jóhann ósáttur við nýju reglu-
gerðina um strandveiðar og telur hana ekki koma vel við
sjómenn á þessu landshorni.
Vilhjálmur mun gera út tvo báta frá Þórshöfn í sumar en
hann er reyndur sjómaður sem keypti sinn fyrsta bát 19
ára gamall. Hann hefur upplifað miklar breytingar í sjáv-
arútveginum í gegnum tíðina, hefur m.a. verið við síldveið-
ar og vinnslu í hartnær 40 ár, bæði á Íslandi og í Kanada.
Mikið af loðnu fyrir norðan
Þórshöfn Jóhann og Vilhjálmur stefna báðir á strandveiðar þegar þær hefjast í byrjun maímánaðar.
Steina niður Jóhann Ægir Halldórsson, til vinstri, og Vilhjálmur Jónsson,
útgerðarmaður og eigandi Dags NS, gera klárt fyrir grásleppu.
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!